„No makeup makeup”, hið náttúrulega lúkk!

„No makeup makeup”, hið náttúrulega lúkk!

„No makeup makeup”, hið náttúrulega lúkk!

„Hvernig er hægt að farða sig án þess að það sé mjög sjáanlegt?” gæti líklega einhver spurt sig. Jú, það er hægt, en það er kúnst! No makeup, makeup væri kannski þýtt yfir á íslensku sem „farði án farða”, en það er sko aldeilis ekki rétt! Það væri kannski öllu nær að segja „förðun án sjáanleika”….eða eitthvað í þeim dúr. Við skulum bara halda okkur við enskuna og sletta aðeins og kalla þetta einfaldlega „no makeup, makeup”!

En hvað er no makeup, makeup ef í því eru notaðar förðunarvörur? Jú, það er lúkk sem gengur út á að undirstrika náttúrulega fegurð viðkomandi. Í því lúkki eru kannski engin sérleg boð eða bönn annað en að til þess það geti kallast no makeup, makeup þarftu að ná að draga fram alla fallegu eiginleikana þína með förðunarvörum án þess að förðunin sé áberandi! Hljómar einfalt…en er samt alveg pínu flókið!

Við ætlum hér að gefa nokkur góð ráð hvernig gott er að gera no makeup, makeup.

Notaðu léttan farða

Notaðu farða sem er léttur og hylur án þess að veita mikla þekju. Það gengur alls ekki að vera með of þykkt lag af farða til að ná þessu lúkki. Okkur finnst t.d. Face and Body farðinn frá MAC mjög góður í NMM eða Shiseido farðinn Synchro Skin Self Refreshing sem er einn af okkar uppáhalds, hann er einstaklega léttur og heldur sér vel yfir daginn. Hann hefur einnig sólarvörn númer 30. Shiseido Synchro skin númer 1.

Notaðu náttúrulega augnskugga

Gott er að hafa skyggingu sem er neutral, beige, brúna tóna sem gefa létta skyggingu.

Mjög vinsælir augnskuggar í no makeup makeup eru kremaugnskugganir Paint Pot frá MAC sem heita „Groundwork” og „Painterly”. Groundwork frá MAC númer 2.

Notaðu létta skyggingu

Það er algjör nauðsyn að skyggja kinnbein og ofan á enni ef ennið er hátt. Því þú vilt alls ekki virka „flöt” í framan. Notaðu sólarpúður eða kremskyggingu til að draga fram falleg kinn- og kjálkabein. Okkar allra uppáhalds um þessar mundir er Chanel kremsólarpúður og stiftið “Glow 2 Go” frá Clarins númer 02. Glow 2 Go stiftið frá Clarins er algjört möst í makeup-kittið, það er hægt að nota það í augnskyggingu, kinnalit, á varir og skyggingu á kinnbein. Clarins Glow 2 go er númer 3.

Náttúrulegar varir með ljósum gloss eða varalit

Glossinn getur þú notað á varirnar, á kinnbeinin og á augnlokin til að fá geggjaðan ljóma. Því þegar leitast er eftir náttúrulegu makeup-i viltu ná fram fallegum æskuljóma! Þú getur líka notað mildan varalit til að ramma inn fallegar varir. Clarins varagloss númer 4.

Fáðu þér gott rakasprey og svo er bara sprey, sprey, sprey on!

Gott rakasprey gerir gæfumun, ef þig langar að ná fram virkilega fallegu náttúrulegu lúkki er æðislegt að eiga gott rakasprey. Það er líka svo þægilegt og frískandi að spreyja framan í sig góðum raka. Hressir, kætir og bætir þreytta húð! 

Nip Fab C-vítamín mistið er einstaklega frískandi og fyrir þær sem fíla góðan sítrusilm er þessi algjört möst í töskuna. Nip Fab C-vítamín sprey númer 5.

Maskari er val!

Það er alls ekki nauðsynlegt að nota maskara í no makeup, makeup en það er algjörlega undir þér komið. Sumir kjósa maskara alltaf, aðrir eru með dökk augnhár og þurfa bara að bretta þau upp með augnhárabrettara og þá er það komið, VOILÁ! 

