Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, alltaf kölluð Heiða, starfar sem einkaþjálfari í World Class Laugum. Heiða er einnig með síðuna www.heidiola.is en þar er að finna skemmtilegan fróðleik og uppskriftir sem tengjast góðu og heilsusamlegu líferni. Við hjá mömmunni fengum Heiðu til að gefa okkur uppskrift af girnilegum og hollum haframúffum sem hægt er að skipta út fyrir hafragrautinn á morgnana og smyrja með íslensku smjöri eða jafnvel sykurlausu Nutella á tyllidögum.

heidiola

“Þessar múffur eru mjög einfaldar og hægt er að nota í þær það sem manni dettur í hug. Grunnurinn er haframjöl, egg og bananar og svo er hægt að leika sér með hitt. Hér er ein af mörgum útfærslum,” segir Heiða

 • 4 bollar haframjöl (hægt að nota glúteinlausa hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
 • 2 bananar (betra að þeir séu þroskaðir)
 • 4 egg
 • 1 kúfuð msk grísk jógúrt (má nota hreina jógúrt eða súrmjólk)
 • 1 dl kókosmjöl (má sleppa)
 • 5 dropar kókos stevia dropar (má sleppa)
 • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • smá klípa af maldon salti mulið yfir

Öllu er hrært saman í eina skál með sleif. Setjið svo ca tvær matskeiðar í hvert muffinsform og bakið í 20 mín við 200°C.

“Ég var í bústað með fjölsyldunni um helgina og bakaði eftir þessari uppskrift nema ég bætti í hana döðlum og sykurlausu súkkulaði til að gera múffurnar aðeins meira spari. Hér kemur það sem ég bætti við:

 • 1 dl skornar döðlur, ég klippti þær með eldhússkærum sem er mun fljótlegra.
 • 1 plata Balace dökkt súkkulði með stevia.
 • 1 banani sem ég skar niður og notaði sem skraut ofan á.

Auður Eva Auðunsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This