Halla Björg Ragnarsdóttir (29) og Steinunn Þórðardóttir (35) hafa haldið skemmtileg námskeið fyrir verðandi og nýbakaðar mæður í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Þessi námskeið hafa vinsældum fagnað og þær konur sem sótt hafa námskeiðin verið mjög ánægðar. Halla Björg eignaðist nýverið sitt fyrsta barn, lítinn fallegan dreng og allt gengur vel að hennar sögn. Halla er menntaður þroskaþjálfi, heilsunuddari og er þjálfari hjá Mjölni. Steinunn eignaðist sitt annað barn fyrir nokkrum mánuðum síðan, er komin á fullt í Háskóla Íslands að læra sjúkraþjálfun, starfar sem sminka í kvikmyndum, er Hatha yoga kennari og kennir einnig Mjölnisyoga.
Nú í byrjun október hefst nýtt námskeið í Freyjuafli sem er eins og fyrr segir fyrir verðandi- og nýbakaðar mæður. Ég hitti stelpurnar og forvitnaðist aðeins um þær og hugmyndina á bak við Freyjuaflið. Að lokum bað ég Höllu og Steinunni að mæla með nokkrum góðum styrktar- og liðleikaæfingum til að gera heima.
Viljið þið segja okkur frá Freyjuafli og hvernig hugmyndin að tímunum kviknaði?
“Hugmyndin um þrek fyrir verðandi og nýbakaðar mæður hefur lengi verið í umræðunni í Mjölni. Það vantaði að einhver tæki af skarið og ég ákvað að gera það þegar ég varð ólétt í undir lok síðasta árs” segir Halla Björg. “Við fórum að ræða hvernig best væri að útfæra þetta og úr varð Freyjuafl. Við sáum strax að þetta þyrfti að vera tvennskonar námskeið þar sem er mismunandi áhersla fyrir verðandi eða nýbakaðar mæður” segja Halla og Steinunn.
Fyrir hverja er Freyjuafl og hvaða áherslur leggið þið á í tímunum? Hver er munurinn á tímunum fyrir konur á meðgöngu og nýbakaðar mæður?
Freyjuafl er fyrir verðandi og nýbakaðar mæður og engu máli skiptir hvort þær hafi æft áður, séu ekki með neina reynslu eða séu komnar stutt eða langt inn í meðgönguna. Það eru allar velkomnar. Börnin eru auðvitað hjartanlega velkomin með í mömmutímana. Þetta er tvennskonar lokuð námskeið þar sem æft er 3x í viku í 4 vikur, 2 tímar í viku eru styrktar- og þoltímar og svo endum við vikuna á yoga. Það verður breyting á yogatímanum fyrir nýbakaðar mæður þar sem við viljum bjóða hitt foreldrið með í tímann. Áherslurnar í tímunum eru mismunandi en meðgönguhópurinn er hugsaður fyrir konur sem vilja styrkja eða viðhalda styrk á meðgöngu, ásamt því að byggja upp andlegt og líkamlegt jafnvægi fyrir það sem koma skal. Áherslan í mömmutímunum er að styrkja miðju, bak og grindarbotn ásamt því að auka styrk og þol eftir meðgöngu og fæðingu.
Hvenær hefst næsta námskeið og hvað stendur það yfir lengi?
Námskeiðin fyrir verðandi – og nýbakaðar mæður eru sitthvorn daginn en þau hefjast 2. og 3. október. Þau standa síðan yfir í 4 vikur eins og áður hefur komið fram.
Viljið þið gefa okkur 3 góðar styrktar- og liðleikaæfingar sem hægt er að gera heima.
- Pelvic tilt mjaðmalosun – Þessa æfingu er bæði hægt að gera standandi eða liggjandi á bakinu. Byrjaðu á að gera hana liggjandi. Hælar eru settir í gólf og færðir nálægt rassi. Núna þarftu að hugsa eins og lífbein sé dregið upp frá gólfi og í átt að nafla. Við það snertir mjóbak gólf og neðsti hluti rass lyftist lítillega frá gólfi. Næst getur þú gert æfinguna standandi. Þá framkvæmir þú alveg eins en gott er að ímynda sér að mjaðmir séu dregnar undir líkamann. Þetta er síðan gert 15-20 sinnum.
- Mjaðmaréttur – Þegar þessi æfing er framkvæmd leggst þú á bakið, setur æla í gólf nálægt rassi. Gott er að láta lófa snúa niður og meðfram síðu til að ná jafnvægi í efstu stöðu. Dragðu undir þig mjaðmirnar líkt og nefnt er í æfingunni hér á undan. Þá lyftiru mjöðmum upp frá gólfi svo bein lína verði frá hnjám og upp í efst hluta hryggjar. Það skiptir ekki mestu máli að lyfta mjöðmum sem hæðst, heldur að spenna rassinn. Þessa æfingu er gott að endurtaka 15-20 sinnum.
- Yogamudra axlaropnun – Þessi æfing er frábær við vöðvabólgu. Stattu með gott bil á milli fóta og spenntu greipar fyrir aftan bak. Ef axlir eru mjög stífar getur verið erfitt að ná lófum saman. Þá er annað hvort hægt að beygja olnboga vel eða nota lítið handklæði sem framlengingu milli lófa. Slakaðu vel á í öxlum, andaðu djúpt inn og á fráöndun hallaru þér fram frá mjöðmum og leyfir lófum að sökkva í átt að gólfi. Haltu þessari stöðu í 5-10 djúpa andadrætti.
Við þökkum Höllu og Steinunni kærlega fyrir spjallið og mælum svo sannarlega með að kíkja á heimasíðu Mölnis www.mjolnir.is til að nálgast nánari upplýsingar um Freyjuafl.
Mamman.is í samstarfi við Mjölni ætlar að vera með skemmtilegan leik, við ætlum að gefa fjórum heppnum vinkonum pláss á Freyjuaflsnámskeið. Tvær vinkonur fá gefins pláss á námskeiðið “Freyjuafl fyrir verðandi mæður” og tvær vinkonur á “Freyjuafl fyrir nýbakaðar mæður”. Svo sannarlega til mikils að vinna!
Til að eiga möguleika er best að:
*Vera vinur Mamman.is og Mjölnir MMA á Facebook.
*Tagga vinkonu þína sem að þig langar að bjóða með þér á námskeið við færsluna inná Facebooksíðu mamman.is!
*Og ekki gleyma að segja hinum frá þessum frábæra leik!
*Við drögum svo út 4 heppnar vinkonur sunnudaginn 1.október!