Aðalheiður Ólafsdóttir eða Heiða Óla eins og hún er alltaf kölluð eignaðist fyrir nokkrum vikum ásamt unnusta sínum lítinn dreng. Drengurinn var skírður á Sjómannadaginn og fékk hann nafnið Ólafur Elí Erlendsson í höfuðið á afa sínum, pabba Heiðu. Aðspurð sagði Heiða að afinn hafi verið í skýjunum með nafna litla enda sólargeisli þeirra allra. Heiða hefur verið mjög virk á samfélagsmiðlum að veita fylgjendum sínum góð ráð sem snúa oftar en ekki að góðu og hollu matarræði og hreyfingu. Það hefur svo sannarlega verið gaman að fylgjast með snappinu hennar heidifitfarmer þar sem hundurinn Heimir spilar oftar en ekki stórt hlutverk. En núna er lítill pjakkur kominn inní líf þeirra Heiðu, Ella og hundsins Heimis og lífið tekið stakkaskiptum. Hvernig er fjölskyldan að fíla sig í nýju hlutverki og hvernig gengur með litla Ólaf Elí? Heiða svaraði fyrir okkur nokkrum spurningum sem snúa að nýju hlutverki hennar.

Til hamingju með þennan fallega dreng, Ólaf Elí, hvernig hafa fyrstu vikurnar gengið hjá ykkur?

Takk takk kærlega fyrir. Það hefur allt gengið ótrúlega vel, hann er 8 vikna núna ekkert smá fljótt að líða hann er bara algjört draumabarn rosalega vær og góður, drekkur vel og ætlar greinilega að stækka hratt. Svo gaman að fylgast með öllu ferlinu sjá hann tekur meira eftir með hverjum deginum og er löngu farin að brosa og hjala til okkar.

Hvað kom þér mest á óvart með móðurhlutverkið?

Ég held ég hafi verið vel undirbúin þar sem ég er eiginlega síðust í mínum vinkonuhóp að verða mamma og voru þær búnar að undirbúa mig vel hvað myndi bíða mín. En ég held kannski að þolinmæðin mín sé meiri en ég hélt að hún myndi vera. Allvega gefur maður sig alla í barnið sitt og tilfinningin að elska einhvern svona mikið, þótt ég hafi verið búin að heyra það margoft, þá er hún ólýsanleg fyrr enn maður upplifir það sjálfur.

Hvernig hefur Heimir (hundurinn þeirra skötuhjúa) tekið þessu öllu?

Hann tekur þessu bara nokkuð vel, en þetta er sennilega algengasta spurninginn sem ég hef fengið einmitt síðstu vikur á Snapchat. Heimir á svo marga aðdáendur og gaman að sjá hvað margir hafa áhyggjur af honum. En Heimir gáir að Ólafi Elí ef það heyrist í honum og er alltaf að þora að skoða hann meira og meira. Ég held honum finnist hann svolítið viðkvæmur ennþá og passar sig að vera ekki fyrir. En ég er viss um að þeir eiga eftir að verða bestu vinir þegar Ólafur Elí verður orðin aðeins stálpaðri.

Viltu gefa öðrum nýbökuðum mæðrum 5 góð ráð sem snúa að móðurhlutverkinu.

  • Að leggja sig með barninu eins mikið og þú getur.
  • Ekki gleyma borða reglulega og drekka vel. Það skipir máli að móðirin hugsi vel um sig og fái næga hvíld uppá mjólkina en ég finn mikin mun á því ef ég passa ekki uppá mig.
  • Gera ekki eins miklar kröfur á húsverkin þau mega bíða.
  • Ekki byrja að stressa sig strax á því að fara koma sér í form, njóta þess að vera með barninu, þessar fyrstu vikur eru alltof fljótar að líða!
  • Hlusta á eigið innsæi og fara eftir eigin skoðunum, þetta er þitt barn þínar reglur.

Við hjá mamman.is óskum Heiðu, Ella og Heimi innilega til hamingju með fallega drenginn! Við hlökkum svo sannarlega til að fylgjast með honum vaxa og dafna.

Heiða heldur einnig úti síðunni www.heidiola.is þar er að finna alls konar skemmtilegan fróðleik.

Allar myndir í greininni eru í einkaeign Heiðu, hún sendi okkur þessar fallegu myndir úr skírninni og svo myndir úr myndatöku hjá Krissý ljósmyndara.

 

Auður Eva Ásberg

Pin It on Pinterest

Share This