Útskýrt fyrir leikskólabörnum muninn á því sem þau „þurfa“ og „vilja“
Þegar barn biður um dót eða nammi og mamman segir „nei“ getur stundum hún reiknað með löngu og stundum vandræðalegu kasti. Þó það sé einfalt að skrifa þetta á þrjósku barnsins getur verið dýpri meining á bak við slíkt.
Ein af ástæðunum að barnið virðist bregðast svo ýkt við þegar því er sagt að það geti ekki fengið eitthvað, er því það hefur ekki skilning á muninum á „þörf“ og „löngun,“ eða því sem það langar í og það sem er algerlega bráðnauðsynlegt. Allt sem barnið sér er „nauðsynlegt“ og þar sem þau hafa takmarkaðan skilning á hvernig fjármunir virka geta þau ekki skilið hvers vegna þau geta bara ekki fengið hlutinn.
Eitt sem foreldri getur reynt að gera er að vinna með barninu með því að kenna því hvað sé eitthvað sem barnið vill og hvað sé það sem barnið þarfnast. Þetta getur haft góð áhrif á framtíðarþróun barnsins og skilning þess á hlutum.
Skilningur á löngun og þörf getur komið þegar útskýrt er fyrir barninu hvernig peningar koma til og hvers virði þeir erum. Þegar við kennum börnum muninn á löngun og nauðsyn erum við að kenna þeim hvernig peningar virka. Sem fullorðið fólk eyðum við fyrst í það sem við þurfum til að komast af, svo getum við eytt í það sem okkur langar í. Að innprenta þetta í huga barnsins þegar það er ungt getur bæði komið í veg fyrir misskilning og einnig hefur það góð áhrif á það til framtíðar.
Haltu samræðunum gangandi
Smábörn læra betur þegar þjálfuninni er viðhaldið, ekki bara þegar sest er niður og „messað“ yfir því í stutta stund! Þegar þið eruð í búðinni, talaðu um nauðsyn þess að líkaminn þurfi ávexti og grænmeti, t.d. en sælgæti sé meira það sem barnið vill, eitthvað sem gæti verið fínt að fá stundum, en það þurfi ekki á nammi að halda til að lifa af.
Lestu sögur
Ef þú finnur bækur sem fjalla um málefnið getur það verið stórkostlega hjálplegt.
Vertu fyrirmynd
Börnin okkar drekka í sig þekkingu eins og svampar og stærstu fyrirmyndinar eru þeir sem í kringum þau eru. Þau horfa á mömmu og pabba til að læra um þeirra heim. Þau sjá viðbrögð þeirra og sambönd og nota þau sem viðmið um hvernig þau eiga að hegða sér. Þetta getur hjálpað við að sjá muninn á löngun og nauðsyn. Þó fullorðnir geti að sjálfsögðu tekið sínar eigin ákvarðanir er mikilvægt fyrir barnið að sjá mömmuna „sýna“ muninn – t.d. þegar mamma ákveður að eyða ekki í eitthvað fyrir sig sjálfa getur hún útskýrt fyrir barninu ástæðu þess hún gerði það ekki.
Að læra muninn á nauðsyn og þörf er ekki eitthvað sem gerist yfir nóttu, heldur tekur það margar samræðustundir og leiðbeiningar.
Heimild: Mom.com