Hlutir til að gera með unglingnum þínum – annað en að horfa á sjónvarpið!

Hlutir til að gera með unglingnum þínum – annað en að horfa á sjónvarpið!

Hlutir til að gera með unglingnum þínum – annað en að horfa á sjónvarpið!

Leitar þú að einhverju sniðugu að gera með fjölskyldunni sem snýst um eitthvað annað en sjónvarpið eða bíó? Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir:

Hjóla

Samkvæmt New York Times er ekkert sérstaklega spennandi fyrir unglinga að fara út að hjóla nema að þið hafið eitthvert markmið – séuð að fara á skemmtilegan stað. Þið getið ákveðið einhverja staðsetningu, farið upp í Heiðmörk ef þið eruð á höfuðborgarsvæðinu, annars eitthvert annað á sniðugan stað eða farið og fengið ykkur bita á veitingastað.

Gerið æfingar saman heima/ farið í ræktina

Ofþyngd er vandi um hinn vestræna heim sem gerir þau börn viðkvæmari fyrir öðrum heilsukvillum. Að hreyfa sig af mikilli ákefð nokkrum sinnum í viku er nauðsynlegt og það eru bara kostir við það, afar fáir gallar! Kíkið á skemmtileg myndbönd á YouTube sem þið getið gerið saman, munið að hlæja og hafa gaman. Svo er líka æðislegt að fara með þeim í ræktina, séu unglingarnir fyrir það.

Hjálpa til við garðstörf

Hvort sem um sumar eða vetur er að ræða er ýmislegt hægt að gera í garðinum og kenna þeim í leiðinni um náttúruna. Þú kennir þeim að grafa, gróðursetja og taka upp. Meira en það – garðstörf eru góð fyrir líkamann, hugann og andann. Það eykur hreyfingu, minnkar streitu og breytir skapinu til hins betra. Samkvæmt VeryWell Familyer að grafa í moldinni saman eitthvað sem eykur heilsu allra í fjölskyldunni.

Farið í keilu

Ef þið farið ekki oft í keilu er það dásamlegt sport. Skiptið ykkur í lið og keppið, það eykur fjölskylduandann. Það þjappar fjölskyldunni saman og þið þurfið ekki að vera meistarar til að skemmta ykkur!

Spilið borðspil

Það verður aldrei gamalt að spila spil og það er gott að gera það að vana á fjölskyldukvöldum. Þið getið keypt nýtt spil, grafið upp eitthvað gamalt og kíkt á hvað er vinsælt í dag. Að spila spil reynir á hugann, keppnisskapið og liðsandann!

Bjóðið ykkur fram í hjálparstarf

Það eru hin ýmsu samtök starfrækt á landinu og fátt er meira gefandi en að starfa óeigingjarnt. Það hjálpar unglingnum þínum að sjá hvað hann í raun hefur það gott og vinna getur verið gefandi og skapandi. Það kennir fórnfýsi og samkennd og eykur tilfinningagreind unglinganna.

Heimild: Moms.com

Pin It on Pinterest