Ef þú kýst maskara er gott að hafa léttan maskara, alls ekki velja maskara sem þykkir eða lengir augnhárin því þá ertu búin að missa náttúrulega lúkkið. Eins er hægt að nota dökka skyggingu við efri augnháralínu og ramma þannig inn augnumgjörðina án þess að það líti út eins og eyeliner.

Að okkar mati er maskarinn frá Helenu Rubenstein frábær til að ná fram náttúrulegu maskaralúkki. Hann heitir Lash CC og kemur í túpu, einn sá besti fyrir þær sem vilja halda náttúrulegu lúkki augnhára dags daglega. Helena Rubenstein maskari er númer 6.

Þessi færsla er ekki kostuð. Höfundur færslunnar er nemandi í Make-up studio Hörpu Kára.

Heiðdís Halla: „Helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu“

Heiðdís Halla: „Helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu“

Heiðdís Halla: „Helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu“

Heiðdís Halla rekur hönnunarfyrirtæki á Egilsstöðum og heldur úti vefsíðunni www.artless.is þar sem hún selur sína fallegu hönnun. Mamman var að skrolla á Instagram, eins og svo oft áður, í leit að skemmtilegum viðmælendum þegar hún rakst á reikninginn hennar Heiðdísar Höllu. Við fengum að senda á hana nokkrar spurningar og hér situr hún fyrir svörum. 

Hver er Heiðdís Halla?

„Ég er helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu. Ég er fljótfær með fullkomnunaráráttu. Mamma segir að ég sé „fegurðarsjúklingur”, það er líklega rétt hjá henni. Ég trúi því að maður eigi að gera það sem mann langar, fylgja hjartanu, það gerir það enginn fyrir mann þó svo gott fólk geti stutt mann áfram,” segir Heiðdís og heldur áfram.

„Ég er uppalin á Egilsstöðum, farin að heiman sextán ára með fiðrildi í maganum. Hef búið síðan á Akureyri, í París, Kaupmannahöfn, Reykjavík, og er nýlega flutt aftur heim í faðm fjölskyldunnar á Egilsstöðum og verð hér þangað til annað kemur í ljós.

Ég hef tekið að mér allskonar verkefni og hef unnið á mörgum stöðum. Flugfreyja, þjónustufulltrúi í banka, hótelstýra, ræstitæknir, afgreiðsludama í sjoppu og verslunarstjóri í tískubúð, kennari svo eitthvað sé nefnt. En ég er með stúdentspróf af málabraut Menntaskólans á Akureyri, með BA próf í frönsku og diplóma í kennslufræði. Ég elska að kenna. Ég er líka menntaður grafískur hönnuður. Ástríða mín er að skapa og hanna. Ég held að minn kaótíski lífstíll og stefna hafi gefið mér skilning og næmni á alls konar fyrirbæri og fólk sem nýtist mér í minni sköpun,” segir Heiðdís. 

„Í dag rek ég mitt eigið hönnunarfyrirtæki á Egilsstöðum og vefverslunina www.artless.is þar sem ég sel mína eigin hönnun.“

Segðu okkur frá artless:

„artless er vörumerkið mitt. Ég valdi nafnið þegar ég ákvað að opna vefverslun með minni eign hönnun. Mig langaði að skapa eigið nafn/vörumerki án þess að hafa eiginnafnið mitt á öllu og á bak við allt. Ég er með fullt af hugmyndum um hvert ég vil fara með vefverslunina og ætla mér að þróa hana áfram.

