Svona er dagur í lífi nýbura

Fyrstu dagarnir og vikurnar með nýfætt barn geta verið fullar af gleði. En dagarnir eru einnig fylltir af bleyjuskiptum, lúrum, brjóstagjöf/pela og svo spurningum um hvað sé eðlilegt.

Þú ferð að kynnast barninu þínu og lærir á merkin sem það gefur frá sér og hvað virkar best fyrir það. Það eru samt ákveðin atriði sem þú getur búist við og verða þau reifuð hér að neðan.

Að borða

Flestir nýburar vilja borða á 1 ½ til 3 ½ tíma fresti. Rútínan fer eftir því hvort þú gefur barninu brjóst eða þurrmjólk. Brjóstabörnin vilja oftar næringu en pelabörnin, því magar þeirra melta brjóstamjólk hraðar. Það eru margar leiðir til að sjá hvort barnið er svangt. Það gefur frá sér soghljóð eða smella vörum. Þau setja fingur og hendur upp í munn og kannski snúa þau höfðinu í átt að þér og opna munninn ef þú strýkur kinn þess. Börn gráta ef þau eru svöng, en oftast er það síðasta úrræðið.

Reyndu að láta barnið ropa eftir máltíð (HÉR er mjög gott ráð!) . Ef það hættir að borða og sofnar er líklegt það hafi fengið nóg. Ef þau gráta eftir að hafa drukkið er líklegt að þau vilji meira. Hafðu alltaf bleyjuklút nálægt þar sem oft kemur uppúr þeim aftur.

Bleyjur

Nýburar pissa í sex eða fleiri bleyjur á dag og fjórar eða fleiri eru kúkableyjur. Í fyrstu vikunni verður kúkur barnsins þykkur, svartur eða dökkgrænn, kallaður barnabik. Það er eðlilegt þar sem það er efnið í þörmum barnsins meðan það var í leginu. Eftir að það kemst út úr kerfinu verður kúkurinn mjúkur og blautur. Ef þú gefur því brjóst verður kúkurinn ljósgulur, frækenndur. Ef það fær þurrmjólk verður hann harðari og ljósbrúnn eða gulur.

Eftir nokkrar vikur verða hægðirnar færri. Brjóstabörn geta farið niður í eina kúkableyju á viku á meðan pelabörn kúka að minnsta kosti einu sinni á dag.

Grátur

Grátur er algengasta leiðin til að tjá sig, sérstaklega fyrstu dagana. Erfitt getur verið að sjá hvað gráturinn þýðir en þú getur athugað hvort rútínan eða umhverfið sé eitthvað rangt. Ef það eru tveir tímar síðan barnið borðaði er líklegt það sé svangt. Ef það hefur verið vakandi í einn og hálfan tíma er líklegt að það vilji taka blund. Börnum getur einnig leiðst eða þau hafa fengið of mikla örvun.

  • Ef það er ekki tími til að gefa því að borða og það er með þurra bleyju geturðu reynt eftirfarandi:
  • Rugga því í þunnu teppi til að líkja eftir leginu
  • Haltu því upp að brjóstinu og sláðu létt í bakið
  • Rugga því, labba eða hossa því
  • Farið á rólegan stað og sett ljóð af stað, ljúfa tóna eða viftu
  • Bjóða því snuð eða fingurinn til að sjúga

Svefn

Nýfædd börn verða þreytt eftir að hafa verið vakandi í klukkutíma eða tvo. Fyrstu vikurnar mun barnið sofa 16 tíma á dag, oftast í tveggja til fjögurra tíma lotum, allan sólarhringinn. Mörg sofna meðan þau eru með pela eða á brjósti og það er allt í lagi. Geispi, augnlokin hallast, að líta undan og nudda augun eru allt merki um þreytt barn.

Láttu barnið alltaf sofa á bakinu, á þéttu undirlagi, með ekkert annað í vöggunni eða rúminu – bara dýnu með laki.

Í enda fyrsta mánaðarins fara nýburar að sofa í lengri tímabilum. En það verða nokkrir mánuðir þar til regla kemst á.

Leikur

Það eru alltaf tímar á daginn (eða nóttu) þegar barnið er glaðvakandi og til í eitthvað skemmtilegt! Þetta er frábær tími til að tengjast og leika svolítið. Hér eru frábær ráð til að leika við nýbura.

Heimild: WebMd

Pin It on Pinterest

Share This