Skordýrafælni barna: Hvað er til ráða?

Skordýrafælni barna: Hvað er til ráða?

Skordýrafælni barna: Hvað er til ráða?

Allir hræðast eitthvað. Það er algerlega eðlilegt fyrir börn – frá smábörnum til táninga – að vera hrædd við eitthvað. Hræðsla myndast á ákveðnum tímapunktum í þroskanum, þannig auðvelt er að spá fyrir um hvað börn geta hræðst á ákveðnum aldri.

Það kemur ekki á óvart að mörgum börnum (og fullorðnum reyndar líka) líkar ekki við skordýr. Þegar okkur bregður við, hugsum við ekki um hvaða hlutverki köngulær eða skordýr gegna í umhverfinu. Þess í stað eru þessi litlu kvikindi oftast óvelkomin og geta framkallað allskonar viðbrögð, frá öskrum til gráturs.

Hvað gerist samt þegar þessi litlu dýr valda meira en bara litlum viðbrögðum?

Þegar einhver hefur ótta við eitthvað sérstakt og það hefur áhrif á daglegt líf, getur það verið fælni. Þessi ótti er semsagt eitthvað meira en ætlast mætti til í aðstæðunum. Barn sem hefur skordýrafælni, ótta við pöddur eða köngulær kann að forðast algerlega aðstæður sem það gæti séð eða hitt slíkt dýr, eða orðið skelfingu lostið í návist þeirra. Það vill oft verða svo að þegar fólk er haldið slíkri fælni, skannar það oft umhverfi sitt til að athuga hvort það finnur sökudólginn, og oft finnur það einmitt hann.

Ef þú ert að hugsa: „Hverjum líkar við skordýr- og er þetta í raun vandamál?“ er það í raun rétt spurning. Fullt af krökkum líkar ekki við geitunga eða flugur, til dæmis, en geta samt leikið sér úti eða farið í tjaldferðalag, þau hreinlega færa sig ef þau sjá þetta tiltekna skordýr. Það kann að vera að þau komist í uppnám, en um leið og dýrið er farið, heldur barnið áfram að leika sér eða heldur áfram því sem það var að gera. Það hugsar ekki um það mikið á eftir heldur.

Börn sem haldin eru fælni stjórnast hinsvegar af þessum ótta og heimur þeirra minnkar. Til dæmis gæti barn sem haldið er fælni við pöddur ekki getað farið í tjaldferðalag, eða veigrar sér við að fara út að leika. Slík fælni getur sett allt á annan endann í fjölskyldunni, til dæmis ef ræða þarf það í þaula að fjölskyldan ætli í sumarbústað eða tjaldvagninn og eitt barnið er algerlega sannfært um að þar muni pöddur vera og neitar algerlega að fara. Eða brotnar alveg niður þegar mætt er á staðinn.

The National Institute of Mental Health áætlar að 5-12% Bandaríkjamanna séu haldnir einhverskonar fælni, og 7-9% barna hafi ákveðna fælni, s.s. við dýr, blóð, veður eða eitthvað sem tengist vatni, en þetta þróast allt á unga aldri. Lofthræðsla og annað þróast oft síðar meir á lífsleiðinni.

Líkt og með kvíða styrkir forðun óttann. Því meira sem barn forðast pöddur eða kringumstæður þar sem það gæti séð þær, því minna kvíðið verður það – og það er algerlega rökrétt. Hinsvegar, þegar slíkt gerist missir barnið af tækifæri til að læra í raun hvernig það getur höndlað kringumstæðurnar. Þegar um geitung er að ræða, flýr barnið eða foreldrið verndar það og barnið þarf ekki að höndla ástandið. Ef svo ólíklega vildi til að geitungurinn myndi stinga barnið, yrði í lagi með það (ef það er ekki með ofnæmi).

Ef foreldri myndi athuga baðherbergið á hverjum degi til að athuga hvort þar leyndust pöddur myndi barnið finnast það öruggt, en það myndi senda þau skilaboð að í hvert einasta skipti þyrfti foreldrið að vera með barninu og það ýtir undir kvíðann.

Hvað ætti foreldri að gera?

 • Viðurkenndu óttann
 • Sýndu hvernig á að höndla kringumstæðurnar án kvíða
 • Hjálpaðu barninu að horfast í augu við óttann
 • Breyttu til smátt og smátt

Að viðurkenna óttann

Þetta er mjög mikilvægt þegar kemur að fælni því barnið er oftast mun óttaslegnara en foreldrið. Það er auðvelt að segja: „Hún er svo lítil!“ eða „Hafðu ekki áhyggjur af þessu,“ en betra er að láta barnið vita að þú sjáir hversu hrætt það er og skiljir að þetta sé erfitt fyrir það. Segðu: „Ég veit að fljúgandi skordýr hræða þig mikið,“ hjálpar barninu.

