Kærleikskúlan 2022 – eftir Karin Sander

Kærleikskúlan 2022 – eftir Karin Sander

Kærleikskúlan 2022 – eftir Karin Sander

KÚLA MEÐ STROKU eftir Karin Sander er Kærleikskúla ársins 2022. Sala Kærleikskúlunnar fer fram í völdum verslunum um land allt dagana 8. – 23. desember og í netverslun SLF. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.

Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.

KÚLA MEÐ STROKU

Rauð pensilstroka svífur í trénu, málningarvottur á stökkri glerkúlu, liturinn ljómar og hreyfist, sem tákn um endapunkt ársins.

Karin Sander strýkur penslinum einu sinni ákveðið eftir gagnsærri Kærleikskúlunni. Verknaðurinn er skýr listræn athöfn þar sem þykk málningarstrokan situr eftir á sléttu, kúptu yfirborði kúlunnar, sjáanleg í þrívídd frá öllum hliðum, einnig gegnum íhvolfu hliðina. Strokan er tjásuleg í annan endann og afhjúpar þannig seigju málningarinnar og lýsir athöfn sem er í senn varfærin og röskleg. Liturinn sjálfur sker sig úr umhverfinu á áberandi hátt og verður tákn um aðgát og sjálfsígrundun.

Kúla með stroku er því hreyfanlegt, síbreytilegt málverk þar sem staðsetningin verður hluti af málverkinu sjálfu.

Hver er Karin Sander

Þýska listakonan Karin Sander (f. 1957) er einn fremsti og afkastamesti listamaður sinnar kynslóðar. Hún býr og starfar í Berlín og Zürich en hefur verið viðloðandi íslenskt listalíf síðan snemma á tíunda áratugnum. Í listsköpun sinni rýnir hún í tilbúnar aðstæður og rými út frá formgerðar-, félags- og sögulegu samhengi og gerir sýnileg á ólíka vegu með hjálp ýmissa miðla. Verk hennar hafa verið sýnd á einkasýningum og tvíæringum um allan heim og finnast í opinberum söfnum og safneignum víða um lönd. Hún hefur gegnt prófessorstöðu í arkitektúr og listum við ETH (Swiss Federal Institute of Technology) í Zürich síðan 2007. Sander verður, ásamt Philip Ursprung, fulltrúi Sviss á átjánda alþjóðlega arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum 2023.

Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi.

 

Versla Kærleikskúluna hér.

Hvernig á að þrífa og sótthreinsa leikföng á umhverfisvænan hátt

Hvernig á að þrífa og sótthreinsa leikföng á umhverfisvænan hátt

Hvernig á að þrífa og sótthreinsa leikföng á umhverfisvænan hátt

Börn eiga til að setja ýmislegt upp í munninn og einnig ferðast þau með leikföngin sín á ýmsa staði, t.d. í búðir, leikskólann og til vina sinna.

Þannig verða þau gróðrarstía fyrir allskonar bakteríur og auðvitað verða þau skítug í leiðinni. Þetta er ástæðan þau verða vera hreinsuð reglulega, en það þýðir samt ekki að hin þurfi ekki þrif líka, því best er að hafa röð og reglu öllu.

Í fyrsta lagi er best að sótthreinsa öll leikföng um leið og þau koma úr búðinni. Oftast eru þrifleiðbeiningar á kassanum en ef ekki eru hér ráð til að þrífa og sótthreinsa leikföng.

Heitt vatn

Algengasta þrifaðferðin er heitt vatn og ekkert annað. Það drepur bakteríur sem þola ekki of háan hita. Látið aðeins leikföng sem þola vatn liggja í vatni og látið liggja þar til vatnið kólnað. Þurrkaðu með handklæði og þau verða tilbúin í ný ævintýri með barninu þínu. Þú getur einnig þvegið þau í uppþvottavél eða þvottavél.

