Tveggja ára börn sem eru hrædd við mat
Það er kannski ekki þér að kenna að barnið þitt er matvant! Í þessari grein muntu læra um „nýjafælni“ sem skilgreinist í íslenskri orðabók sem: „Ótti við það sem nýtt er og óþekkt.“
Tveggja ára börn eiga til að vera skelfilega matvönd, en hvað er hægt að gera í því?
Foreldrar geta hætt að vera sakbitnir, því það er til lausn við þessu.
Ég man þegar ég gaf litla mínum aspas í fyrsta sinn. Hann sat í matarstólnum sínum og horfði á hann fullur grunsemda. Svo bara sló hann matinn aftur og aftur. Kannski hélt hann að aspasinn væri lifandi og væri ógnandi? Hann var allavega greinilega að reyna að sigra hann. Trúðu mér, hann ætlaði ekki að taka bita af þessu skrýtna, græna sem var að troðast inn á hans yfirráðasvæði. Hvers vegna?
Nýjafælni gagnvart mat.
Bíddu, ekki hætta að lesa! Ég skal segja þér hvað það þýðir…
Nýjafælni (e. neophobia) þýðir einfaldlega = Neo: „Nýtt.“ Phobia: „Fælni.“
Þannig barnið er hrætt við nýjan mat eða mat sem það þekkir ekki eða hefur gleymt að það hafi smakkað það áður. Flest börn sýna þetta einhverntíma, en tveggja ára börn eru sérlega erfið hvað þetta varðar.
Það er í kringum tveggja ára aldurinn sem þetta verður oft áberandi. Kannski borðaði barnið ferskjur í fyrra en í ár? Ekki séns! Mörg börn ganga í gegnum nýjafælni varðandi mat. Smábarnið þitt gæti sýnt eitt eða fleiri af eftirfarandi:
- Hrætt við nýjan mat
- Fær bræðiskast eða grætur þegar nýr matur er nálægt
- Neitar að fá mat á diskinn sinn
- Neitar að bragða nýjan mat
- Vill ekki snerta matinn
Þegar barn sem haldið er fælninni lagast ekki verður þetta stundum að stærra vandamáli. Góðu fréttirnar hvað þetta varðar er að þetta er bara eitthvað sem gerist. Það er fullt af börnum sem er eins, bara eins og aðskilnaðarkvíði. Það er ekkert óeðslilegt þetta.
Svo gæti þetta bara verið ágætt líka. Við viljum hvort sem er ekki að börn smakki hvað sem er, s.s. steina, lauf eða sveppi sem vaxa í garðinum. Við viljum að þau borði við matarborðið það sem við gefum þeim.
Annað varðandi þessa fælni er að það getur vel hugsast að annar eða báðir foreldrar hafi haft sömu fælni. Spurðu bara foreldra þína eða makans. Þetta erfist nefnilega og þú hefur hreinlega enga stjórn á því hvort barnið þitt muni hegða sér svona eður ei.
Þetta er í þeim um leið og þau fæðast.
Að vera matvandur og haldinn nýjafælni er ekki sami hluturinn, en þetta er tengt. Nýjafælni tengd mat er aðallega um það – hræðsla við nýjan mat. Barnið mun hræðast nýjar fæðutegundir og gerir allt til að forðast hann og verður órólegt.
Matvendni er annað og meira sérhæft. Matvant barn mun vera mjög ákveðið hvað það vill borða og hvað ekki. Þau velja hvað þau vilja, en eru ekki hrædd við matinn, þau borða hann ekki af öðrum ástæðum.
Fælni gagnvart mat getur samt orðið til þess að barnið verði matvant. Það skiptir miklu hvernig foreldrarnir bregðast við, börnin geta orðið matvandari eða ekki í framhaldinu.
Það er ýmislegt sem þú þarft að sætta þig við að þú ræður ekki við. Annaðhvort hefur barnið nýjafælni gagnvart mat eða ekki. Þú getur samt gert ýmislegt til að hjálpa barninu.
