Lygna fjölskyldumiðstöð var stofnuð haustið 2013 og hefur vaxið og dafnað síðan. Við viljum að Lygna sé staður þar sem verðandi og nýir foreldrar geta sótt þjónustu og upplýsingar í notalegu umhverfi. Þar starfa nokkur fyrirtæki þ.á.m, Björkin ljósmæður, Fyrstu árin tengslaráðgjöf, Hönd í hönd doula ásamt fleirum sem hvert um sig býður upp á ákveðna þjónustu en sameinast í því að halda foreldra- og fæðingarundirbúningsnámskeið fyrir verðandi og nýja foreldra.
Hrafnhildur Halldórsdóttir
Hrafnhildur Halldórsdóttir hefur starfað sem heimafæðingaljósmóðir hjá Björkinni frá árinu 2010. Hún sinnir mæðravernd, fæðingum og tekur að sér heimaþjónustu eftir fæðingu. Hún veitir ráðgjöf, beitir nálastungum sé þess óskað og heldur námskeið fyrir verðandi foreldra. Í frítíma sínum er hún með fjölskyldunni og Lukku, litla hundinum þeirra. Hún er Zumba aðdáandi og elskar súkkulaði. Netfangið hennar er: hrafnhildur@bjorkin.is
Arney Þórarinsdóttir
Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hefur starfað sem heimafæðingaljósmóðir hjá Björkinni frá árinu 2010. Hún sinnir mæðravernd, fæðingum og tekur að sér heimaþjónustu eftir fæðingu. Hún veitir ráðgjöf, beitir nálastungum og heldur námskeið fyrir verðandi foreldra. Hún elskar að eyða tíma með fjölskyldunni, fara út að hlaupa og á tónleika. Netfangið hennar er arney@bjorkin.is
Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir
Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur rekur meðferðarstofuna Fyrstu árin. Rakel Rán hefur sérhæft sig í geðheilsu ungra barna og starfar sem meðferðaraðili fyrir verðandi foreldra og börn upp að sex ára aldri og foreldra þeirra. Að auki starfar hún hjá Miðstöð foreldra og barna og heldur námskeið og fyrirlestara fyrir foreldra og fagfólk. Rakel Rán hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og ver tíma sínum með fjölskyldunni. Netfangið hennar er rakelran@gmail.com
Harpa Ósk Valgeirsdóttir
Harpa Ósk Valgeirsdóttir ljósmóðir hefur starfað hjá Björkinni síðan 2015. Hún er vef- og verkefnastjóri Bjarkarinnar og veitir ráðgjöf og fræðslu fyrir verðandi foreldra og sinnir konum í heimaþjónustu eftir fæðingu. Harpa er skáti og nýtur sín best með gítarinn á lofti. Netfangið hennar er harpa@bjorkin.is
Soffía Bæringsdóttir
Soffía Bæringsdóttir doula, fæðingafræðari og kennari hefur starfað hjá Hönd í hönd frá 2009. Hún aðstoðar verðandi foreldra við að undirbúa sig fyrir barnsburð og veitir stuðning í fæðingu og sinnir þjónustu við foreldra eftir að barnið er komið í heiminn. Hún er með fæðingarundirbúning, veitir ráðgjöf og heldur námskeið fyrir verðandi foreldra.