Mér fannst enska orðið artless ná vel utan um vörumerkið og  hönnun mína. Artless þýðir í raun; laus við tilgerð, einfalt, náttúrulegt en það getur líka þýtt laust við list og mér finnst það kallast skemmtilega á við að ég vinn flest mín verk í tölvu.“

Þegar Heiðdís Halla byrjaði í myndlistarskólanum á Akureyri var hún fyrst skráð í fagurlistadeild en fann fljótlega að önnur deild heillaði hana meira: „Ég byrjaði í fagurlistadeild en eftir einhverja mánuði fann ég mjög sterkt að ég var ekki endilega á réttum stað og fékk að skipta yfir í grafíska hönnun sem ég er mjög þakklát fyrir. Ég fann það strax að ég hafði breytt rétt og hef alltaf verið sátt við að hafa skipt milli deilda. En það er svolítið undarlegt að í grafískri hönnun leitast ég mest í að skapa list, og nálgun mín er líklega blönduð nálgun af grafík og list.”


Ljósmynd/Sigga Ella

Heiðdís Halla opnaði artless.is á afmælisdaginn sinn, 4. september 2020, svo vefverslunin er ekki orðin ársgömul: „Móttökurnar hafa farið fram úr mínum björtustu vonum og gefið mér byr undir báða vængi til að halda áfram að skapa, hlusta á innsæið og framkvæma. Maður á að framkvæma ef mann langar til þess. Maður þarf að bera virðingu fyrir ferlinu og leyfa hlutunum að þróast. Ég er rosalega óþolinmóð og ég vil alltaf gera allt strax en ég er orðin betri í að muna að góðir hlutir gerast hægt. Ég er með margar hugmyndir og mörg járn í eldinum en ætla að leyfa mér að hafa tímalínuna á mínum forsendum þar sem ég sé um allt sjálf innan fyrirtækisins, nema að ég er reyndar með bókara í vinnu sem sér um pappírana, annars væri allt í rugli,” segir Heiðdís Halla og hlær.

Hvað veitir þér innblástur í þinni hönnun?

“Ég held að ég sé alltaf að leita að innblæstri og ég horfi og pæli mikið í litum og litasametningum. Ég tek myndir af áhugaverðum litasamsetningum, fjöllum og því sem vekur áhuga minn hverju sinni og styðst oft við þær myndir ef mig vantar kraft eða innblástur. Ég les mikið af hönnunarblöðum og skoða hönnunarsíður á netinu og er voða mikið með hausinn stilltan á innblásturs- og hugmyndaleit alla daga. Ég elska líka að keyra ein. Bara keyra og horfa. Þá koma oft hugmyndirnar bara sjálfkrafa til mín.”

Upplifir þú það hamlandi eða styrkjandi að koma hönnun þinni og verkum á framfæri búandi í litlu bæjarfélagi út á landi?

„Þetta er frábær spurning. Nefnilega bæði! Það er klárlega jákvæðni og kraftur sem ég fæ frá fólkinu í kringum mig hér úti á landi og fólk er mjög reiðubúið til að aðstoða og styðja mig og ég er mjög þakklát fyrir það. Ég vil líka nýta þá þjónustu sem er í boði á svæðinu við framleiðslu á vörunum þá er ég að  hugsa um vistsporið sem framleiðslunni og flutningunum fylgir og um að styrkja atvinnulífið á svæðinu,“ segir Heiðdís Halla.

„En það er nú bara þannig að ég fæ ekki næstum því allt sem mig vantar hér. Hvorki þjónustu né hráefni og því þarf ég að sækja margt til Reykjavíkur eða Akureyrar. Það er líka mjög dýrt að fá hluti senda og þegar ég kaupi textíl, plakathólka, sérstakan pappír, prentun á ál og allskonar þjónustu. Kostnaðurinn er alltaf miklu hærri út af flutningskostnaði sem hægt væri að sleppa við ef ég byggi í Reykjavík. Það munar helling. Þar að auki get ég ekki skotist með pakkana sjálf í heimkeyrslu í borginni, en þangað fara langflestar vörurnar, allt fer með póstinum suður. Stundum þarf ég líka að leggja allt mitt traust á einhvern í símanum sem segir mér hvernig eitthvað muni koma út eða muni virka og svo vona ég bara það besta, það getur líka verið dýrt spaug þó það gangi líka oft upp. Ég þarf að vera þolinmóð og anda því hlutirnir taka bara hreinlega lengri tíma vegna alls konar flækjustiga. En ég er orðin sjóuð í að gera lista og gjörnýti allar mínar ferðir til að skoða og ná í það sem mig vantar. Þannig að þessi frábæra spurning er með allskonar svör. Ég gæti eflaust framkvæmt hraðar og meira ef ég byggi enn í borginni. Það þýðir ekkert að hugsa bara um það og gera ekkert. Maður nýtir það sem maður hefur og nær í hitt, þó það taki lengri tíma og sé dýrara, þá er það bara það sem þarf að gera til að framkvæma það sem mann langar til!” segir Heiðdís Halla að lokum.

