Einfaldir hollustubitar fyrir sælkera

Einfaldir hollustubitar fyrir sælkera

Einfaldir hollustubitar fyrir sælkera

Mig langaði að deila með ykkur þessari uppskrift að hollustubitum, ég fór að hitta vinkonu um daginn og þá var þessi dásemd á boðstólnum. Ég fékk að sjálfsögðu uppskrift og nesti heim. Ykkur að segja var gotteríið jafnvel betra daginn eftir þegar það var búin að standa sólarhring inní ísskáp. Vinkona mín bar þessa uppskrift  fram í litlu eldfastmóti og bauð uppá þeyttan rjóma með. Þannig er hægt að bera hana fram bæði sem köku eða konfektmola sem er tilvalið að frysta og grípa í þegar hellist yfir mann nammilöngun.

Heilsukonfekt fyrir sælkera

 • 1 bolli sveskjur.
 • 1 bolli döðlur.
 • 1 bolli kókosflögur.
 • 1 poki valhnetur.
 • 1 vel þroskaður banani.
 • 100 gr. 70-85% lífrænt súkkulaði.
 1. Sveskjurnar og döðlurnar eru hitaðar í potti með smá vatni.
 2. Kókosflögurnar og valhneturnar eru létt “steiktar” á pönnu.
 3. Bananinn er stappaður og öllum hráefnunum er blandað saman í skál.
 4. Þar næst er blöndunni hellt í eldfastmót eða búnar til kúlur sem er raðað á ofnplötu.
 5. Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og hellt yfir blönduna, ef þú býrð til kúlur er gott að dýfa þeim í súkkulaðið.
 6. Kælt í ísskáp í ca 20 mínútur.

Njótið!

 

 

Geggjaðir Mocktails fyrir þyrstar mæður!

Geggjaðir Mocktails fyrir þyrstar mæður!

Geggjaðir Mocktails fyrir þyrstar mæður!

Úrvalið yfir vönduðu og spennandi óáfengum drykkjum hefur sjaldan verið jafn mikið. Við höfðum samband við hana Írisi Ann ljósmyndara og eiganda Luna Flórens og Coocoo’s Nest og fengum hana til að gefa okkur uppskriftir af geggjuðum „mocktails” sem hægt er að njóta með góðri samvisku um helgina.
 
„Þessir tveir drykkir eru einfaldir og góðir, eins og áherslan er á Ítalíu – þá er það er hráefnismagnið ekki það sem skiptir máli heldur gæðin, uppskriftin þarf ekki að vera flókin,” segir Íris Ann um þessa drykki.
 
Tveir laufléttir og fallegir drykkir 🍹
 
Óáfengt Prosecco frá Veneto auðvitað gott eitt og sér en einstaklega gott sem Mímósa og bragðast nánast eins og klassíski drykkurinn. Oddbird Prosecco og ferskur appelsínusafi, blanda saman ca 50/50.
 
Óáfengur Spritz með appelsínu- rósmarín líkjör frá Wilfreds blandað í Tonic ( eins og með Gin og Tonic skiptir máli að nota líka gæða Tonic (við mælum með Fever Tree) 1-2 skot af Wilfred blandað í Tonic.
 
„Svo er líka hægt að koma smakka hjá okkur á Luna Flórens og Coocoo’s Nest,” segir Íris að lokum.
 
Sölustaðir: Oddbird – Dimm, Epal, Kjötkompani (Hfj og Granda), Litla Hönnunarbúðin Hfj, Sælkerabúðin Bitruhálsi, Fiskkompaní Ak og Milli fjöru og fjalla Grenivík (auk hótela og veitingastaða). 
Wilfred’s: Krónan (Flatahrauni, Granda, Garðabæ og Lindum) og Fiskkompani Akureyri
 
 
 

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Alma Rut heldur úti síðunum Leikum okkur á Instagram og Facebook. Alma Rut ákvað að prófa að búa til sand fyrir dóttur sína eftir að hún sá hugmyndina á Pinterest, sand úr Cheerios.

Alma varð nefnilega vör við að dóttir hennar var mikið að setja sand og steina upp í sig. Henni fannst þetta stórsniðug hugmynd og ákvað að prufa að búa til sand úr Seríósi, eins og við köllum það á íslensku! Þú tekur bara morgunkornið og setur það í matvinnsluvél og hellir í ílát! Gaman að leika og má borða. Gæti það verið betra?

Svo er líka hægt að hafa Seríósið bara heilt og búa til dýragarð eða frumskóg!

Smellið á hnappana hér að neðan til að fara inn á síður Leikum okkur hjá Ölmu Rut. Margar frábærar hugmyndir fyrir foreldra og börn!

 

Fjórar leiðir til að elda kínóa fyrir börn!

Fjórar leiðir til að elda kínóa fyrir börn!

Fjórar leiðir til að elda kínóa fyrir börn!

