Þann 6. október hóf Lindex sölu á Bleiku línunni þar sem 10 % af sölu hennar rennur til styrktar baráttunni við brjóstakrabbamein.
Á síðustu árum hefur Lindex unnið með alþjóðlegum hönnuðum s.s. Missoni, Matthew Williamsson og Jean Paul Gaultier, en nú í ár er það hönnunarteymi Lindex sem er ábyrgt fyrir línunni sem hefur fengið heitið Bleika línan.
“Við báðum hönnuði okkar að hanna línuna í ár og útkoman var Bleika línan – nútímaleg, kvenleg og frumleg lína með vandlega völdum flíkum og fylgihlutum í spennandi litapallettu. Það er frábær tilfinning að leggja sitt af mörkum við baráttuna við brjóstakrabbamein með okkar eigin hönnuðum þetta árið”, segir Annika Hedin, yfirhönnuður Lindex.
Nú þegar hafa safnast um 5 milljónir til baráttunnar en 10% af andvirði sölu línunnar gengur beint til baráttu Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini.
Bleika línan samanstendur af 19 mjúkum, prjónuðum og ofnum flíkum og fylgihlutum í litapallettu haustsins, allt frá djúpum burgundy lit í fölbleikan. Bleika armbandið mun einnig vera hluti af línunni en allur ágóði af sölu þess rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Armbandið sem er framleitt úr leðri og málmi er framleitt í Svíþjóð með umhverfisvænum hætti.
Nú þegar hefur Lindex á Íslandi, í krafti viðskiptavina sinna, safnað um fimm milljónum króna til styrktar baráttunni og er þetta nú fimmta árið í röð sem félagið veitir baráttunni lið. Styrkurinn mun í heild sinni renna til Krabbameinsfélags Íslands en auk þess að selja Bleiku línuna mun Lindex á Íslandi einnig selja Bleiku slaufuna í öllum sínum verslunum.
Buxur: 9995,- Húfa: 2795,- Leðurhanskar: 8995,- Sokkar: 893,- Kjóll: 9995,- Bleika armbandið: 1915,- Hálsmen: 2995,- Armband: 1095;- Taska: 6995,-