Sápuvatn

Önnur leið til að losna við sýkla er að þrífa með sápuvatni, en ekki láta vatnsþolin leikföng liggja of lengi. Þetta er gott fyrir viðarleikföng og leikföng sem þola ekki mjög heitt vant, því það getur eyðilagt þau. Alltaf þurrka þau á eftir það sem þau gætu myglað.

Matarsódi

Að setja tauleikföng í þvottavél er yfirleitt í lagi, en ef þú ert hrædd/ur um að þau eyðileggist er hægt að velta þeim uppúr matarsóda, láta þau sitja í 20 mínútur og hrist svo af eða ryksugað þar til ekkert er eftir.

Edik

Ef þér finnst vatnið ekki nægja er hægt að nota borðedik (einn á móti einum). Þú getur þurrkað leikföngin af með blöndunni og látið þau svo þorna úti til að losna við lyktina.

Þvottavélin

Fyrir dúkkuföt er best að þvo þau í þvottavélinni eins og venjuleg föt. Ekki gleyma þeim, sama hversu lítil þau kunna að vera! Þú getur líka sett þau í þurrkarann.

Það eru ýmsar leiðir til að láta leikföngin verða eins og ný. Passaðu upp á að leikföngin séu örugg fyrir barnið og fylgstu með hvort sum eru orðin brotin eða ónýt. Ekki sótthreinsa samt of oft, því gerlar og bakteríur eru góð fyrir þróun ónæmiskerfis barnsins.

Mælt er með að þrífa þau tvisvar í mánuði, eða eftir þörfum.

Heimild: Veryanxiousmommy.com

 

 

Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Börn eru sjaldan spennt fyrir breytingum, svo mikið vita flestir foreldrar. Að leyfa barninu að finnast það vera við stjórnvölinn getur hjálpað því að verða öruggara þegar kemur að breytingum, vissir þú það?

Þegar kemur að foreldrahlutverkinu eru margar hraðahindranir. Þegar maður heldur að allt sé á hreinu, kemur upp eitthvað nýtt og maður fer að efast. Þó það sé ákveðin barátta er það samt það sem er líka frábært við hlutverkið! Hver einasti dagur býður upp á eitthvað nýtt og foreldrar læra stöðugt með börnunum á þessu ferðalagi.

Mikið af því sem börnum finnst erfitt finnst foreldrum erfitt að skilja því þeir gera hlutina án þess að hugsa of mikið um þá.

Alla daga breyta fullorðnir um verkefni og einbeita sér að öðru. Þeir vakna, fá sér morgunmat, fara í vinnu, fara í hádegismat og svo fara þeir heim. Við hugsum ekki einu sinni um þessa rútínu því hún er inngróin í líf okkar. Við sjáum ekki að þetta eru allt breytingar, ferli. Við förum í gegnum daginn og breytum stöðugt til. Börn sjá þetta á annan hátt en við.

Hvers vegna finnst börnum erfitt að breyta til?

Samkvæmt Charlotte Parent er það ekki óþekkt að börn eigi í erfiðleikum með breytingar og geta þær framkallað sterk tilfinningaviðbrögð sem foreldrar skrifa kannski á „bræðiskast.“ Mamman staldrar ekki við og hugsar af hverju barnið er að taka kast því því var sagt að þrífa sig eftir matinn, eða setja á sig skóna og fara út. Þau eru að mótmæla breytingu á rútínunni, ekki því sem foreldrið var að biðja þau um.

Það eru margar ástæður fyrir því að börnum finnast breytingar erfiðar og það gæti verið einfaldlega að barnið vill ekki hætta að gera eitthvað sem er gaman eða gefur því eitthvað og fara að gera eitthvað annað. Barninu kann að finnast það ekki hafa neina stjórn þegar alltaf er verið að segja því að stoppa það sem það er að gera og hvenær það má.