Að höndla kringumstæðurnar

Börnin þín fylgjast með þér, þó þú áttir þig kannski ekki á því. Börn sjá foreldrana sem fyrirmyndir og það er mikilvægt að þú leiðir með dæmum. Leitaðu að tækifærum til að sýna hvernig þú bregst við. M.ö.o. ef eitthvað hendir þig sem veldur þér kvíða, láttu barnið vita: „Ég verð að viðurkenna að ég var hrædd/ur um að flensusprautan myndi meiða mig. Svo var þetta bara miklu minna mál en ég hélt.“ Vertu hreinskilin/n og áttaðu þig á að þegar þú deilir slíku með barninu gefur það góða mynd af því hvernig höndla eigi ótta á réttan hátt.

Hjálpaðu barninu að horfast í augu við óttann

Við getum óafvitandi styrkt forðun. Þ.e.a.s. við hjálpum oft börnunum okkar að forðast það sem hræðir þau, og það gerir óttann sterkari. Í stað þess að kjósa borð inni þar sem engin skordýr kunna að vera, veldu borð við gluggann eða úti og segðu: „Ég veit þetta er erfitt, en ég veit þú getur þetta.“

Gerðu breytingar smátt og smátt

Ef barnið þitt hefur átt við mikinn ótta í marga mánuði eða ár, er ekki líklegt að það höndli þriggja daga útilegu úti í náttúrunni. Einnig, ef þú hefur leitað að skordýrum fyrir barnið á hverjum degi geturðu ekki hætt því án áætlunar. Byrjaðu á smáum skrefum. Stundum bara að tala um skordýr eða skoða myndbönd er góð byrjun. Að fara í 10 mínútna göngu í garði er svo frábært næsta skref. Æfing, æfing, æfing.

Það tekur mikla æfingu að gera eitthvað sem maður hefur áður forðast – barnið þarf mikla nánd til að komast yfir óttann. Það þarf að búa til kringumstæður til að horfast í augu við óttann og þola hann. Barnið þarf ekki að elska skordýr, en það þarf að fá æfingu í hvernig það er að vera nálægt þeim án þessara sterku viðbragða sem það hafði áður. Ef þessi ráð duga ekki og ótti barnsins er farinn að hamla ýmsu, s.s. útiveru eða ferðalögum er ráð að leita til fagmanna. Það eru til meðferðir til að höndla óttann og það er mikilvægt að bregðast fljótt við til að lífsgæði barnsins (og fjölskyldunnar) fari ekki dvínandi.

Þegar fólk gefur þér uppeldisráð…óumbeðið

Þegar fólk gefur þér uppeldisráð…óumbeðið

Þegar fólk gefur þér uppeldisráð…óumbeðið

Flestir kannast við að eignast nýtt barn og allt í einu eru allir að segja þér hvernig þú átt að ala það upp og gera hlutina. Hér eru nokkur ráð hvernig höndla megi aðstæður.

Allir virðast vita hvernig á að ala upp barnið þitt, fólk sem hefur átt börn áður og meira að segja þeir sem engin börn eiga. Það virðist sem einhver viti alltaf betur hvernig ala eigi upp barnið þitt heldur en þú.

Og hvort sem manneskjan sem gefur ráðið meinar vel og vill hjálpa eða er bara að gagnrýna þig er erfitt að vita hvernig bregðast eigi við.

Að eiga við gagnrýni

Þegar einhver er bara að gagnrýna uppeldisaðferðir þínar getur það farið illa í mann. Og stundum, því miður, veit fullorðið fólk ekki sín mörk þegar kemur að annarra manna börnum.

