Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp
Rannsóknir sýna að níu af hverjum tíu konum reyna alltaf fyrst að gefa börnum sínum brjóst. Flestar mæður vilja hafa börnin sín á brjósti. Því miður, stundum þvert á óskir okkar, vonir og tilraunir, gengur brjóstagjöf ekki upp.
Margar mæður upplifa djúpan missi þegar þær geta ekki gefið barnið sínu brjóst, annaðhvort alls ekki eða þegar þær geta það ekki jafn lengi og þær hefðu óskað.
Það er eðlilegt að vera döpur og finna fyrir sorg og samviskubiti. Það er mikilvægt að leyfa sér að upplifa þessar tilfinningar. Það getur verið að þér finnist reynslan hafa verið slæm og þú hafir ákveðið allt annað. Þrátt fyrir að þú hafir gefið barninu brjóst í stuttan tíma, jafnvel bara nokkra daga, er það dýrmæt gjöf sem þú getur verið ánægð með.
Það getur tekið einhvern tíma að ná sátt aftur. Að ræða við þína nánustu, s.s. vini, maka eða fjölskyldu um málið getur alltaf verið gott. Þú getur einnig rætt við ljósmóður eða lækni til að fá tilfinningalegan og andlegan stuðning.
Næstum allar mæður byrja á brjóstagjöf en minna en helmingur barna eru ekki 100% á brjósti eftir fjóra mánuði. Stundum er það vegna þess að konur fá ekki réttar upplýsingar eða réttan stuðning á réttum tíma.
Börn yngri en 12 mánaða þurfa brjóstamjólk eða þurrmjólk til að vaxa og þroskast. Ef þú ert ekki að gefa barni þínu brjóst getur þú:
- Mjólkað þig
- Notað þurrmjólk
- Fengið brjóstamjólk frá annarri móður
- Notað blöndu af ofangreindu
Stundum hefja mæður brjóstagjöf aftur eftir hlé. Með þolinmæði og ákveðni (og samvinnuþýðu barni) getur móðirin oft náð upp mjólkurbirgðum á ný og það getur gengið ágætlega.
Taka tvö
Margar konur geta gefið næsta barni sínu brjóst þrátt fyrir að það hafi ekki gengið upp áður.
Það sem getur hjálpað er að ræða við brjóstagjafaráðgjafa eða lært á netinu eða námskeiðum.
Heimild: Australian Breastfeeding Association