Verandi móðir þriggja drengja þá veit ég hvað strákar geta verið miklir “fataböðlar”! Oftar en ekki hafa mínir drengir komið heim eftir leik í götóttum buxum, rennandi blautir og skítugir upp fyrir haus. Þess vegna geri ég þær kröfur að þegar ég kaupi fatnað á þá að þá þarf hann að vera slitsterkur, duga lengur en nokkrar vikur og henta vel fyrir börn í leik. Eins er það staðreynd að á Íslandi er allra veðra von og þurfa börn að eiga góðar og slitsterkar utanyfir flíkur sem heldur þeim heitum og þurrum fyrir veðri og vind. Bjartur og sólríkur sumardagur getur oft breyst á örstundu og þá er gott að eiga góðann fatnað.

Bleyta er frábær vind- og regnfatalína frá ZO-ON fyrir krakka á öllum aldri. Línan samanstendur af buxum og jakka, efnið er fóðrað, vatns- og vindhelt, andar og allir saumar eru límdir. 

Ég prófaði þessa línu fyrir litla gaurinn minn sem er að verða þriggja ára í haust. Hann elskar ekkert meira en bíla og þar af leiðandi skríður hann um allar trissur á hnjánum í bílaleik. Hann hoppar líka í alla polla sem verða á vegi hans og það má eiginlega segja að hann gangi ekki um heldur hleypur hann allt sem hann þarf að komast! Hann er mjög aktívur og öflugur drengur. Ég var því mjög spennt fyrir því að prófa þessa fatalínu frá ZO-ON og dró Krissý ljósmyndara með okkur út að leika.

Ég tók strax eftir því að fatnaðurinn var ekki hamlandi fyrir hann á nokkurn hátt, hann átti auðvelt með að hlaupa um og auðvitað prófuðum við að sulla og hoppa í litlum læk sem við fundum og hann blotnaði ekkert. Eins varð hann ekki sveittur innan undir fatnaðinum þrátt fyrir að hafa hlaupið um allt, sem þýðir að efnið andar mjög vel. Jakkanir koma í þremur fallegum litum og buxurnar koma í svörtu. Ég mæli með því að kíkja á þessa fallegu línu frá ZO-ON fyrir alla krakka sem elska að busla, hoppa og leika sér! Ekki skemmir að verðlagið hjá ZO-ON er mjög gott.

Þessi færsla var unnin í samstarfi við ZO-ON og Krissý ljósmyndara.

 

www.zo-on.is

www.krissy.is

Auður Eva Ásberg 

 

Pin It on Pinterest

Share This