Ljósmyndir Auðunn Nilsson og í einkaeigu.

Smellið á hnappana að neðan til að skoða Facebook- og Instagramsíður Artless.

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Hulan er heildverslun sem flytur inn einstaklega falleg barnaleikföng og húsgögn. Á bak við Huluna stendur hún Elva Kristín Arnardóttir sem finnst mjög mikilvægt að þær vörur sem hún flytur inn séu það fallegar að þær passi jafnt sem fallegur fylgihlutur inn í stofu sem og leikfang í barnaherbergið. Elva leggur mikið uppúr góðri og persónulegri þjónustu og ber svo sannarlega með sér góðan þokka þegar hún tók vel á móti blaðakonu Mamman.is sem hitti hana á fallegu heimili hennar í Úlfarsárdal í létt spjall.

-Segðu okkur aðeins frá fyrirtækinu þínu.

Hulan.is var stofnað 2008. Ég kom síðan inn í fyrirtækið árið 2018. Á bak við Huluna er Skjaldbaka ehf sem er heildverslun og er með umboð fyrir öll okkar vörumerki á Íslandi. Vörurnar seljum við síðan víðs vegar um allt land. Hulan.is er síðan netverslun sem við rekum þar sem er að finna allar okkar fallegu vörur. Einnig eru sérvaldar vörur þar inni sem fást einungis inn á Hulunni” segir Elva.

“Ég legg mikið upp úr góðri og persónulegri  þjónustu. Kúnnarnir mínir eiga stóran sess í hjarta mínu hvort um sé að ræða Hulu kúnnar eða eigendur og starfsfólk í búðunum” bætir Elva við.

-Segðu okkur aðeins frá vörunum ykkar?

Ég myndi segja að vörurnar eigi það allar sameiginlegt að vera alveg gríðarlega fallegar. Mér finnst mjög mikilvægt að vörurnar séu það fallegar að þig langi mest til að hafa þær upp í hillu inn í stofu hjá þér og einnig finnst mér skipta mjög miklu máli úr hverju þær eru gerðar” segir Elva og hlær.

En á hún Elva sér eitthvað uppáhalds merki af þeim vörum sem hún er að flytja inn?

Nei ég get alls ekki valið, er svo ánægð með öll þau merki sem fylgdu heildsölunni á sínum tíma og þau merki sem ég er búin að bæta við svo er ég að sjálfsögðu alltaf með augun opin fyrir nýjungum” segir Elva glöð í bragði.

Elva er gift og á tvö börn með manninum sínum, þau Agnesi Bríet 3 ára og Mikael Mána 9 ára. Elva er sjálf fædd og uppalin austur á Vopnafirði og fluttist til Reykjavíkur 19 ára og hefur verið búsett í Reykjavík síðan þá, fyrir utan stuttan tíma sem hún og maðurinn hennar bjuggu í Prag. En hvað finnst fjölskyldunni skemmtilegast að gera saman?

Við höfum verið mjög dugleg að ferðast og við elskum að vera við ána að veiða, segir Elva og bætir við. “Sumar og sól er bara alltaf best og ef ég ætti að nefna einn stað sem uppáhaldstað fjölskyldunnar þá er Florída efst á lista. En annars eigum við líka eftir að prufa nokkur lönd sem heilla okkur.” Aðspurð segir hún fjölskylduna sakna þess að ferðast utanlands. “Já svo sannarlega söknum við þess, enda hugsa ég að við nýtum fyrsta tækifæri sem gefst til að skella okkur út í smá frí”segir Elva að lokum hlæjandi.