Skoðaðu dagskrána

Það getur verið sniðugt að skoða dagskrá fjölskyldunnar. Samkvæmt NAEYC er það oftast sérstakar breytingar sem virðast skapa streitu og getur það því verið snjallt ráð að skoða hvernig hægt er að breyta þessari dagskrá til að breytingarnar verði auðveldari. Ef barnið veit hvernig dagurinn kemur til með að líta út, athugaðu hvort þú getir ekki sett myndir inn í dagskrá, upp á töflu t.a.m. svo barnið geti séð hvaða athafnir eru næstar og hvenær þær gerast.

Gefðu eftir smá stjórn

Þar sem ein af ástæðum þess barn kann ekki við breytingar er að þá er það ekki við stjórn, geta foreldrar gefið barninu smá völd. Þegar athöfnin sem barnið er í fer að taka enda, gefið barninu smá viðvörun til að undirbúa að hætta þurfi athöfninni. Þú getur sett tíma, fimm mínútur og þegar tíminn er búinn hringir tækið eða síminn. Þá á barnið að hætta athöfninni. Foreldrar geta einnig gefið barninu valkosti – ef barnið þarf að bursta tennur getur foreldrið sagt að annaðhvort bursti barnið tennur eftir þrjár mínútur eða fimm mínútur. Enn þarf að ljúka verkefninu, en barnið má ráða hvenær.

Notaðu hjálpartæki

Tónlist getur hjálpað foreldrum mikið, enda er hún óspart notuð t.d. í leikskólanum til að kenna börnum hitt og þetta. Foreldrar geta líka fundið upp lög til að syngja þegar hendur eru þvegnar, tennur burstaðar o.s.frv.

Verðlaun og hrós

Það eru ekki allir foreldrar hrifnir af verðlaunum en þau geta verið gagnleg þegar vinna þarf á vanda. Kannski fær barnið límmiða fyrir hvert skipti sem það breytir til án vandræða, og þegar það hefur fengið 10 límmiða (eða hvað sem foreldrar telja æskilegt) mega þeir fá ís eða fara í leik með foreldrum eða eitthvað annað.

Hrós er einnig mikilvægt og lætur barninu líða vel. Þegar breytingar fara illa í barn, geta foreldrar orðið pirraðir og æst sig, en þetta er ekki jákvæð kennsla og getur haft þveröfug áhrif. Í stað þess er betra að taka eftir jákvæðri hegðun og hrósa barninu í hvert skipti sem það höndlar breytingu á réttan hátt. Mundu að það er mikilvægt að hrósa þannig að þú segir barninu nákvæmlega hvað það gerði rétt og hvað þér líkaði við það.

 

Heimild: Moms.com

 

 

Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Áttu von á barni og átt þú gæludýr? Þá er þessi grein fyrir þig! Það er bráðum tími á að leyfa „loðbarninu“ að hitta nýja barnið, en eins og ætla má er þetta stór breyting fyrir gæludýrið. Það hefur átt þína athygli í langan tíma. Hvernig er hægt að hjálpa þeim að aðlagast og læra að elska nýju viðbótina og um leið viðhaldið öryggi barnsins?

Það er ýmislegt hægt að gera til að gera breytinguna auðveldari fyrir alla.

Undirbúðu gæludýrið með að sjá, heyra í og lykta af barni. Áður en barnið fæðist, spilaðu barnahljóð sem þú finnur á YouTube af og til og þú getur líka tekið dúkku sem lítur raunverulega út og þú ert að „hugsa um“ svo gæludýrið sjái. Það hljómar auðvitað furðulega, en þú getur þóst skipta á barninu, sett það í vögguna/rúmið og kerruna/vagninn.

Ef þú hefur ekki farið með hundinn þinn í hlýðniþjálfun er sniðugt að gera það snemma á meðgöngunni. Eitt af því mikilvægasta sem hundurinn þarf að læra er: Enginn hopp! Það getur verið að slefið og sleikir fari ekki í taugarnar á þér en að hoppa upp á getur slasað nýfætt barn.

Ef þú leyfir gæludýr á sófanum er sniðugt að setja nýja reglu og leyfa það ekki.

