Fæddi dóttur sína í svefni!
Fæddi dóttur sína í svefni!
Amy Dunbar segir svo frá að stuttu síðar kom hjúkrunarfræðingurinn að athuga með hana og sá á skjánum að Amy hafði fengið stóran samdrátt á meðan hún svaf.
Hún var vakin og segir Amy svo: „Ekki einu sinni mínútu eftir það, vakti hjúkrunarfræðingurinn mig og sagðist ekki finna hjartslátt barnsins á mónitornum, en hún sagði: „Engar áhyggjur, snúðu þér við, barnið hefur eflaust bara hreyft sig.“
En þá kom hið óvænta: „Barnið var í rúminu! Hún hafði bara komið út sjálf á meðan ég var sofandi. Þessi stóri samdráttur sem hún sá mónitornum var bara hún að fæðast.“
Amy setti inn fleiri myndbönd og sagði í öðru myndbandi: „Ég togaði teppið af og hún bara lá þarna í kúlu á rúminu og þá varð allt vitlaust. Pabbi fór fram á gang og kallaði: „Við þurfum hjálp!“ og allt í einu var bara allt fullt af læknum og hjúkrunarfræðingum og hún var ekki grátandi, svo auðvitað var ég að fríka út.“
Eftir að dóttir hennar hafði fengið skoðun fékk Amy hana í hendurnar og var hún í fullkomnu lagi.
„Þetta var auðvitað ótrúlega ógnvænlegt, en var allt í lagi,“ sagði Amy.
@amyedunbar ##stitch with @beyondboss_ everyone was in disbelief ##birthstory ##momtok ##TikTokGGT
Þúsundir hafa séð myndbandið og notendur TikTok hafa sent Amy fjölda skilaboða.
Einn sagði: „Barnið er bara – ég geri þetta sjálf!“
Annar sagði: „Strax orðin sterk og sjálfstæð kona, haha.“
Á meðan sagði ein kona: „Hæ, já, geturðu skrifað niður hvað þú fékkst nákvæmlega svo ég geti fengið það sama? Takk fyrir.“