Algengt er að fólk gagnrýni foreldra vegna eftirfarandi:

Fjölskyldunafna –„Skírðir þú barnið ekki eftir ömmunni? Ég hélt að það væri hefð í fjölskyldunni?“

Að sofa uppí – „Það er hættulegt að láta börnin sofa í þínu rúmi og þú ættir ekki að gera það.“

Taubleyjur valda útbrotum – „Hún er að fá útbrot því hún situr í tauinu og ekkert sýgur upp pissið.“

Brjóstagjöf – „Ertu að gefa honum aftur? Var hann ekki að drekka fyrir klukkutíma?“

 

Þegar við verðum foreldrar fáum við alveg okkar skerf af þessum ráðum, stundum upp að því marki að okkur langar að garga: „Hættu að segja mér hvernig ég á að ala barnið mitt upp!“

Það er samt ekki sniðug samskiptaleið og getur hreinlega eyðilagt sambönd okkar við annað fólk. Það þarf að taka ráðunum (óumbeðnu) án þess að láta það særa sig eða æsa sig. Hér eru nokkrar góðar leiðir:

 

Vertu róleg

Í fyrsta lagi, ef þú ert nýbúin að eiga barn, ertu líklega í tilfinningarússíbana vegna hormónabreytinganna sem líkaminn er að fara í gegnum. Af þessum ástæðum er mjög mikilvægt að þú sért róleg og yfirveguð, sérstaklega þegar barnið er nálægt. Barnið skynjar strax að þú sért í uppnámi og getur sjálft komist í uppnám og farið að gráta.

Hlustaðu og greindu hvað skiptir máli

Það er alltaf mikilvægt að hlusta á þessi ráð því þau geta í alvöru verið hjálpleg. Þegar einhver er að reyna að hjálpa, vertu viss um að vega og meta ráðið og hvort það gæti gagnast ykkur. Ef ráðið er bara einhver vitleysa, reyndu að láta það sem vind um eyrun þjóta.

Hver gefur ráðið?

Vertu viss að íhuga hver er að ráðleggja þér. Er það mamma þín sem er raunverulega annt um þig og vill hjálpa eða einhver ókunnugur sem þekkir þig jafnvel ekki eða barnið þitt? Því miður er sumt fólk sem ræður ekki við sig og finnst nauðsynlegt að gagnrýna foreldra og þeirra ákvarðanir því þær eru ekki nákvæmlega eins og það hefði gert hlutina. Staldraðu við og íhugaðu hvort ráðið komi frá góðum stað eða ekki.

Veldu barátturnar

Eitt af því stærsta sem allir foreldrar þurfa að læra með börn er að velja barátturnar vel. Sama á við um uppeldisráð.

Stundum dekra afi og amma börnin og kannski ertu ekki sammála því sem börnin komast upp með hjá þeim. Til dæmis: „Amma leyfir okkur alltaf að fá köku í búðinni“ og þá er fínt að svara „Ég er ekki amma þín og hlutirnir eru öðruvísi heima hjá okkur.“ Það eru sumir hlutir sem er ekki þess virði að rífast yfir, sérstaklega þegar það er ekki að skaða barnið þitt.

Lestu þér til

Ef þú veist ekki í raun hvað er besta ákvörðunin varðandi eitthvað er fínt að uppfræða sig. og þegar þú hefur fundið svarið og hefur eitthvað haldbært er ágætt að deila því með öðrum. Til dæmis að það sé í lagi að nota taubleyjur og stundum jafnvel betra en plastbleyjur vegna hitans og efnanna sem þrýstast upp að barninu.

Eða að börn á brjósti melta mjólkina á undaverðan hraða því hún er fullkomlega hönnuð fyrir líkama þeirra. Og af þeim ástæðum þurfa þau að borða oftar en barn sem drekkur þurrmjólk.

Og þú getur útskýrt að það sé fullkomlega skaðlaust að láta barnið sofa uppí ef þú gerir ráðstafanir áður.

Treystu innsæinu

Mömmur er „forritaðar“ á ákveðinn hátt þegar kemur að börnunum þeirra. Hvort sem það er að vita nákvæmlega hvað barnið þarfnast þegar það grætur, eða vita alveg hvað þarf að gera til að láta því líða betur, eru mömmurnar alveg í takt við börnin sín. Þannig ef þú ert ekki viss um ráðið sem þú færð, treystu mömmuinnsæinu.

Allar fjölskyldur eru misjafnar

Sumir afar og ömmur telja að nýjir foreldrar eigi að gera nákvæmlega eins og þau þegar þau ólu upp börn. Það er bara rugl. Þó eitthvað hafi virkað fyrir þessa fjölskyldu þýðir það ekki að það virki fyrir þína. Aðstæður eru öðruvísi, uppeldisaðferðir virka ekki eins á alla. Það er engin ein fullkomin leið. Allir eru bara alltaf að gera sitt besta.

Spyrðu barnalækninn þinn

Þegar ráð kemur sem tengist heilsu barnsins er alltaf hægt að spyrja lækninn. Þannig veistu nákvæmlega hvað er rétt.

