Þegar við særum börnin okkar óvart

Þegar við særum börnin okkar óvart

Þegar við særum börnin okkar óvart

Alveg sama hversu mikið við viljum verja börnin okkar munu óhöpp alltaf eiga sér stað. Ný rannsókn sýnir þó að sektarkennd foreldra hjálpar engum, barninu ekki heldur.

Allir foreldrar fara í tilfinningalegt uppnám þegar eitthvað hendir börnin þeirra. Aftur á móti, þegar foreldrar sjálfir eiga sökina getur sektarkennd og sársaukinn verið óbærilegur. Ef þú hefur óvart sært barnið þitt máttu samt vita að þú ert ekki ein/n og það er ýmislegt hægt að gera til að komast yfir sektarkenndina og sársaukann sem þú finnur fyrir.

Börn detta, hlaupa á eitthvað og meira að segja falla úr höndunum á okkur – og allt þetta er eðlilegt. Og, eins og slysin sem gera ekki boð á undan sér, kemur sektarkenndin eftir að við urðum þess valdandi að barnið fann til á einhvern hátt.

Samkvæmt Healthline,er talað um „mom guilt“fyrir þá sektarkennd sem aðallega mömmur finna fyrir, þessi tilfinning að við séum ekki að gera nægilega mikið sem mæður. Það getur verið eins og mæðrum finnist auka byrði á herðum sér og fullt af hugsunum snúast um það sem „ætti“ að gera. Ef við látum eftir þessari tilfinningu og látum hana ná tökunum geta afleiðingarnar verið skelfilegar. Samt sem áður sýnir rannsóknin að svona sektarkennd hjálpar okkur ekki að hugsa eitthvað betur um börnin okkar eða hefur áhrif á hvernig við hegðum okkur í framtíðinni.

Stöðvum neikvæðu hugsanirnar

Samkvæmt foreldrablogginu Steps to Self geta mæður fundið fyrir þessari sektarkennd eftir að hafa óvart skaðað barnið, en þær geta hinsvegar skorað þessar neikvæðu hugsanir á hólm sem sækja á eftir atvikið. Þær ættu að spyrja sig sjálfar hvort „ég hefði átt að“ og „ég hefði aldrei“ hugsanir og setningar sem koma í hausinn séu sanngjarnar. Í mörgum tilfellum eru þær það ekki og með því að bera kennsl á þessar hugsanir er hægt að „svara“ þeim og stöðva þær. Þannig er líka hægt að halda áfram eftir eitthvert leiðindaatvik.

Ekki hafa fordóma gagnvart sjálfri þér

Næst skaltu hugsa – hvernig myndir þú koma fram við vin í sömu stöðu. Þú myndir ekki saka móður um að vera slæm, er það? Sennilega ekki. Í stað myndirðu segja við vininn eða vinkonuna að slysin geti gerst. Með því að taka þetta sjónarhorn fyrir með þig sjálfa er hægt að endurramma þessar hugsanir sem eru fullar af sektarkennd og séð í staðinn hlutina á rökréttan hátt.

Fyrirgefðu og lærðu

Og að sjálfsögðu þarftu að taka þér tíma til að fyrirgefa sjálfri þér um leið og allt róast. Með því að fyrirgefa þér sjálfri geturðu róað tilfinningarnar sem ólga og lagað sársaukann. Þrátt fyrir að það sé afskaplega erfitt að fyrirgefa sér fyrir að hafa valdið barninu þínu skaða, er það mögulegt með því að einbeita sér að því. Þetta er hreinlega hluti af foreldrahlutverkinu.

Hvernig á að hjálpa börnum eftir erfitt atvik

Þó sektarkenndin vegi þungt er það bara helmingurinn. Þú verður að einbeita þér að barninu. Ef þú ert ekki viss um hvað gera skal er best að hlusta á barnið og heyra hlið þess. Að ræða um sársaukann hjálpar barninu og gefur þér svigrúm til að sýna því samkennd. Þetta er mikilvægt fyrir ykkur bæði. Um leið og barnið deilir tilfinningum sínum, taktu ábyrgð á mistökunum og biddu barnið afsökunar. Að þú setjir þig í þessa stöðu hjálpar barninu að finna að á það sé hlustað og það hjálpar tengingunni ykkar á milli. Að biðjast afsökunar sýnir auðmýkt og þar af leiðandi geta næstu skref verið tekin.

Því miður, eins og sagt var í upphafi, munum við alltaf valda börnunum okkar vonbrigðum á einhvern hátt á lífsleiðinni. Ef þú getur átt við sektarkenndina og raunverulega beðist afsökunar getið þið bæði haldið áfram og notið lífsins.

Heimild: Parents.com

 

 

Pin It on Pinterest