Útskýrðu fyrir barninu þínu mat í litum

Jennifer Anderson er sniðug mamma sem hefur þróað leiðir til að fá börn til að borða meira grænmeti. Til þess raðar hún grænmeti og ávöxtum eftir litum og segir okkur hvað á að segja við börn til að fá þau til að innbyrða meiri hollustu.

Appelsínugulur:

Í stað þess að segja: „Þú verður sterk/ur ef þú borðar þetta“

0-4 ára: „Appelsínugulur matur hjálpar þér að sjá betur í myrkri.“

5-6 ára: „Appelsínugulur matur inniheldur eitthvað sem kallast A-vítamín. Við þurfum A-vítamín til að sjá í myrkri.“

7-12 ára: „A-vítamín lætur hjartað, augun, lungun og nýrun starfa rétt. Í appelsínugulum mat  er A-vítamín.“

13+ ára: „Við fáum A-vítamín á marga vegu, appelsínugulur og dökkgrænn matur (beta-karótín) og fæða úr dýraríkinu inniheldur A-vítamín.“

Matur sem inniheldur A-vítamín: Appelsínur þær eru einnig ríkar af C-vítamíni, gulrætur, mangó, sætar kartöflur, eggjarauður, ferskjur

Gulur matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er gott fyrir þig“ segðu:

0-4 ára: “Gulur matur hjálpar líkamanum að laga sár.”

5-6: “Gulur matur inniheldur C-vítamín sem hjálpar líkamanum að gera við sár.”

7-12: “C-vítamín hjálpar okkur að laga okkur og heldur tönnunum í góðu lagi. Vítamínið er að finna í allskonar ávöxtum og grænmeti. Þessvegna viljum við borða ávöxt eða grænmeti í öllum máltíðum.”

13+: “Vel samsett máltíð inniheldur grænmeti og/eða ávöxt. Þau færa okkur C-vítamín. Þegar við fáum ekki C-vítamín getum við orðið veik, tennurnar geta losnað við C-vítamínskort.”

Matur sem inniheldur C-vítamín: Banani, sítróna, gul paprika, ananas.

Rauður matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er gott fyrir þig“ segðu við börn á aldrinum:

0-4 ára: „Rauður matur gerir hjartað þitt sterkara.“

5-6: “Rauður matur inniheldur eitthvað sem heitir lýkópen sem er rautt. Það hjálpar til við að verja hjartað og líkamann í langan tíma.”

7-12: “Lýkópen er andoxunarefni. Andoxar hjálpa til við að verja hjartað, húðina og aðra hluta líkamans. Það gefur matnum þennan rauða lit.”

13+: “Lýkópen er andoxunarefni. Andoxar verja líkamann fyrir geislun og oxandi streitu (fræðast meira um það). Það hjálpar við að verjast krabbameni, hjartavanda og fleiru.”

Matur sem inniheldur lýkópen: Vatnsmelóna, tómatur, nýrnabaunir, rauð paprika.

Grænn matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er hollt“ Segðu:

0-4: “Grænn matur hjálpar þér að verða ekki veik/ur.”

5-6: “Grænn matur berst gegn bakteríum og hefur fullt af öðrum góðum eiginleikum. Þau hjálpa maganum þínum að melta matinn.”

7-12: “Góðgerlar hjálpa til við að melta matinn. Þannig verðum við heilbrigð, verðum í góðu skapi og berjumst við slæmu gerlana. Þessvegna verðum við að borða grænt á hverjum degi.”

13+:”Grænn matur, s.s. allskonar kál og grænmeti inniheldur góðgerla, vítamín og steinefni. Án góðgerlanna höfum við ekki heilbrigða maga- og þarmaflóru. Þá verðum við veik og okkur líður illa.”

Dæmi um um mat: Gúrka, kál, brokkolí, paprika, spínat.

Jennifer Anderson er bloggari og mamma sem heldur úti vefnum Kidseatincolor.com

Klikkaðu á samfélagsmiðla linkana hér fyrir neðan til að fara beint inná síðu Jennifer á Facebook & Instagram.

Pin It on Pinterest

Share This