Tímarnir breytast

Eitt sem hafa ber í huga er að tímarnir breytast síðan foreldrar okkar ólu okkur upp. Til dæmis þegar við vorum lítil var mælt með að barnið svæfi á maganum til að koma í veg fyrir að barnið svelgdist á. Í dag er bara mælt með að barnið sofi á bakinu til að það kafni ekki.

Með nýrri tækni og rannsóknum er alltaf verið að komast að því hvað sé börnum fyrir bestu og það er bara fínt að geta útskýrt það fyrir fólki.

Vertu hreinskilin/n

Ein af bestu leiðinum til að hjálpa þeim einstakling sem er að gefa þér óumbeðin ráð er að koma hreint fram. Reyndu að setjast niður með honum eða henni og útskýrðu hvernig þér líður þegar verið er að skipta sér af og segja þér hvernig ala eigi upp barnið, þannig fáir þú ekki tækifæri að læra það sjálf/ur.

Í mjög mörgum tilfellum áttar fólk sig ekki á að það hefur gengið of langt. Að vera hreinskilin/n heldur samskiptunum uppi á borðinu, setur mörk og styrkir sambandið.

Settu mörk

Þegar þú hefur sagt manneskjunni þetta reyndu að setja mörk svo hún viti hvaða línu hún getur ekki farið yfir. Þetta er frábært fyrir ömmur og afa til að bakka þegar þú ert að læra að ala upp barnið þitt.

Stattu með þér

Þegar þú hefur sett mörk, verið hreinskilin/n og allt ætti að vera á hreinu og einhver heldur áfram að reyna að segja þér hvað þú eigir að gera, stattu fast á þínu. Gerðu fólki ljóst að þú ert foreldrið, ekki þessi aðili. Og þar sem þú ert foreldrið tekur þú ákvarðanir fyrir barnið þitt.

Klappaðu þér á bakið

Það er erfitt að vera foreldri. Auðvitað hefur enginn haldið því fram að það sé auðvelt, en það er vissulega erfiðara að átta sig á hvernig ala eigi upp barn þegar maður er stöðugt gagnrýndur og fær misvísandi ráð úr öllum áttum.

Mundu bara að þú ert að gera eins vel og þú getur og klappaðu þér á bakið fyrir það.

 

Heimild: Veryanxiousmommy.com

 

Að þóknast öðrum getur verið mikill streituvaldur

Að þóknast öðrum getur verið mikill streituvaldur

Að þóknast öðrum getur verið mikill streituvaldur

Sá sem vill gera öllum til geðs telur sig sjálfan oft hjálpsaman og góðan, sá sem hættir öllu sínu til að hjálpa fólki sem þarf á því að halda.

Þegar við hugsum um móðurhlutverkið er allavega á hreinu að það er streituvaldandi. Það er vissulega svo, mæður eru oft útkeyrðar af stressi, að reyna að halda heimili, passa upp á að börnin séu örugg og hafi allt sem þau þurfi og svo framvegis.

Auðvitað er það afskaplega mikil ábyrgð og mamman kann að reyna að hugsa um sig sjálfa og koma í veg fyrir foreldrakulnun sem gerist hjá mörgum mömmum einhverntíma á „ferlinum.“ Eitt af því sem virkilega eykur streitu er að vera í því hlutverki að þóknast öðrum.

Þrátt fyrir að að lýsingin hér að ofan: Sá sem vill gera öllum til geðs telur sig sjálfan oft hjálpsaman og góðan, sá sem hættir öllu sínu til að hjálpa fólki sem þarf á því að halda, kunni að virðast jákvæð, getur hún einnig verið skaðleg og aukið streitu í lífi fólks frekar en annað. Á þetta við um þig? Ef svo, hvernig er hægt að stöðva þessa hegðun til að fá meiri ró í lífið?
Er mamma meðvirk öðrum?

Það er fín lína milli þess sem mamma er hjálpleg og vinsamleg og þess að vera að þóknast öðrum, lifa í meðvirkni. Það er mikilvægt að bera kennsl á hvort meðvirknin sé í raun að eyðileggja meira en æskilegt er.

Samkvæmt Healthline er nauðsynlegt að kafa dálítið inn á við til að leita svara, heiðarlegra svara, en þetta er mikilvægt. Ef mamman áttar sig á að hún þráir að öðrum líki við hana og hún óttast jafnvel höfnun, gæti hún verið í því hlutverki að þóknast öðrum. Hún gæti viljað passa inn í mömmuhópinn eða í félagsskap í skóla eða leikskóla og boðið sig fram í ýmis hlutverk og sjálfboðavinnu, þrátt fyrir að hún kannski hafi ekki tíma vegna anna og skyldna. Hún bara bætir þessum störfum í bunkann.

