Ég rakst á þessi frábæru áramótaheit hjá vinkonu minni á Facebook og fannst þau hreint út sagt frábær. Sjálf hef ég verið að velta því fyrir mér hvaða markmið mig langaði að setja fyrir árið  og eru mörg þeirra að finna á þessum lista, meðal annars að gefa flíkur sem eru ekki í notkun, eyða minna, bera ábyrð á eigin líðan, sleppa tökum á fortíðinni og vera besta útgáfan af sjálfri mér. Tökum á móti nýju ári með opnum huga og jákvæðni. Megi árið gefa okkur öllum það besta sem það hefur uppá að bjóða.

Hér er svo að finna listann en ef þig vantar hugmyndir þá er hann frábær til að styðjast við. Hvort sem þú velur þér nokkur markmið eða bara allan listann eins og leggur sig!

  1. Eyddu minna en þú aflar.
  2. Skilaðu öllu sem þú færð lánað.
  3. Ekki kenna öðrum um
.
  4. Viðurkenndu mistökin þín.
  5. 
Gefðu flíkur sem ekki eru í notkun til bágstaddra.

  6. Gerðu góðverk án þess að láta á því bera.
  7. 
Hlustaðu og hættu að blaðra sjálfur/sjálf.
  8. 
Farðu í hálftíma göngutúr á hverjum degi.
  9. 
Stefndu á góðan árangur en ekki fullkomnun
.
  10. Vertu stundvís
.
  11. Hættu að afsaka þig.

  12. Ekki nöldra
.
  13. Vertu skipulagður/lögð.

  14. Vertu almennilegur/leg við fólk, líka óvingjarnlegt fólk
.
  15. Hleyptu fólki fram fyrir þig í biðröðinni.

  16. Taktu frá tíma fyrir einveru
.
  17. Ræktaðu með þér fallega framkomu.
  18. 
Vertu auðmjúkur/auðmjúk
.
  19. Gerðu þér grein fyrir því og sættu þig við það að tilveran er óréttlát. 

  20. Vertu meðvitaður/meðvituð um hvenær þú átt ekki að tala.
  21. 
Farðu í gegnum heilan dag án þess að gagnrýna aðra
.
  22. Lærðu af fortíðinni.
  23. Gerðu áætlanir um framtíðina.
  24. 
Lifðu í núinu
.
  25. Ekki pirra þig yfir smámunum.

Gangi þér svo vel með áramótaheitin þín og mundu að það er allt í lagi að gera mistök sem lengi sem þú lærir af þeim!

Pin It on Pinterest

Share This