Finndu nýjan svefnstað/klósett tímanlega. Ef rúm gæludýrsins eða sandkassinn er á stað sem þú vilt ekki að það sé, skaltu færa það tímanlega svo það verði ekki fyrir þar sem barnið sefur eða mun leika sér. Gerðu það löngu áður en barnið kemur svo dýrið tengi það ekki við að barnið hafi „tekið stað þess.“

Gerðu alltaf ráð fyrir gæðastund.Það er augljóst að þú munt ekki hafa jafn mikinn tíma fyrir gæludýrið eftir að barnið kemur. Skipulagðu fram í tímann hvenær þú munt leika við það eða gefa því sérstaka athygli.

Búðu alltaf til tíma fyrir hreyfingu. Efþú telur að þú getir ekki gefið dýrinu tíma til að hreyfa það, biddu þá einhvern annan að gera það eða borgaðu einhverjum sem þú þekkir fyrir að fara t.d. með hundinn út.

Vertu vakandi fyrir viðvörunarmerkjum.Ef dýrið þitt á til að urra, sýna „dónaskap,“ leika gróflega eða dýrið hlustar ekki á skipanir, skaltu grípa inn í áður en slys kunna að eiga sér stað. Ef þú vinnur með vandann snemma og færð kannski hjálp frá þjálfara ættir þú að geta átt við vandann áður en barnið kemur.

Láttu dýrið og barnið hittast á varfærinn hátt.Best væri að fagna dýrinu fyrst þegar þú kemur inn eftir að hafa átt barnið og láta fjölskyldumeðlim halda á barninu, ef það er hægt. Svo getur þú látið dýrið eða dýrin „hitta“ barnið, eitt í einu ef þau eru fleiri en eitt. Ef þú sérð einhvern vanda í uppsiglingu, aðskildu þau með því að taka barnið út úr herberginu. Ekki refsa dýrinu en ef þú sérð einhverja árásarkennd skaltu hafa samband við fagmann. Ekki láta stressað dýr hitta barnið. Ef dýrið sýnir streitumerki, s.s. öran andardrátt, það reikar um herbergið, ýlfrar eða ýfir kambinn eða sýnir tennur skaltu ekki láta barnið vera í sama herbergi og dýrið. Lærðu á merki dýrsins og haltu alltaf öruggri fjarlægð ef þú sérð þessi merki.

Gefðu dýrinu svæði sem barnið er ekki á.Eins mikið og dýrið og barnið kunna að læra að elska hvort annað, þurfa dýrin sitt sérstaka svæði.

ALDREI láta smábarn vera eitt með dýrinu.Alveg sama hversu yndislegt og vel upp alið dýrið er, má aldrei gleyma því að dýr er dýr. Þau geta verið óútreiknanleg og geta slasað eða jafnvel valdið andláti nýbura eða barna. Sú áhætta er ekki þess virði.

Ef þú undirbýrð þig vel ætti þetta ekki að verða vandamál!

 

Heimild: WebMd

Frábær ráð til sjálfsræktar fyrir uppteknar mömmur!

Frábær ráð til sjálfsræktar fyrir uppteknar mömmur!

Frábær ráð til sjálfsræktar fyrir uppteknar mömmur!

Að setja sig sjálfa í fyrsta sæti þarfnast stundum ákvörðunar (sérstaklega fyrir þær mömmur sem hafa lítinn tíma) jafnvel þó það þýði að þú þurfir að stíga út fyrir þægindarammann. Þrátt fyrir að þú lifir uppteknu lífi getur þú samt verið heilbrigð, hugað að andlegri og líkamlegri heilsu, átt yndislegt líf og litið vel út, allt á meðan þú átt fjölskyldu og frama.

Hver er lykillinn?

Jú, að hanna líf sem er í jafnvægi, með ákvörðunum teknum sem sinna líkama, huga og sálu. Það er samt auðveldara að segja það en framkvæma…eða hvað?

