Uppáhalds matur Charlotte prinsessu er ekkert venjulegur!

Uppáhalds matur Charlotte prinsessu er ekkert venjulegur!

Uppáhalds matur Charlotte prinsessu er ekkert venjulegur!

Miðjubarn Williams Bretaprins og Kate Middleton er hin sex ára prinsessa, Charlotte. Hún hefur óvenju fágaðan smekk miðað við sex ára skvísu, en grunnskólabörn sem nýverið hafa byrjað í skóla elska yfirleitt pylsur, eða grillaðar samlokur.

Kate hefur sagt í viðtali að Charlotte elski ólífur, sem er fæða af þeirri tegund að annaðhvort hatar fólk hana eða elskar.

Kate hefur einnig sagt að krakkarnir hennar elski að búa til salöt og svo búa þau oft til ostapasta sem er uppáhald allra í fjölskyldunni.

Kate hefur sjálf sagst elska ólífur þannig börnin eiga ekki langt að sækja það. Þriggja ára prinsinn Louis hefur einnig þennan fágaða smekk, en hann elskar rauðrófur! Sem mætti segja að flest börn á sama aldri hafi í flestum tilfellum hafnað ef borið fram fyrir þau…

Fjölskyldan á góðri stundu

Þegar fjölskyldan var að taka upp Mary Berry í fyrra sem er sérstakur jólaþáttur sagði hertogaynjan: „Við erum með gulrætur, baunir, rauðrófur sem er algert uppáhald Louis, hann elskar þær.“

Kate talar oft um hvað hún elski að elda heima með börnunum, meðal annars að búa til pizzur sem hún segir að börnin „fái aldrei nóg af.“

Pasta og steiktur kjúklingur er oft á borðum hjá Cambridge fjölskyldunni en þau hjónin segjast njóta þess að borða góða steik eða að fá sér „smoothie.“

Pin It on Pinterest