„No makeup makeup”, hið náttúrulega lúkk!
„No makeup makeup”, hið náttúrulega lúkk!
„Hvernig er hægt að farða sig án þess að það sé mjög sjáanlegt?” gæti líklega einhver spurt sig. Jú, það er hægt, en það er kúnst! No makeup, makeup væri kannski þýtt yfir á íslensku sem „farði án farða”, en það er sko aldeilis ekki rétt! Það væri kannski öllu nær að segja „förðun án sjáanleika”….eða eitthvað í þeim dúr. Við skulum bara halda okkur við enskuna og sletta aðeins og kalla þetta einfaldlega „no makeup, makeup”!
En hvað er no makeup, makeup ef í því eru notaðar förðunarvörur? Jú, það er lúkk sem gengur út á að undirstrika náttúrulega fegurð viðkomandi. Í því lúkki eru kannski engin sérleg boð eða bönn annað en að til þess það geti kallast no makeup, makeup þarftu að ná að draga fram alla fallegu eiginleikana þína með förðunarvörum án þess að förðunin sé áberandi! Hljómar einfalt…en er samt alveg pínu flókið!
Við ætlum hér að gefa nokkur góð ráð hvernig gott er að gera no makeup, makeup.
Notaðu léttan farða
Notaðu farða sem er léttur og hylur án þess að veita mikla þekju. Það gengur alls ekki að vera með of þykkt lag af farða til að ná þessu lúkki. Okkur finnst t.d. Face and Body farðinn frá MAC mjög góður í NMM eða Shiseido farðinn Synchro Skin Self Refreshing sem er einn af okkar uppáhalds, hann er einstaklega léttur og heldur sér vel yfir daginn. Hann hefur einnig sólarvörn númer 30. Shiseido Synchro skin númer 1.
Notaðu náttúrulega augnskugga
Gott er að hafa skyggingu sem er neutral, beige, brúna tóna sem gefa létta skyggingu.
Mjög vinsælir augnskuggar í no makeup makeup eru kremaugnskugganir Paint Pot frá MAC sem heita „Groundwork” og „Painterly”. Groundwork frá MAC númer 2.
Notaðu létta skyggingu
Það er algjör nauðsyn að skyggja kinnbein og ofan á enni ef ennið er hátt. Því þú vilt alls ekki virka „flöt” í framan. Notaðu sólarpúður eða kremskyggingu til að draga fram falleg kinn- og kjálkabein. Okkar allra uppáhalds um þessar mundir er Chanel kremsólarpúður og stiftið “Glow 2 Go” frá Clarins númer 02. Glow 2 Go stiftið frá Clarins er algjört möst í makeup-kittið, það er hægt að nota það í augnskyggingu, kinnalit, á varir og skyggingu á kinnbein. Clarins Glow 2 go er númer 3.
Náttúrulegar varir með ljósum gloss eða varalit
Glossinn getur þú notað á varirnar, á kinnbeinin og á augnlokin til að fá geggjaðan ljóma. Því þegar leitast er eftir náttúrulegu makeup-i viltu ná fram fallegum æskuljóma! Þú getur líka notað mildan varalit til að ramma inn fallegar varir. Clarins varagloss númer 4.
Fáðu þér gott rakasprey og svo er bara sprey, sprey, sprey on!
Gott rakasprey gerir gæfumun, ef þig langar að ná fram virkilega fallegu náttúrulegu lúkki er æðislegt að eiga gott rakasprey. Það er líka svo þægilegt og frískandi að spreyja framan í sig góðum raka. Hressir, kætir og bætir þreytta húð!
Nip Fab C-vítamín mistið er einstaklega frískandi og fyrir þær sem fíla góðan sítrusilm er þessi algjört möst í töskuna. Nip Fab C-vítamín sprey númer 5.
Maskari er val!
Það er alls ekki nauðsynlegt að nota maskara í no makeup, makeup en það er algjörlega undir þér komið. Sumir kjósa maskara alltaf, aðrir eru með dökk augnhár og þurfa bara að bretta þau upp með augnhárabrettara og þá er það komið, VOILÁ!
Ef þú kýst maskara er gott að hafa léttan maskara, alls ekki velja maskara sem þykkir eða lengir augnhárin því þá ertu búin að missa náttúrulega lúkkið. Eins er hægt að nota dökka skyggingu við efri augnháralínu og ramma þannig inn augnumgjörðina án þess að það líti út eins og eyeliner.
Að okkar mati er maskarinn frá Helenu Rubenstein frábær til að ná fram náttúrulegu maskaralúkki. Hann heitir Lash CC og kemur í túpu, einn sá besti fyrir þær sem vilja halda náttúrulegu lúkki augnhára dags daglega. Helena Rubenstein maskari er númer 6.
Þessi færsla er ekki kostuð. Höfundur færslunnar er nemandi í Make-up studio Hörpu Kára.