Julie Burton, höfundur bókarinnar The Self-Care Solution: A Modern Mother’s Must-Have Guide to Health and Well-Being,  þekkir þessa baráttu allt of vel: „Flestar mömmur finna þennan þrýsting – að vinna eða vera heima og næstum allar mömmur, sama hver staða þeirra er, finna fyrir sektarkennd þegar þær taka tíma frá börnunum til að sinna sjálfum sér,“ segir hún, en hún á fjögur börn á aldrinum 12-22 ára. „Mömmur hafa kílómetralangan lista með öllu því sem þarf að gera og ósjálfrátt fara þær sjálfar alltaf í neðsta sæti.“

Julie átti sjálf í baráttu með þetta jafnvægi, ánægjuna og móðurhlutverkið þannig hún rannsakaði meira en 400 mömmur og spurði þær ráða varðandi jafnvægi og sjálfsást á meðan þær ólu upp börn. Velgengni þeirra sem og hraðahindranir rötuðu því í bókina.

Algengasti samnefnarinn var þó sá að ekki er hægt að neita sér um sjálfsrækt af einhverju tagi: „Um leið og þú verður mamma og skuldbindur þig til að hugsa um barnið skaltu innprenta hjá þér: Ég mun heiðra og virða sjálfa mig með því að hugsa um þarfir mínar reglulega. Þetta gerir mig ánægðari og færari að sjá um fjölskylduna.“

Julie heldur áfram: „Sem mömmur höfum við frábært tækifæri að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar með því að hugsa um okkur og vera góðar við okkur, og í staðinn, hvernig á að vera góður við aðra. Eins og sagt er, við getum ekki hellt úr tómum bolla.“

En hvernig á að byrja ef þú hefur lengi verið á botninum á listanum, svo að segja?

„Settu þig aftur á listann,“ segir Julie. „Byrjaðu á 10 mínútum á dag, bara fyrir þig. Vertu þolinmóð, haltu draumunum lifandi og komdu fram við sjálfa þig af sömu ástúð og samkennd og þú kemur fram við aðra.“

Einbeittu þér að einhverju eftirfarandi:

Hreyfðu þig

Hvort sem þú þarft að hreyfa þig oftar eða vilt hrista upp í rútínunni þinni, kjóstu eitthvað sem hvetur þig til að hreyfa þig áfram. Æfðu fyrir Reykjavíkurmaraþonið, prófaðu nýjan jógatíma, Tai Chi, Pilates. Julie ráðleggur líka skemmtun t.d. að fara á skauta eða settu tónlist á í stofunni svo þið getið öll dansað.

Nærðu þig

Góður matur gefur líkamanum orku, þannig ekki borða „drasl“ heldur veldu vandlega næringuna: „Það er eðlilegt að hugsa frekar um börnin en þig. Þú verður samt að nærast á heilbrigðan hátt, það er gott fyrir börnin að sjá þig hugsa vel um líkama þinn.“ Hugmyndir að heilsusamlegum reglum: Hafið kjötlausan dag einu sinni í viku, borðið lífrænan mat, eldið oftar frá grunni, drekktu vatn í stað goss, skipulagðu innkaupin.

Hafðu samband

Passaðu upp á að heimilislífið láti þig ekki detta úr sambandi við fjölskyldu og vini. Ef þú getur ekki hitt þau einu sinni í viku, reyndu að skipuleggja einhvern tíma í mánuði. Fyrsti föstudagur í mánuði ferðu og hittir vinkonurnar, til dæmis, eða á sunnudagsmorgnum farið þið í bröns til mömmu.

Passaðu upp á heilsuna

Þú myndir aldrei láta undir höfuð leggjast að fara með börnin í reglubundna læknisskoðun, þannig þú átt ekki gera það við þig heldur. Julie segir að allt of margar vinkonur hennar hafi trassað að leita læknis og hafi endað með alvarlega heilsufarskvila. Skipulagðu reglulegar heimsóknir til kvensjúkdómalæknis, krabbameinsskoðanir og þessháttar. Ekki gleyma tannlækninum!