Hér fyrir neðan má sjá fallegar myndir af tréleikföngum og kökudiskum sem fást í vefverslun Hulunnar. Einnig er að finna samfélagsmiðlahnappa beint inná Facebook & Instagram hjá Hulan.is neðst á síðunni.

Fimm förðunartips fyrir konur 50 ára og eldri

Fimm förðunartips fyrir konur 50 ára og eldri

Falleg og vönduð förðun getur gert algjöra töfra en það skiptir gríðarlega miklu máli að nota ekki bara einhverjar vörur. Þess vegna mæli ég með að konur gefi sér góðan tíma þegar kemur að vali á förðunarvörum og fái faglega aðstoð til þess að kaupa það sem hentar hverri og einni.

Frænka mín varð fimmtug í desember síðastliðinn og fékk mig til þess að gera sig fína fyrir afmælisveisluna. Ég notaði góðan fljótandi farða, laust púður og matta augnskugga í jarðarlitum en ég setti smá highlighter í augnkrókana.

 

Hér koma nokkur förðunartips fyrir konur 50 ára og eldri.

  1. Ekki nota fast púður eða “kökumeik”, veldu þér fallegan, léttan og fljótandi farða sem hentar þinni húðgerð. Gott er að setja örlítið laust púður yfir með bursta til að fá fallegri áferð. Fastur farði sest í hrukkur og línur og gerir þær meira áberandi. Gott er að setja primer undir farðann til þess að fá sléttari og mýkri áferð.
  2.  Bleikur mattur kinnalitur getur gert algjört kraftaverk sé hann notaður rétt. Veldu þér fallegan bleikan kinnalit og settu hann á eplin í kinnunum, og passaðu að blanda vel yfir skilin. Réttur kinnalitur getur látið þig líta út fyrir að vera mun yngri, ég mæli með að nota ekki rauðann þar sem hann getur látið mann líta út fyrir að vera eldri.
  3.  Veldu þér svartann maskara en ekki brúnann! Eldri konur ættu að velja sér maskara  sem þykkir augnhárin og ég mæli með svörtum til þess að ná meiri dýpt. Til að fá meiri dýpt í augun þá er mjög flott að setja svartann blýant inn í efri augnlínuna, augnhárin virka mun þykkari sé það gert.
  4.  Notaðu matta augnskugga en ekki sanseraða! Mattir augnskuggar láta þig líta út fyrir að vera mun yngri. Sanseraðir augnskuggar gera fínar línur og hrukkur mun meira áberandi og ef þú ert komin með smá augnpoka þá verða þeir miklu meira áberandi sértu að nota sanseraða augnskugga. Ég mæli einnig með að nota frekar augnskugga þegar þú setur á þig eyeliner þar sem fljótandi eyeliner getur látið þig líta út fyrir að vera eldri.
  5.  Notaðu bjartan varalit! Ekki nota sanseraðan eða litlausan varalit, stígðu út fyrir þægindaramman og veldu þér fallegan bjartan lit. Fallegur bleikur litur gerir mjög mikið fyrir konur sem eru komnar yfir fimmtugt. Fyrir þær sem þora þá er fallegur rauður litur líka algjörlega málið!

Svo er um að gera að vera dugleg að prufa sig áfram og gera eitthvað nýtt. Fyrir þær sem eru komnar lengra í förðun þá eru blautar snyrtivörur algjörlega málið en séu þær notaðar vitlaust þá geta þær líka verið algjör hryllingur. Til eru endalaus video á Youtube til að gera fallegar farðanir svo ef þú átt lausa stund þá er um að gera að æfa sig.

Elsa Kristinsdóttir

 

 

Jólaborðið

Jólaborðið

Nú þegar jólaundirbúningurinn er að fara á fullt, ilmurinn af smákökum og greni liggur yfir heimilum landsmanna og börnin iða í skinninu af spenningi er eitt sem gleymist stundum þangað til á síðustu stundu en það er hvernig við ætlum að leggja á fallegt jólaborð.