Ef mamma á erfitt með að segja „nei“ við einhvern eða við einhverju, er hún líklega meðvirk. Að segja nei er vissulega erfitt, en mjög nauðsynlegt til að setja öðrum mörk, því aðrir lesa ekki hugsanir og geta ekki vitað hvaða mörk þessi mamma hefur. Ef hún er spurð að einhverju og hún vill ekki gera það, segir hún samt já, því hún er hrædd um að henni verði hafnað.

Mamma sem þóknast öðrum er fljót að samþykkja allt sem hinir segja, jafnvel þó hún sé ekki sammála, til þess eins að „passa inn“ og vera viss um að henni verði ekki úthýst úr hópnum. Hún mun oft afsaka sig þó hún hafi ekki gert neitt rangt, því hún vill umfram allt halda friðinn.

Skaðlegar aðstæður

Nú, hafið þið lesið þetta að ofan, er auðvelt að sjá hversu skaðlegt þetta getur verið fyrir móður. Aðalmálið varðandi meðvirkni og þessa þrá að þóknast öðrum er að engin skýr mörk eru sett og þetta getur gersamlega yfirbugað mömmuna. Hún gæti tekið að sér meira en hún getur höndlað og hún gæti hreinlega endað í kulnun og ofur-streitu. Þetta þýðir að það þurfa að vera skýr skref í átt að stöðva þessa hegðun.

Hvernig á að hætta

Samkvæmt Psychology Todayer afar nauðsynlegt að líta inn á við til að stöðva meðvirku hegðunina. Þegar þú ert beðin um að gera eitthvað, taktu smá stund til að spyrja sjálfa þig: „Af hverju er ég að hjálpa?“ Ef þú ert að hjálpa því þig langar til þess og það gleður þig, frábært. Ef þú ert að hjálpa til að koma í veg fyrir samviskubit ef þú gerir það ekki, er það merki um að þetta sé ekki heilbrigt.

Við biðjum alltaf börnin okkar að æfa sig fyrir verkefni, ræðu eða álíka og við þurfum að gera slíkt hið sama. Æfðu þig að segja „nei“ í spegilinn, við vinkonu eða maka. Að leika hlutverk (þó það virðist kannski kjánalegt!) og aðstæður sem upp kunna að koma í framtíðinni getur hjálpað þér að segja ekki „já“ um leið og að setja þessi mörk.

Um leið og þú hefur náð því, æfðu þig að afsaka þig ekki. Það er sjaldan ástæða fyrir að afsaka sig fyrir að segja mörk vegna einhvers sem þú vilt ekki gera.

Að lokum þarftu stöðugt að minna þig á að segja „nei“ gerir þig ekki að slæmri manneskju, allir hafa mörk og rétt til að setja mörk.

Mömmuhópurinn, félagsstarfið eða vinkonurnar ættu að virða mörkin þín og ef ekki, er kannski tími til að endurskoða hverja þú umgengst. Með því að læra að segja „nei“ og hætta að þóknast öðrum, gefur þér meiri tíma fyrir sjálfa þig og þína sjálfsrækt, sem og fjölskyldu og vini.

 

Heimild: Moms.com

 

 

Að verða „viljug mamma” – hvernig er hægt að breyta um uppeldisaðferð?

Að verða „viljug mamma” – hvernig er hægt að breyta um uppeldisaðferð?

Að verða „viljug mamma” – hvernig er hægt að breyta um uppeldisaðferð?

Þegar kona verður mamma þarf hún að ákveða hverskonar móðir hún ætlar sér að verða. Möguleikarnir eru margir – til er „þyrlumamma“ (e. helicopter mom) sem þýðir að hún fylgist grannt með börnunum og reynslu þeirra og vandræðum, sérstaklega námstengdum, einnig er til „sláttuvélamamma“ (e. lawnmover mom), einnig kallað snjóplógsmamma – sem þýðir að hún hefur sterka hvöt til að verja börnin sín fyrir öllum erfiðleikum og hindrunum – og er sagt að slíkt foreldri „slái yfir“ öll vandræði sem barnið stendur frammi fyrir, einnig kemur það í veg fyrir að vandræði eigi sér stað að fyrra bragði. Svo eru til mömmur sem vilja að börnin sín alist upp „í lausagöngu“ (líkt og hænurnar!) og þær mömmur vilja að börnin reki sig sjálf á og taki sjálf á sínum málum. Svo er auðvitað til blanda af þessu og fleiri uppeldisaðferðum til.