Settu svefninn í forgang

Mömmur festast oft í hugarfarinu „að gera hluti þegar börnin eru farin að sofa/áður en þau vakna.“ Mömmur ættu samt ekki að gefa afslátt af svefninum: „Ónógur svefn getur haft alvarleg áhrif: Fólk sem sefur minna en sex klukkustundir á nóttu hafa aukna matarlyst sem getur orsakað þyngdaraukningu og þunglyndi, hjartavanda og sykursýki 2,“ segir Alon Y. Avidan hjá UCLA Sleep Disorders Center.

Hann ráðleggur einnig fyrir svefn að forðast eigi áfengi, mat, nikótín, erfiðar samræður og koffíndrykki. Hann segir einnig að reglulegur svefntími sem fari fram í rólegheitum sé nauðsynlegur og svefnherbergið sé eingöngu fyrir svefn, kynlíf og veikindi.

Tengstu sjálfri þér

Sem mamma er auðvelt að gleyma sér í daglegri rútínu, að skutla og sækja, þvo þvott, elda, borga reikninga, þrífa og þessháttar. Áður en þú veist af eru 10 ár liðin og þú ert bara skelin af sjálfri þér. Ráðleggingar? Finndu þér áhugamál eða ræktaðu þau. Haltu dagbók. Hugleiddu. Hvaðeina sem færir þér gleði: „Við erum að þróast í gegnum allt lífið og að vera í sambandi við okkar innra sjálf og það sem hvetur okkur áfram er það sem heldur okkur lifandi og glöðum,“ segir Julie að lokum.

Heimild: Lisa Bench/Parents.com

Hvernig á að halda öllu í röð og reglu þegar þú nennir því alls ekki

Hvernig á að halda öllu í röð og reglu þegar þú nennir því alls ekki

Hvernig á að halda öllu í röð og reglu þegar þú nennir því alls ekki

Þegar fjölskyldulífið er eins og það á að vera er húsið í stöðugri notkun og því fleiri börn –  því meira drasl! Og þannig á það að vera. „Alvöru“ fjölskyldur lifa glöðu lífi þar sem allt er á fullu. En það sem getur valdið kvíða er þegar draslið og þrifin eru orðin óyfirstíganlega. Maður vill kannski þrífa og halda öllu í röð og reglu, en getur sýnst óyfirstíganlegt.

Tengirðu?

Það eru til ýmsar leiðir og þú getur sett þér þínar eigin reglur til að komast yfir þennan hjalla, viljir þú breyta til. Hér eru nokkrar góðar leiðir til að „peppa sig upp“ þegar þig langar alls ekki til þess. Það er raunverulega hægt!

Hvort sem þú ert að reyna að koma þér í gírinn að hafa aðeins hreinna heima eða ætlar að taka allt algerlega í gegn geta þessi skref virkað fyrir þig.

Að vinna í hvatningunni

Það hjálpar til að hafa góðar ástæður fyrir því að vilja minnka draslið/og eða þrófa. Kannski er farið að fara í taugarnar á þér að detta yfir hluti eða þurfa að ganga frá einhverju sem þér líður að þú þurfir að gera hundrað sinnum á dag. Kannski fer í taugarnar á þér að þú þarft að leita í troðna fataskápnum þínum að einhverju til að vera í og þú vilt fara að losna við eitthvað á nytjamarkað. Kannski viltu fá meiri frið heima við eða grynnka á draslinu til að líða betur. Eða þá að þú vilt fara að bjóða fólki heim án þess að líða illa yfir því.

Ef þú ert með skríðandi barn þurfa gólfin að vera hrein. Að hafa baðherbergið sótthreinsað er gott fyrir heilsu allra. Þú nærð þessu. Hvað sem það kann að vera, finndu þína ástæðu.

Það ætti að vera persónulegt og ekki því þú „átt“ að gera það. Minntu þig á þessar ástæður þegar þú þrífur og tekur til, og þá færðu ánægjuna af því að gera þessa hluti.

