Talnablinda eða stærðfræðiblinda: Viðvörunarmerki

Allir hafa heyrt um lesblindu og vita að hún snýst um erfiðleika við að lesa, skrifa og stafa, en talnablinda (e. dyscalulia) er heiti yfir fólk sem á í erfiðleikum með stærðfræði.

Um er að ræða blindu sem hindrar getu einstaklingsins til að læra um allt sem viðkemur tölum, að reikna út rétt, að vinna við rök- og vandamálalausnir og annað sem er stærðfræðitengt.

The British Dyslexic Association (bresku lesblindusamtökin) segja að skilgreiningin á talndablindu sé: „Sérstök og þrálát tregða þegar kemur að því að skilja tölur sem getur leitt til alls kyns vandkvæðum tengdum stærðfræði. Hún á sér stað óháð aldri, menntunarstigi og reynslu og á sér stað í öllum þjóðfélagshópum.“

Örðugleikar við að læra stærðfræði er ekki einstök tilfelli, frekar sem samfella, og hefur mörg einkenni. Talnablinda er ólík öðrum stærðfræðierfiðleikum því manneskjan á í erfiðleikum með skynjun tala, s.s. að sjá fyrir sér hversu margir eru án þess að telja, að bera saman stærðir og að raða. Talnablinda getur átt sér stað upp á sitt einsdæmi en á oft samleið með öðrum námserfiðleikum, stærðfræðikvíða og öðrum líffræðilegum kvillum.

Glynis Hannell, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Dyscalculia: Action Plans for Successful Learning in Mathematicssegir: „Nemendur og fullorðnir haldnir talnablindu finnst stærðfræði erfið, ergileg og þeir eiga í erfiðleikum með að læra hana. Heilar þeirra þurfa meiri kennslu, sérhæfðara lærdómsferli og meiri æfingu til að ná utan um hana.“

Talnablinda á sér stað í um 11% af börnum með ADHD og er áætlað að um 3-6% barna í skólum eigi við hana að stríða.

Það er frekar erfitt að greina hvort einstaklingur sé haldinn talndablindu. Að telja á fingrum sér er oft talið einkenni, en það er ekki algild mæliaðferð. Að þurfa þess hinsvegar alltaf, sérstaklega í auðveldum reiknisdæmum gæti hinsvegar gefið vísbendingu.

Hér eru einkenni sem má hafa til hliðsjónar:

  • Erfiðleikar við að telja aftur á bak
  • Lítil skynjun fyrir tölum og áætlunum
  • Erfiðleikar við að muna „auðveldar“ reikniaðferðir, þrátt fyrir marga klukkustunda yfirlegu
  • Hafa enga áætlun við að muna tölur, nema með því að telja
  • Erfiðleikar við að skilja sætisgildi og töluna 0
  • Hafa lítinn skilning á hvort svör sem fást eru rétt eða næstum því rétt
  • Eru lengi að reikna
  • Að gleyma stærðfræðilegum aðferðum, sérstaklega því flóknari sem þær eru
  • Reyna alltaf að leggja saman, forðast aðrar reikniaðferðir
  • Að forðast verkefni sem eru talin erfið og er líklegt að rangt svar komi út
  • Veikur talnaskilningur
  • Kvíði við allt stærðfræðitengt

Líkt og með aðra námserfiðleika er engin „lækning“ við talnablindu. Þegar einstaklingar eru greindir hafa þeir oft lélegan stærðfræðigrunn. Markmið meðferðar er því að fylla í þær eyður sem til staðar eru og að koma upp aðferðum sem virka í lífinu.

Þeir sem hafa talnablindu fá oft lengri próftíma, mega nota reiknivél og þeim er kennt að deila stærri verkefnum niður í smærri skref.

Ef ekkert er að gert getur talnablindan komið niður á æðri menntun og velgengni í starfi. HÉR má sjá vefsíðu British Dyslexic Association.

 

Pin It on Pinterest

Share This