Það er ekkert yndislegra en að setjast niður saman á aðfangadagskvöld yfir dýrindis jólasteik með fallega skreytt borð. Oftast er einfaldleikinn fallegastur og um að gera að láta matinn njóta sín á borðinu.

Auðvelt er að skreyta borðið með fallegum dúk og svo er auðvitað mikilvægt að nota fallegt matarstell og glös. Flest lumum við á sparistelli sem stundum gleymist inní skáp og það er sko ekkert betra tilefni en jólin til að nýta það og ekki má gleyma tauservíettunum.

Um er að gera að klippa niður greni eða aðrar greinar og nota til skrauts og nota fallegan flauelsborða til að binda saman hnífapörin eða jafnvel eitthvað grófara band. Auðvelt er að láta börnin hjálpa sér við að klippa út litlar stjörnur úr pappír eða búa til merkispjöld sem hægt er svo að skrifa nöfnin á. 

Einnig má oft finna eitthvað nothæft heimafyrir til að skreyta með eins og kanillengjur, jólakúlur, perlur, köngla, fallegar piparkökur og svo má ekki gleyma punktinum yfir i-ið, kerti.

Gleðilega hátíð!

Slit á meðgöngu

Slit á meðgöngu

Í olíunni er að finna rósmarín og mintu sem róa erta húð. Þessi olía eykur teygjanleika húðarinnar og minnkar þannig líkurnar á sliti á meðgöngu.
Í olíunni er að finna rósmarín og mintu sem róa erta húð. Þessi olía eykur teygjanleika húðarinnar og minnkar þannig líkurnar á sliti á meðgöngu.

Þó svo að slit séu bara falleg minning um það að þú hafir borið það dýrmætasta sem þú átt í níu mánuði þá vilja flestar konur koma í veg fyrir að slitna á meðgöngu. Slit geta komið af mörgum ástæðum, hormónar eru eitt, svo spilar líka teygjanleiki húðar inn í og eins er meiri hætta á sliti ef húðin er þurr og vannærð. En vatnsdrykkja er alltaf mikilvæg og við megum ekki vanmeta það. Eins eru olíur til inntöku mjög mikilvægar og omega olíur eru einstaklega nærandi fyrir húðina. Ekki henta samt allar vörur óléttum konum og sumar vörur geta innihaldið efni sem eru ekki heppileg á meðgöngu.

Clarins hefur um árabil boðið upp á vörur sem eru sérstaklega ætlaðar til notkunar á meðgöngu. Um er að ræða olíu sem er 100% náttúruleg og innheldur meðal annars heslihnetur sem eru einstaklega rakagefandi. Einnig er að finna í henni rósmarín og mintu sem róa erta húð. Þessi olía eykur teygjanleika húðarinnar og minnkar þannig líkurnar á sliti á meðgöngu. Það er líka gott að nota hana eftir barnsburð til að hjálpa húðinni að komast í sitt fyrra horf. Sjálf hef ég reynslu af þessari olíu því ég notaði hana á öllum mínum þremur meðgöngum og ég slitnaði ekki neitt. Fyrsta meðgangan mín var árið 2000, önnur 2005 og sú síðasta 2014 svo þessi olía er ekki ný af nálinni. Það hvarflaði því ekki að mér annað en að kaupa olíuna aftur og aftur. Lyktin getur verið sterk til að byrja með en ilmurinn af rósmarín og mintu finnst vel. Það truflaði mig aðeins fyrstu vikurnar þegar ógleðin var sem mest, því ég byrjaði að bera á mig olíuna um leið og ég fékk tvö strik á þungurnarprófinu. Á meðan ég tókst á við morgunógleði truflaði lykt mig mikið þannig að það er lítið að marka en þegar ég var komin yfir það tímabil þá fannst mér lyktin bara frískandi og góð.

Ljósmynd: Krissý

Pin It on Pinterest