Kínóa fyrir börn? Já, heldur betur! Margir foreldrar „festast” í að elda alltaf það sama fyrir börnin sín og eru hræddir um að barnið fái ekki næga næringu. Kínóa er einfalt, hollt og gott og hægt er að bragðbæta það á ýmsan hátt til að gera það meira spennandi fyrir barnið, en það er járnríkt, fullt af trefjum og nauðsynlegum næringarefnum. 

 • Notið maukuð ber (þíðið frosin ber) og smá kókosolíu
 • Maukið avókadó og smá cumin
 • Maukaðir tómatar og hvítlaukur
 • Gufusoðnar sætar kartöflur og kanill⁠
  .⁠

Sykurlaus eplakaka

Sykurlaus eplakaka

Hana Heiðu þarf vart að kynna en við hjá mamman.is höfum verið duglegar að birta girnilegar og hollar uppskriftir frá henni. Að þessu sinni ætlum við að birta uppskrift að girnilegri sykurlausri eplaköku. Heiða er snillingur í að búa til sykurlausar kökur og brauð og það er einstaklega gaman að fylgjast með snappinu hennar, heidifitfarmer. Þar birtir hún alls konar ráð um hollan og góðann lífsstíl. Heiða von á sínu fyrsta barni í maí og við hjá mamman.is höfum fylgst spenntar með meðgönunni.

Heiða heldur úti bloggi á síðunni www.heidiola.is en þar er að finna fjöldann allan af alls konar fróðleik og hollum uppskriftum. Við mælum hiklaust með að kíkja á þá síðu.

Hér er uppskriftin að sykurlausri eplaköku frá Heiðu.

Byrjið á því að hita ofnin upp í 175°c.

 • 1 pakki Kökumix frá Sukrin.
 • 4 stór egg.
 • 2 dl vatn.
 • 1 dl olía eða brætt smjör (ég notaði 50 gr brætt smjör og fyllti uppí með olíu).

Ofan á kökuna:

 • 4 epli (ég notaði græn epli)
 • 2msk Sukrin gold
 • 1tsk kanill

Blandið saman öllum hráefnum nema eplum í skál og bætið við kökumixinu frá Sukrin. Hrærið vel saman eða þar til deigið er laust við alla kjekki. Setjið í bökunarform. Flysjið eplin og skerið í sneiðar. Raðið yfir kökudeigið og stráið svo blöndu af 2 msk Sukrin Gold og 1 tsk kanil yfir eplin. Bakið í miðjum ofni í ca. 30 mín.

Best að bera eplakökuna fram heita með þeyttum rjóma eða ís. Ég gerði mína að degi til og fór svo með hana sem dessert í matarboð um kvöldið. Ég hitaði hana bara aðeins upp í ofninum áður en ég bar hana fram.

Mæli einnig með að prófa þessa útgáfu af eplaköku með sukrin í stað sykurs.

http://sukrin.com/is/recipes/applecake/

Auður Eva

Dásamlegt túnfiskpasta á 15 mínútum

Dásamlegt túnfiskpasta á 15 mínútum

Mér finnst fátt skemmtilegra en að dúlla mér í eldhúsinu enda mikil áhugamanneskja um að elda og borða góðan mat. Ekki er alltaf mikill tími sem gefst í eitthvað dúll svo þegar ég er að flýta mér þá hendi ég í þetta pasta.  Það er ekki bara hollt heldur einnig alveg stórkostlega gott! Þessi uppskrift kemur úr minni eigin smiðju og ætla ég að deila henni hér með ykkur:

 • Pasta að eigin vali t.d. skrúfur eða slaufur.
 • 2 dósir túnfiskur í vatni.
 • Ferskur blaðlaukur, eftir smekk.
 • Spínat (1/4 poki) eða klettasaltsblanda (1/2 poki).
 • Kirsuberjatómatar, hálft box.
 • Gúrka, ég nota sirka 1/3.
 • Sólþurrkaðir tómatar (sirka 5-6 stk).
 • Rauð paprika, sirka hálf.
 • Avakadó.
 • Ólívuolía, 2 msk.
 • Salt og pipar, eftir smekk.

Pastað eldað samkvæmt leiðbeiningum. Á meðan pastað sýður þá blanda ég öllu hráefninu saman. Þessi uppskrift dugir auðveldlega fyrir 2-3 manneskjur. Ég tek innan úr gúrkunni til þess að salatið verði ekki of blautt og sker grænmetið frekar smátt. Helli síðan smá ólívuolíu yfir þegar allt hráefnið er komið í skálina. Krydda að lokum með smá sjávarsalti og grófum pipar og blanda vel saman. Þegar pastað er tilbúið þá set ég það í sigti og kæli með köldu vatni.

Þá er bara að setja pasta á disk, skella salatinu yfir og njóta!

Elsa Kristinsdóttir 

Pin It on Pinterest