Ostur, í hvaða mynd sem er, er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það á einnig við um kartöflur og ég gæti mögulega borðað þær og ost í öll mál. Cheddar ostur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, enda er hann bragðsterkur og bragðbætir nánast alla rétti sem hann er settur í. Þessi kartöfluréttur getur staðið bæði sem meðlæti og einn og sér en hann er svolítið tímafrekur þar sem það þarf að baka kartöflurnar fyrst. Engu að síður er hann mjög ljúffengur, einfaldur og ódýr.

Uppskrift

  • 4 bökunarkartöflur
  • 1 tsk ólívuolía
  • 3 msk smjör
  • ½ bolli grísk jógúrt
  • 3 msk súrmjólk (buttermilk, 1 bolli mjólk og 1msk sítrónusafi)
  • ½ tsk salt
  • ¼ tsk pipar
  • ¾ tsk vorlaukur
  • ½ tsk hvítlauksduft
  • ½ tsk laukduft
  • ½ tsk dill
  • ½ tsk paprikuduft
  • 1 ½ bolli eldað spergilkál
  • 1 bréf beikon (ef vill)
  • 1 bolli Cheddar ostur

Aðferð

Hitið ofninn á 210 gráður og bakið kartöflurnar í 45-60 mínútur.

Leyfið þeim svo að kólna aðeins svo auðveldara sé að meðhöndla þær.

Steikið beikon í ofninum þar til það er stökkt og skerið svo eða klippið í litla bita.

Skerið kartöflurnar í tvennt langsum, og skafið aðeins upp úr þeim en skiljið eftir nóg í hliðunum og á botninum til að þær falli ekki saman.

Bætið smjörinu við innvolsið og búið til kartöflumús.

Bætið svo restinni af innihaldsefnunum saman við en notið aðeins ¾ af ostinum.

Fyllið kartöflurnar af músinni og dreifið afganginum af ostinum yfir og bakið í ca 20-25 mínútur á 180 gráðum eða þar til karftöflurnar eru orðnar heitar í gegn og osturinn er bráðnaður og örlítið farinn að fá gullinn lit.

Berið strax fram með salati (ef á að borða eitt og sér) og ég mæli hiklaust með að notast við sinneps- og graslaukssósu eða hvítlaukssósu til að færa réttinn upp á næsta plan.

Bon apetit!

Karlotta Jónsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This