Ég elska góð bananabrauð og hafði prófað ótalmargar uppskriftir þar til ég rakst á þessa, á Gulur, rauður, grænn & salt, þá þurfti ég ekki að leita lengra. Allir á heimilinu elska þegar ég baka þetta brauð og er nánast rifist um hver fær mest. Ég reyni að henda sem minnstu og skelli alltaf í þetta brauð þegar ég á nokkra banana sem eru farnir að dökkna.
- 1 egg
- 1 dl púðursykur
- 3 bananar, vel þroskaðir
- 5 dl hveiti
- 1/2-3/4 tsk salt (ég nota smá klípu af grófu sjávarsalti)
- 1/2 tsk matarsódi
- 1/2 tsk lyftiduft
Þar sem ég á ekki hrærivél þá set ég egg og púðursykur í blandara og hræri þar til blandan er létt og ljós (sirka 3-4). Því næst set ég bananana út í og hræri í nokkrar sekúndur. Set þurrefnin í skál og blanda þeim varlega saman við hin hráefnin með sleif. Set svo deigið í sílíkon brauðform og baka í ofni við 190°c í 40 mínútur.
Borðist heitt úr ofninum með nógu af smjöri.
Njótið <3
Elsa Kristinsdóttir