Salma Hayek uppljóstrar leyndarmálinu að baki hamingjusömu hjónabandi

Salma Hayek uppljóstrar leyndarmálinu að baki hamingjusömu hjónabandi

Salma Hayek uppljóstrar leyndarmálinu að baki hamingjusömu hjónabandi

Leikkonan fræga, Salma Hayek, hefur verið gift François-Henri Pinaultí 12 ár, og segir hún lykilinn að hamingjusömu hjónabandi þeirra vera að „við höfum aldrei sagt neitt ljótt við hvort annað.“

Salma kom fram í Red Table Talk með Jada Pinkett Smith á dögunum og ræddi þar hjónaband sitt og sagði hún að stefna þeirra beggja í hjónabandinu væri að horfa á vandræðin í stað þess að grípa til ásakana: „Þegar það er ágreiningur, setjum við alla orkuna í að leysa vandann í stað þess að finna sökudólg og við segjum ekki: „Þú hefðir átt að gera þetta eða hitt,“ nei,“ sagði Salma (54). „Öll orka okkar fer í að „hvernig leysum við þetta?“ Við höfum aldrei sagt neitt ljótt við hvort annað og höfum aldrei reiðst hvort öðru.“

Salma giftist François-Henri á Valentínusardaginn árið 2009. Þau eiga saman 13 ára dóttur, Valentinu, en François-Henri á þrjú börn úr fyrra hjónabandi.

Í síðasta mánuði deildi Salma fallegum myndum af afmæli François-Henri, en hann varð 59 ára.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Salma Hayek Pinault (@salmahayek)

Í Red Table Talk ræddi Salma einnig um foreldrahlutverkið en hún deildi því að Valentina talar frönsku, ensku og spænsku og „skilur mikið í ítölsku og portúgölsku,“ en hún bætti því við að hún vildi að Valetina lærði líka kínversku.

Að ala upp ungling er allt annað en einfalt, en Salma sagði: „Ég er að læra að vera ekki fyrir…leyfa þeim að vera þau sem þau eru. Gefa þeim tækifærið á að vera einstök. Og það er ekki auðvelt. Og þegar þú gefur þeim rödd, fyrsta manneskjan sem þau nota hana á, ert þú!“

 

Pin It on Pinterest