Byrjaðu á litlu svæði

Þetta skref er afar mikilvægt.  Þér kann að finnast ALLT vera í óreglu, þannig verkefnið sýnist óendanlega stórt. Þú ætlar að breyta því. Veldu eitt svæði sem þú getur „tæklað“ fyrst. Ekki einu sinni heilt herbergi ef þér finnst það óhugsandi.

Hér eru dæmi:

  • Að taka til á einu borði
  • Taka alla óhreinu diskana úr vaskinum
  • Raða upp á nýtt í bókahillu
  • Henda ónýtum mat úr ísskápnum
  • Skúra eldhúsgólfið
  • Henda úr baðherbergisskápnum, henda gömlum förðunar- og snyrtivörum
  • Þurrka af borðunum í eldhúsinu

Þú þarft ekki endilega að byrja á leiðinlegasta eða erfiðasta verkefninu. Veldu verk sem hefur sín mörk og þú getur framkvæmt á stuttum tíma.

Þetta verkefni er bara til að fá þig til að hefja „átakið“! Að fá þig í gírinn til að sjá hversu auðvelt það er og þú færð smá sigurtilfinningu. Þú þarft ekki að hugsa um allt hitt draslið á meðan þú vinnur þetta verk, einbeittu þér bara að því.

Andlega hefur þetta áhrif – það skrúfar aðeins niður kvíðann vegna hins „óyfirstíganlega.“ Segðu við þig: „Þetta er eitt lítið verkefni. Ég get þetta.“ Og þá hefstu handa.

Kláraðu þetta fyrsta verkefni – ekki fara í önnur verk

Það er rosalega auðvelt að láta afvegaleiðast þegar maður byrjar að taka til eða þrífa. Þú veist alveg hvað það þýðir: Þú byrjar á þrífa baðherbergið og finnur þar dót á gólfinu sem barnið á. Þú ferð með það í barnaherbergið. Þá ferðu að taka upp óhreinan þvott á gólfinu, ferð að raða leikföngum, svo ferðu með í þvottavélina og þá allt í einu manstu að þú varst að þrífa baðherbergið!

Nú, allt í einu, hefurðu fimm ókláruð verkefni og finnst lífið vera súrt og þú vera sigruð/sigraður. Þennan hring þarftu að stöðva áður en hann hefst.

Þú hefur sigrað með því að ljúka þessu eina verki. Haltu þig við það! Ef þú sérð eitthvað eins og leikfang eða álíka sem á heima á öðrum stað í húsinu, settu allt í hrúgu fyrir utan vinnusvæðið. Þú getur séð um þessa hluti þegar hitt er búið.

Um leið og þú hefur lokið verkinu/markmiðinu, þá geturðu sett í þvottavél eða gengið frá hlutunum.

Þetta litla trikk kemur í veg fyrir að þú eyðir tíma í óþarfa og farir að gera eitthvað allt annað en þú ætlaðir að gera.

Klappaðu þér á bakið fyrir vel unnin störf

Eitt aðalatriðið við að „peppa sig upp“ í þrif er að fagna sigrunum, sama hversu litlir þeir eru. Þetta skref er oft vanmetið, en hjálpað þér að komast yfir þessar neikvæðu tilfinningar sem fylgja þrifunum.

Þegar þú hefur lokið fyrsta verkefninu, gefðu þér smá tíma að horfa á svæðið sem þú varst að vinna í og sjáðu hvað það lítur vel út. Taktu jafnvel mynd! Áfram þú!

Ekki hafa áhyggjur af öllu hinu draslinu á þessum tímapunkti. Sjáðu að þú settir þér markmið og stóðst við það. Þú getur þessvegna verðlaunað þig, fengið þér kaldan drykk, settu fæturnar upp í nokkrar mínútur. Láttu þér líða vel.

Settu raunhæf markmið

Þegar þú finnur viljann til þess, settu þér markmið við þrif eða tiltekt. Það geta verið nokkrar mínútur, klukkutímar, eða nokkrum dögum seinna. Það fer eftir lífsstílnum, hversu mikla orku þú hefur og hversu mörgum skyldum að gegna.

