Hér kemur ein ofureinföld uppskrift af nammi sem er stútfullt af orku og næringu og ekki er verra að það tekur aðeins um 20 mínútur að töfra þessa dásemd fram.

Hráefni:

  • 150 g kasjúhnetur
  • 100 g pekahnetur
  • handfylli af graskersfræi
  • handfylli af trönuberjum
  • handfylli af kókosflögum
  • 1-2 tsk agave sýróp

heilsusnakkk22Það er algjörlega smekksatriði hversu miklu af hverju hráefni er blandað saman en þessi hlutföll klikka ekki. Innihaldsefnum er dreift á bökunarplötu, sýrópi hellt yfir í mjórri bunu og öllu svo hrært saman. Þessu er svo skellt í ofninn á 180° í ca. 10 mínútur eða þar til kókosflögurnar eru farnar að taka smá lit en þær eru viðkvæmar fyrir því að brenna svo fylgjast þarf vel með.

Eftir að nammið er tekið úr ofninum er því leyft að kólna í smástund. Þá er ekki annað eftir en að setja í góða nammiskál og njóta!

 

Höfundur 

Elsa Kristinsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This