Falleg og vönduð förðun getur gert algjöra töfra en það skiptir gríðarlega miklu máli að nota ekki bara einhverjar vörur. Þess vegna mæli ég með að konur gefi sér góðan tíma þegar kemur að vali á förðunarvörum og fái faglega aðstoð til þess að kaupa það sem hentar hverri og einni.

Frænka mín varð fimmtug í desember síðastliðinn og fékk mig til þess að gera sig fína fyrir afmælisveisluna. Ég notaði góðan fljótandi farða, laust púður og matta augnskugga í jarðarlitum en ég setti smá highlighter í augnkrókana.

 

Hér koma nokkur förðunartips fyrir konur 50 ára og eldri.

  1. Ekki nota fast púður eða “kökumeik”, veldu þér fallegan, léttan og fljótandi farða sem hentar þinni húðgerð. Gott er að setja örlítið laust púður yfir með bursta til að fá fallegri áferð. Fastur farði sest í hrukkur og línur og gerir þær meira áberandi. Gott er að setja primer undir farðann til þess að fá sléttari og mýkri áferð.
  2.  Bleikur mattur kinnalitur getur gert algjört kraftaverk sé hann notaður rétt. Veldu þér fallegan bleikan kinnalit og settu hann á eplin í kinnunum, og passaðu að blanda vel yfir skilin. Réttur kinnalitur getur látið þig líta út fyrir að vera mun yngri, ég mæli með að nota ekki rauðann þar sem hann getur látið mann líta út fyrir að vera eldri.
  3.  Veldu þér svartann maskara en ekki brúnann! Eldri konur ættu að velja sér maskara  sem þykkir augnhárin og ég mæli með svörtum til þess að ná meiri dýpt. Til að fá meiri dýpt í augun þá er mjög flott að setja svartann blýant inn í efri augnlínuna, augnhárin virka mun þykkari sé það gert.
  4.  Notaðu matta augnskugga en ekki sanseraða! Mattir augnskuggar láta þig líta út fyrir að vera mun yngri. Sanseraðir augnskuggar gera fínar línur og hrukkur mun meira áberandi og ef þú ert komin með smá augnpoka þá verða þeir miklu meira áberandi sértu að nota sanseraða augnskugga. Ég mæli einnig með að nota frekar augnskugga þegar þú setur á þig eyeliner þar sem fljótandi eyeliner getur látið þig líta út fyrir að vera eldri.
  5.  Notaðu bjartan varalit! Ekki nota sanseraðan eða litlausan varalit, stígðu út fyrir þægindaramman og veldu þér fallegan bjartan lit. Fallegur bleikur litur gerir mjög mikið fyrir konur sem eru komnar yfir fimmtugt. Fyrir þær sem þora þá er fallegur rauður litur líka algjörlega málið!

Svo er um að gera að vera dugleg að prufa sig áfram og gera eitthvað nýtt. Fyrir þær sem eru komnar lengra í förðun þá eru blautar snyrtivörur algjörlega málið en séu þær notaðar vitlaust þá geta þær líka verið algjör hryllingur. Til eru endalaus video á Youtube til að gera fallegar farðanir svo ef þú átt lausa stund þá er um að gera að æfa sig.

Elsa Kristinsdóttir

 

 

Pin It on Pinterest

Share This