„Andri er tveggja ára „matvandur“ strákur sem allt í einu er orðinn hræddur við nýjan mat. Í hvert skipti sem matur er framreiddur á annan hátt en hann er vanur eða nýr matur er settur á borðið verður hann alveg brjálaður. Hann grætur og hendir matnum. Hann er virkilega skelkaður. Hann snertir aldrei þann mat sem hann er hræddur við. Plús, þó matur sem hann hefur borðað áður sé ekki borinn fram í nokkrar vikur virðist hann gleyma og heldur að hann sé nýr þannig hann mun ekki borða hann. Í hvert skipti sem Andri er hræddur við nýjan mat og vill ekki borða hann koma foreldrar hans með eitthvað annað á borðið.
Hann fór að neita mat eins og grænmeti. Hann var ekki endilega hræddur við það, en hann skildi matinn alltaf eftir á disknum. Foreldrarnir héldu bara að honum líkaði ekki við grænmeti. Þau fóru að elda sérstaklega ofan í hann. Þau gefa honum mat hvenær sem hann vill, bara til að vera viss um að allavega borði hann eitthvað.
Núna borðar hann bara „krakkamat“ eins og spagettí og tómatsósu, kjúklinganagga og jógúrt með sykri. Foreldrarnir gefa honum ekki mat sem þau vita að hann hræðist. Þau vilja ekki henda mat. Í raun sér hann voða takmarkað af mat í dag. Hann sér bara mat sem honum líður vel í kringum.“
Það kannski byrjaði sem nýjafælni gagnvart mat, en er nú orðin matvendni. Foreldrar hans studdu hann með því að bera aldrei fram mat sem hann vildi ekki eða væri hræddur við.
Ef börn sjá ekki mat reglulega verður maturinn alltaf „nýr.“
Settu matinn á borðið sem þú vilt að barnið borði í framtíðinni.
Mundu aftur að þetta er ættgengt. Það þýðir að þú veist ekkert hvenær barnið mun hætta þessari fælni. Kannski gerist það aldrei. Þú getur samt haft stjórn á umhverfinu og stutt við að þetta verði ekki verra en það þarf að vera.
Ístað þess að ákveða fyrir barnið, eins og fyrir Andra í dæminu hér að ofan, eiga foreldrar ekki að gera ráð fyrir að barnið vilji ekki grænmeti. Þau eiga að halda áfram að bera fram sömu fjölskyldumáltíðirnar og alltaf. Bara passa upp á að hafa eitt með í máltíðinni sem Andri borðar. Hann fær alltaf hádegismat og snarl, og þau reyna að hafa ekki of miklar áhyggjur þó hann borði ekki mikið í kvöldmatnum.
„Núna heldur hann áfram að borða það sama og fjölskyldan. Hann hélt áfram að sjá sama matinn alltaf á borðinu, þannig hann fór að borða mat sem hann hafði áður verið hræddur við. Hann er enn hræddur við sumar nýjar fæðutegundir en foreldrar hans þrýsta ekki á hann að borða og hann hefur lært að halda ró sinni við matarborðið.“
Með þessari aðferð er kannski ekki hægt að útrýma nýjafælninni og barnið kann að halda áfram að vera matvant, en meiri líkur eru á að það vaxi upp úr því með tímanum.
Ef þetta er vandamál á þínu heimili eru hér punktar sem þú getur farið eftir:
- Gott er að búa til matarplan sem endurtekur sig viku eftir viku þannig barnið sjái alltaf sama matinn og hann er ekki „nýr“
- Hafðu alltaf mat með máltíðinni sem barnið borðar örugglega og leyfðu því að borða eins mikið og það vilt
- Gefðu barninu litla skammta til að sóa ekki mat
Það getur verið krefjandi að eiga barn sem hegðar sér á þennan hátt, en það er um að gera að gefast ekki upp og halda alltaf áfram. Barnið reiðir sig á þig til að fá næringuna sem það þarf. Þú getur hjálpað því að nærast og þrífast.
Þú ert að standa þig vel!