Besta mamman er þó sennilega „viljuga“ mamman. Heimurinn er ótrúlega annasamur, sérstaklega fyrir mæður. Það eru milljón hlutir sem hún þarf að gera en að gera þá alla er bara ekki hægt.

Hvað þýðir að vera viljug mamma?

Samkvæmt Thrive Global þýðir það að þú hefur sérstakt markmið í lífinu, það er eitthvað sérstakt sem hvetur þig áfram og þú færist nær því markmiði með vilja og ástæðu. Fyrir mömmu getur þetta verið uppeldið. Hún reynir sitt besta til að börnin hennar fái allt sem þau þarfnast, þannig vilji hennar er að vera þeim innan handar í hverju sem snýr að þeim. Hún passar upp á að líkamleg og andleg heilsa þeirra sé í forgangi.

Það er að sjálfsögðu auðveldara að segja það en gera, en það eru ýmis lítil skref sem mömmur geta tekið til að færast nær því marki að verða slík móðir.

Ástúð

Ef þú spyrðir mömmu, eða sjálfa þig, hversu oft sýnir þú börnum þínum ástúð? er líklegt að hún svari „alltaf.“ Samt sem áður, ef við hugsum grannt um það sem við gerum og segjum getur það komið illilega á óvart að við erum ekki að gera það eins oft og við höldum.

Samkvæmt I Believe er hluti af því að vera viljug mamma að gefa ástúð og umhyggju á hverjum einasta degi. Það þýðir að mamman getur stoppað og kallað „Ókeypis knús!“ til allra og börnin vita að þau geta komið til hennar. Ástúð er einnig sýnd í gegnum orðaval okkar og við þurfum að vera viss um að við hrósum börnunum okkar og tölum á jákvæðan hátt.

Breyttu um hugarfar varðandi „skyldustörf“

Ein af ástæðunum fyrir því að mömmur telja sig oft ekki vera hluti viljugu mæðranna er að þær telja sig ekki hafa tíma fyrir það. Það er alltaf eitthvað sem þær þurfa að gera, skyldum að gegna, húsverk að sinna. Þessi hversdagslegu verk geta breyst í viljug verk með því að hugsa um þau sem tíma sem þú getur notið með einu barnanna. Þegar þú ferð með barnið þitt að versla, gerðu skemmtilega ferð úr því. Spjallið í bílnum á leiðinni þangað, skoðið búðina saman. Spjallið um nýjar uppskriftir og innihaldsefni sem þið hafið ekki séð áður.

Að breyta skipulaginu

Ef skortur á tíma kemur í veg fyrir að mömmur geti tekið þá ákvörðun að verða viljugar, er hægt að breyta hlutunum. Samkvæmt Finding Joy  áttu að búa til sérstakan tíma þar sem þú vilt rækta móðurhlutverkið. Taktu frá tíma á hverjum degi og skrifaðu það niður – þú munt setja allt í lífi þínu á pásu þá stundina, nema börnin þín. Þessi tími fer ekki í húsverk eða vinnu, þú ætlar bara að eyða tíma með barninum og gera eitthvað saman, þó það sé bara að spjalla.

Mikilvægu hlutirnir

Þegar við horfum á það sem við ættum að gera, er gott að spyrja sig, hversu nauðsynlegir eru þessi hlutir í raun og veru? Er nauðsynlegt að taka úr uppþvottavélinni núna í stað þess að gera eitthvað með barninu? Þegar við förum að hugsa út í þessa hluti og skoða mikilvægi þeirra getum við sett börnin í fyrsta sæti og verið með þeim. Mamman áttar sig fljótlega á að vera viljug mamma er það mikilvægasta, mikilvægara en öll húsverkin.

Nýr dagur

Viljugar mömmur eru allt annað en fullkomnar og það koma dagar sem þær fara í rúmið og vita að þær hefðu getað átt betri dag. Það er bara eins og lífið er. Góðu fréttirnar eru þær að með því að vera viljug sérðu að hver dagur er nýr dagur. Að vera viljugur þýðir að gærdagurinn er fortíðin. Þú lærir af því og gerir öðruvísi í framtíðinni. Það er ekki hægt að breyta því sem gerðist og þegar mæður horfa of mikið á það sem gerðist er hún ekki í núinu með börnunum.

