Hvað skal gera þegar barnið neitar að leggja sig yfir daginn?

Hvað skal gera þegar barnið neitar að leggja sig yfir daginn?

Hvað skal gera þegar barnið neitar að leggja sig yfir daginn?

Allir foreldrar þekkja þetta: Smábarnið sýnir öll merki þess að vera dauðuppgefið og þarfnast svefns – það geispar, nuddar augun, rúllar um á gólfinu og brestur í grát í hvert skipti eitthvað smávægilegt gerist – en vill samt alls ekki leggja sig.

Skýringin kann að vera einföld, en hún er sú að barnið finnst allt of gaman að öllu í kringum það. Hið forvitna smábarn hefur margt að sjá og gera og það er hrætt um að leggi það sig muni það missa af einhverju.

Einnig, rétt eins og önnur smábörn, er barnið farið að skilja að það er ekki samvaxið þér, foreldrinu, þannig það vill vera sjálfstætt hvenær sem það getur. Að taka lúr getur verið leið til að ögra stjórninni.

Hvað skal gera?

Lækkaðu væntingaþröskuldinn. Sem yngra barn lagði barnið þitt sig kannski tvisvar, þrisvar á dag, en nú er það orðið að smábarni sem leggur sig einu sinni á dag.

Um 18 mánaða aldur mun barnið sennilega ekki leggja sig á morgnana. Þegar sá morgunlúr hverfur, reyndu að færa eftirmiðdagslúrinn fyrr, t.d. rétt eftir mat. Að bíða þar til seinna ýtir svefntímanum lengra fram á kvöldið, því barnið vill ekki sofa bara örfáum klukkustundum eftir að hafa vaknað eftir eftirmiðdagsblundinn.

Hafðu blundinn alltaf á sama tíma á hverjum degi. Eins og við höfum oft sagt – smábörn þurfa rútínu til að finna til öryggiskenndar. Ef barnið fer í gegnum sömu rútinu og stig á hverjum einasta degi veit það við hverju má búast og þú getur vonast eftir meiri samvinnu. Ef barnið les oftast þrjár bækur fyrir svefn til dæmis, ekki sleppa því jafnvel þó þú sért tímabundin/n.

Ef barnið er heima hjá þér skaltu láta það leggja sig á sama stað og það sefur á nóttunni. Ekki gefa eftir kröfur um að sofa á sófanum eða í rúminu þínu. Þetta hjálpar við að tengja eigið rúm við svefn og hjálpar barninu að ná sér niður fyrr.

Ef barnið er í leikskóla og leggur sig þar, reyndu að fylgja sömu rútínu á báðum stöðum. Ef barnið sefur með bangsa eða teppi, láttu það fylgja með í leikskólann. Ekki breyta svefntímanum um helgar.

Reyndu að láta barnið sofna sjálft á hverri nóttu. Um leið og það er komið upp í vana án þess að þú ruggir því eða syngir, verður það auðveldara fyrir það einnig á daginn.

Vertu ákveðin/n en róleg/ur. Þrátt fyrir að það sé pirrandi að barnið vilji ekki leggja sig máttu ekki láta það sjá að það hafi mikil áhrif á þig.

Ekki búa til stríð úr því að láta það leggja sig á daginn. Segðu barninu að það líti út fyrir að vera þreytt og það þurfi að hvíla sig og þú líka. Knúsaðu það og kysstu, búðu um það og farðu úr herberginu.

Ef barnið grætur, athugaðu með það og reyndu að hugga, en ekki leggjast við hlið þess. Ef þú gerir það verður það vant að sofna bara þegar þú ert þar, og þú ert einum vanda ríkari.

Ef barnið algerlega neitar að taka lúr, skildu það eftir með bækur og leikföng og segðu að það sé róleg stund. Þó barnið sé ekki jafn hvílt eins og eftir svefn, er mjög gott fyrir ykkur bæði að hafa klukkustund eða tvær án hávaðasams leiks og barnið nær upp orku.

 

Heimild: WebMd

 

Pin It on Pinterest