Ef þú getur munað þessa góðu tilfinningu frá fyrsta verkefninu og notað hana sem hvatningu fyrir næsta verk, frábært.

Ekki áfellast sjálfa/n þig fyrir að geta ekki gert allt á einum degi. Sérstaklega ef þú ert foreldri, átt við einhver veikindi eða álíka að stríða, eða hvað sem það er. Þrifin eru kannski ekki í forgangi. Aðalmarkmiðið er að muna þennan fyrsta sigur og nýta sér hann. Segðu: „Ég get gert þetta ef ég set mér raunhæf markmið.“

Eftir að hafa sett eitt markmið og staðist það, geturðu haldið áfram og getur farið í stærri verk. Það er frábært! Bara ekki hafa markmiðin of stór svo þú getir ekki klárað og verðir fyrir vonbrigðum.

Það er algerlega raunhæft að klára allt húsið/íbúðina með því að vinna í einu í einu. Ef þér finnst verkefnin óyfirstíganleg, taktu þér pásu og byrjaðu á skrefi 1 aftur. Þú getur bara gert þitt besta og ekki áfellast þig fyrir það.

Ekki hika við að biðja um hjálp

Þú þarft ekki að standa í þrifum upp á þitt einsdæmi. Þeir sem búa með þér geta alveg hjálpað til. Þó þau kunni ekki að vera sammála um þrifin eða að minnka draslið geta þau alveg séð um sitt. Gefðu börnum verkefni sem hæfa aldri og makinn getur hjálpað við ákveðin verk sem honum eru sett.

Margar hendur vinna létt verk, og verkið er unnið hraðar á einfaldari máta. Svo er það líka skemmtilegt! Þú getur jafnvel búið til leik og beðið krakkana um að taka upp 10 hluti til að ganga frá. Það gerir verkið léttbærara og það sér fyrir endann á því. Þú getur líka beðið um pössun fyrir börnin á meðan þú tekur til. Stundum er hægt að gera mun meira með litlu krílin ekki að skottast um.

Gera verkið skemmtilegt

Ókei, kannski ekki skemmtileg, meira þolanlegt. Settu á góða tónlist. Hlustaðu á hlaðvarp eða hljóðbók. Brjóttu saman þvottinn með uppáhalds Netflixþáttinn í gangi. Ef hægt er, hafðu góðan ilm á heimilinu. Hugsaðu um hvað þér á eftir að líða vel þegar þetta er búið og ástæðu þess þú ert að gera það. Verðlaunaðu þig ef það er hvatning.

Haltu heimilinu við með mjúkri hendi (ekki járnhnefa!)

Þegar þú hefur náð öllu hreinu og fínu viltu að sjálfsögðu halda því við. Þú getur búið til reglur sem þú getur viðhaldið, til dæmis að ganga frá uppþvotti eftir hverja mátíð eða tekið dót af stofugólfinu fyrir svefn. Passaðu að deila ábyrgðinni ef það er möguleiki.

Gerðu þitt besta en mundu að þú þarft að lifa lífinu líka. Sérstaklega ef börn eru á heimilinu, þá er eiginlega ekki séns að halda heimilinu 100% allan tímann.

Mundu að minningarnar sem þú átt skipta öllu. Heimilið þitt er ekki safn, þú býrð þarna!

Þrif eru ekki eitthvað sem þarf bara að gera einu sinni, en að henda drasli og minnka við sig getur haft marga góða kosti, s.s. minni tími við þrif og tiltekt í framtíðinni svo þú getur einbeitt þér að mikilvægari hlutum í lífinu.

Byrjaðu smátt, haltu einbeitningu, fáðu hjálp, gerðu hlutina aðeins skemmtilegri. Þannig geturðu náð markmiðum þínum. Taktu djúpan andardrátt, náðu upp orku og sjáðu hvort þú getur ekki byrjað!

 

Pin It on Pinterest