Hana Heiðu þarf vart að kynna en við hjá mamman.is höfum verið duglegar að birta girnilegar og hollar uppskriftir frá henni. Að þessu sinni ætlum við að birta uppskrift að girnilegri sykurlausri eplaköku. Heiða er snillingur í að búa til sykurlausar kökur og brauð og það er einstaklega gaman að fylgjast með snappinu hennar, heidifitfarmer. Þar birtir hún alls konar ráð um hollan og góðann lífsstíl. Heiða von á sínu fyrsta barni í maí og við hjá mamman.is höfum fylgst spenntar með meðgönunni.

Heiða heldur úti bloggi á síðunni www.heidiola.is en þar er að finna fjöldann allan af alls konar fróðleik og hollum uppskriftum. Við mælum hiklaust með að kíkja á þá síðu.

Hér er uppskriftin að sykurlausri eplaköku frá Heiðu.

Byrjið á því að hita ofnin upp í 175°c.

  • 1 pakki Kökumix frá Sukrin.
  • 4 stór egg.
  • 2 dl vatn.
  • 1 dl olía eða brætt smjör (ég notaði 50 gr brætt smjör og fyllti uppí með olíu).

Ofan á kökuna:

  • 4 epli (ég notaði græn epli)
  • 2msk Sukrin gold
  • 1tsk kanill

Blandið saman öllum hráefnum nema eplum í skál og bætið við kökumixinu frá Sukrin. Hrærið vel saman eða þar til deigið er laust við alla kjekki. Setjið í bökunarform. Flysjið eplin og skerið í sneiðar. Raðið yfir kökudeigið og stráið svo blöndu af 2 msk Sukrin Gold og 1 tsk kanil yfir eplin. Bakið í miðjum ofni í ca. 30 mín.

Best að bera eplakökuna fram heita með þeyttum rjóma eða ís. Ég gerði mína að degi til og fór svo með hana sem dessert í matarboð um kvöldið. Ég hitaði hana bara aðeins upp í ofninum áður en ég bar hana fram.

Mæli einnig með að prófa þessa útgáfu af eplaköku með sukrin í stað sykurs.

http://sukrin.com/is/recipes/applecake/

Auður Eva

Pin It on Pinterest

Share This