Tók son sinn með í atvinnuviðtal

Við tölum oft um erfiðleikana sem stafa að foreldrum oft á tíðum, en hér er eitthvað sem við tölum ekki um nógu oft: Áskoranirnar sem foreldrar þurfa að horfast í augu við þegar leita skal að vinnu.

Barnagæsla er dýr og ef þú ert án vinnu er erfitt (eða ómögulegt) að borga einhverjum fyrir að vera með barnið. Þetta kallar líka á lausnir þegar farið er í atvinnuviðtal og þú áttar þig á að enginn er til að passa barnið. Hvernig á foreldri að tryggja sér vinnu þegar enginn er til að hlaupa í skarðið.

Maggie Mundwiller, „TikTok“ mamma áttaði sig á nákvæmlega þessu á dögunum, en sem betur fór var fyrirtækið sem hún sótti um vinnu hjá alvara með því að hafa fjölskylduvæna menningu á vinnustaðnum!

Maggie segir í myndbandinu að henni hafi verið sagt upp vegna Covid faraldursins. Í leit sinni að vinnu var henni boðið í annað viðtal hjá ónefndu fyrirtæki, en hún fann engan til að passa son sinn Mylo á meðan. Þetta er vandi sem margir foreldrar hafa lent í, en góðu fréttirnar voru þær að henni var sagt að taka Mylo bara með.

Mylo fór í æðisleg jakkaföt, þvoði kerruna sína og bílinn af tilfefninu og fór með mömmu sinni. Hann kom meira að segja með sína eigin ferilskrá! Í henni má finna helstu afrek hans, s.s. að taka af sér sína eigin bleyju og algerlega eyðileggja hreint herbergi á 30 sekúndum.

@314handcrafted

Ever been to a toddler friendly interview? ##companyculture ##toddler ##fyp ##foryourpage ##PrimeDayDealsDance ##toddler ##covidbaby ##job ##interview ##cute

♬ original sound – Cody V.

Þetta er yndislegt á að horfa, en vekur einnig upp margar spurningar. Þarf ekki í alvöru að vera svona vinnustaðamenning á mörgum stöðum? Að taka barnið með í atvinnuviðtal ætti að vera möguleiki þar sem eflaust hafa foreldrar hafnað viðtali þar sem þeir fengu ekki pössun og misst þar af leiðandi af stóru tækifæri. Í raun, að sjá foreldri sinna mörgum hlutum í einu (multitasking), að sinna barninu og fara í gegnum spurningar um reynslu og eiginleika ætti að vera séð sem mjög góður hæfileiki!

 

Pin It on Pinterest

Share This