Þurfa börn að taka vítamín?
Sérfræðingar eru sammála að það sé ekki alltaf nauðsynlegt. Best væri auðvitað að krakkar fengju allt sem þau þarfnast frá heilsbrigðu mataræði s.s.:
Mjólkurvörum, s.s. osti og jógúrt
Fullt af ferskum ávöxtum og grænmeti
Prótein s.s. kjúkling, fiski, kjöti og eggjum
Trefjum s.s. höfrum og brúnum hrísgrjónum
Hvaða börn þurfa að taka vítamín?
Eins og við vitum eru foreldrar og börn oft upptekin og ekki alltaf hægt að hafa vel útilátinn mat tvisvar á dag með öllu sem þau þarfnast. Það er ástæðan fyrir að barnalæknar mæla stundum með fjölvítamínum eða steinefnum fyrir börn sem:
Borða ekki reglulega fjölbreytta fæðu gerða frá grunni
Dyntótt börn sem bara borða ekki nógu mikið
Börn með króníska sjúkdóma s.s. astma eða meltingarvanda, sérstaklega ef þau þurfa að taka lyf (talaðu samt við lækninn þinn áður en þú gefur barninu auka vítamín eða steinefni
Börn sem eru grænmetisætur eða vegan (þau gætu þurft auka járn) eða borða ekki mjólkurvörur (gætu þurft auka kalk)
Börn sem drekka mikið af gosi
Stórir skammtar af allskonar vítamínum eru ekki góðir fyrir börn. Fituleysanleg vítamín (A, D, E og K) geta verið eitruð ef börn fá of mikið af þeim. Líka af járni.
Hér er góður leiðarvísir fyrir mat og næringarefnin sem hann inniheldur.
Ef þú gefur börnunum þínum vítamín eru hér góð ráð:
Ekki geyma vítamínin þar sem börnin sjá þau, svo þau freistist ekki til að borða þau eins og sælgæti.
Reyndu vítamín sem barnið getur tuggið ef það vill ekki taka töflur
Bíddu þar til barnið er fjögurra ára til að taka fjölvítamín, nema læknirinn ráðleggi annað
Heimild: WebMd