Svartur litur hefur lengi verið talinn tabú í barnaherbergi en þegar hann er notaður rétt og með hvítan lit í meirihluta getur hann komið mjög vel út. Ekki verra að bæta svo við litapalletuna einhverjum björtum og fallegum lit.
Ekki er nauðsynlegt að mála veggi svarta til að fá réttu stemninguna heldur er hægt að prófa sig áfram með t.d svörtu límbandi og búa til munstur á veggina eða byrja með hvítan grunn og setja inn svarta myndaramma, púða eða mottur.
Gott er að hafa í huga að svartur er ekki alltaf kolsvartur svo að ef þú ætlar þér að mála heima, hvort sem það er í barnaherbergi eða inní stofu, myndi ég mæla með að kaupa lit sem er NCS S 8500 –N. Hann er ekki eins harður eins og hreinn svartur litur og kemur alltaf vel út. Svo eru litir að mínu mati alltaf fallegri þegar þeir eru með eins lítinn gljáa og hægt er.