Ef þetta reynist erfitt er alltaf trikk sem aðrar mæður hafa notað með góðum árangri: Að setjast niður og hugsa um hversu þakklát hún er fyrir fjölskylduna og það sem hún hefur. Að njóta þeirrar tilfinningar getur virkilega breytt hugsunarhættinum um hvernig lifa skal lífinu til fullnustu.

 

Heimild: Parents.com

 

 

Af hverju hef ég ekki áhuga á kynlífi?

Af hverju hef ég ekki áhuga á kynlífi?

Af hverju hef ég ekki áhuga á kynlífi?

Hvað kemur í veg fyrir að ég stundi kynlíf, hafi heilbrigða kynhvöt? Margir gera fullt af hlutum vel þegar þeir eru undir álagi. Að finnast maður kynþokkafullur er ekki eitt af því. Streita heima, í vinnunni eða í samböndum kemur fyrir hjá öllum. Að læra að höndla streitu á heilbrigðan hátt hjálpar mikið til. Þú getur gert það sjálf(ur) eða ráðgjafi eða læknir getur hjálpað.

Vandræði varðandi maka/elskhuga

Ef einhver vandræði eru í sambandinu getur það virkilega drepið niður kynhvötina. Fyrir konur er nánd oft undanfari þrár. Fyrir bæði kynin eru slæm samskipti, rifrildi, særindi eða skortur á trausti ástæða þess að kynlíf er þeim ekki efst í huga. Ef erfitt er að snúa við blaðinu er hægt að fara til pararáðgjafa.

Áfengi

Einn drykkur getur verið ánægjulegur áður en kynlíf er stundað. Of mikið áfengi getur hinsvegar drepið niður kynhvöt. Að vera of drukkin/n er heldur ekki mjög sexý fyrir þann sem þú ætlar að stunda kynlíf með. Ef þú getur ekki hætt að drekka eða minna er kannski ágætt að tala við ráðgjafa.

Svefnleysi

Ef kynlíf er þér alls ekki ofarlega í huga, ertu kannski ekki að fá nægan svefn. Ferðu í rúmið of snemma eða vaknar of snemma? Áttu við einhver svefnvandamál að stríða, s.s. kæfisvefn, erfitt að sofna eða haldast sofandi? Allt sem truflar góðan nætursvefn getur haft áhrif á kynhvötina. Þreyta drepur niður kynhvötina. Hægt er að vinna í svefnmynstrinu sínu en gott er einnig að fá aðstoð fagaðila.

Að eiga börn

Kynhvötin hverfur ekki um leið og þú verður foreldri. Samt sem áður taka börnin mikinn tíma, og sérstaklega ef þau sofa í herberginu eða koma uppí á nóttunni. Passið að fá frí, fáðu barnfóstru eða leyfðu krökkunum að gista. Nýtt barn? Prófið kynlíf þegar barnið sefur.

Lyf

Sum lyf drepa niður kynhvötina. Til að mynda:

 • Þunglyndislyf
 • Blóðþrýstingslyf
 • Sumar getnaðarvarnarpillur (sumar rannsóknir segja að svo sé, sumar ekki)
 • Geislameðferð
 • Fínasteríð

Að skipta um lyf eða lyfjaskammta getur hjálpað. Spyrðu lækninn og aldrei hætta að taka lyf upp á eigin spýtur. Segðu lækninum einnig frá vandanum ef þú ert að byrja á nýju lyfi.

Slæm líkamsímynd

Flestum finnst þeir kynþokkafyllri þegar þeim líkar við sig sjálfa og hvernig þeir líta út. Best er að vinna í sjálfsást, sættast við líkamann eins og hann er í dag, jafnvel þó þú sért að vinna í að komast í form. Að líða vel með sig sjálfa(n) getur sett þig í stuð!

Offita/ofþyngd

Mörgum sem eru of þungir finnst kynhvötin stundum lág. Það getur verið að þeir njóti ekki kynlífs, geti ekki gert sem þeir vilja eða hafi of lágt sjálfsmat. Að vinna með hvernig þér líður með þig sjálfa(n), með fagaðila ef þarf, getur gert kraftaverk.

Þunglyndi

Að vera þunglyndur útilokar ýmislegt, einnig kynlíf hjá mörgun. Það er ein af mörgum ástæðum þess að leita þarf hjálpar. Ef meðferðin inniheldur lyfjagjöf, segðu lækninum þínum frá því, því sum (en ekki öll) þunglyndislyf minnka kynhvötina.

Breytingaskeiðið

Fyrir margar konur minnkar kynhvötin á breytingaskeiðinu. Þetta gerist oft vegna þurrks í leggöngum og sársauka í kynlífi. Hver kona er einstök, þannig auðvitað er mögulegt að lifa stórkostlegu kynlífi eftir breytingaskeiðið með því að rækta sambandið, sjálfsálitið og heilsuna yfir höfuð.

Skortur á nánd

Kynlíf án tilfinninga getur deyft löngunina. Nánd er miklu meira en bara kynlíf. Ef kynlífið ykkar er ekki á góðum stað, reynið að eyða meiri tíma saman sem ekki snýst um kynlíf, bara þið tvö. Talið, kúrið, nuddið hvort annað. sýnið ást án þess að stunda kynlíf. Að verða nánari getur endurbyggt kynlífið.

 

Heimild: WebMd

Hvers vegna er barnið mitt kvíðið?

Hvers vegna er barnið mitt kvíðið?

Hvers vegna er barnið mitt kvíðið?

Hræðsla barna okkar og kvíði getur oft leitt til hegðunar sem foreldrar klóra sér í höfðinu yfir og hugsa: „Af hverju hegðar barnið mitt sér svona?“

Kvíði er auðveldari að greina og eiga við, en hlutir sem snúa að skynjun eru erfiðari að eiga við og geta farið framhjá manni. Þetta er ástæða þess að það er mikilvægt að komast að rót hegðunar barna okkar svo við séum betur fær um að hjálpa þeim.

Á eitthvað af þessu við um þitt barn?

 • Virðist mjög viðkvæmt?
 • Virðist óvenju varkárt?
 • Virðist verða pirrað að finna fötin koma við húðina?
 • Þarf auka hjálp við að sofna eða þarftu að leggjast niður með því?
 • Brotnar saman eftir að hafa verið á háværum eða mannmörgum stað?
 • Tekur eftir smávægilegustu breytingum?
 • Þarf alltaf að stjórna öllu?

Ef eitthvað af þessu lýsir barninu þínu getur kvíðinn stafað af skynjunarkerfi þess. Við skynjum eitthvað á hverri einustu sekúndu alla daga, sem getur látið sum börn verða ofurnæm eða yfirbuguð. Þetta getur komið fram í bræðisköstum, niðurbroti eða að forðast aðstæður sem setja þessa tilfinningu af stað.

Sem foreldrar þurfum við oft að leika rannsóknarlöggur, og skynjun og kvíði geta haldist í hendur. Skynjunarbreytileiki getur leitt til kvíða og kvíði getur leitt til hegðunarbreytingar. Til dæmis getur verið yfirbugandi fyrir sum börn að mæta í afmælisveislu vegna hávaðans og of mikils álags á skynfærin. Fyrir önnur börn getur þessi sama veisla valdið kvíða því þau eru sett í aðstæður með börnum sem þau þekkja kannski ekki.

Til að greina á milli skynjunar og kvíða íhugaðu:

Tímasetning. Ekki bara horfa á hvað er að gerast þegar hegðunin á sér stað, heldur einnig það sem hefur átt sér stað fyrir hegðunina. Skynjunartengt niðurbrot getur mallað í smá tíma áður en niðurbrotið á sér stað.

Mynstur. Er þráður í ákveðinni hegðun? Á barnið t.d. erfitt með að klæða sig fyrir skólann en allt er í lagi um helgar? Er barnið þitt í lagi á flestum stöðum en ef staðurinn er of hávær, fer það að láta órólega eða illa?

Skynjun.Þegar skynjunin er rótin hefur það áhrif á ýmislegt. Það er sjaldgæft að það hafi áhrif á eitthvert eitt, til dæmis að klæða sig.

Það eru til leiðir til að hjálpa börnum með skynjunartengdan kvíða:

Hjálpaðu þeim að skilja hvað skynfærin þurfa og þola verr

Búðu til skipulag til að nota til að ná tökum á ótta og kvíða

Leyfðu barninu að fá sinn tíma til að ná sér niður á hverjum degi

Lærðu að þekkja þegar barnið er orðið æst og oförvað

Hvettu til magaöndunar

Haltu rútínu og passaðu að barnið viti um breytingar á rútínu fyrirfram

Gefðu barninu næg tækifæri til að hreyfa sig

Ef kvíði barnsins og ótti hafa mikil áhrif á daglegt líf, ekki hika við að leita til fagaðila.

 

Heimild: Cindy Utzinger/Charlotteparent.com

Pin It on Pinterest