Tinna Arnardóttir starfar sem hóptímakennari og einkaþjálfari hjá World Class í Egilshöll. Síðan 2009 hefur hún verið með námskeiðið Nýr lífstíll og er það eitt það vinsælasta hjá World Class. Við spjölluðum við Tinnu og fengum nánari útskýringar á námskeiðinu hjá henni og eina uppskrift.

Tinna Arnardóttir

Tinna Arnardóttir

Nýr lífstíll er námskeið fyrir konur sem þurfa að missa 15 kg eða meira. Það verður vinsælla með hverju árinu sem líður og fyllist alltaf strax. Ég hef það að sjónarmiði að nr.1, 2 og 3 sé að konur hafi gaman af því að hreyfa sig og komi hreyfingunni inn í rútínuna sína. Mataræðið er svo smám saman tekið með án þess að það séu einhverjir öfgar því tengdir.

Í því þjóðfélagi sem við búum í dag er oft lítill tími til að standa í eldamennsku og sumum finnst hreinlega ekkert gaman að elda þ.m.t. ég. Því einbeiti ég mér að einföldum uppskriftum sem eru ekki með milljón hráefni og taka helst ekki lengri tíma en 30-40 mín en eru næringagóðar og hollar.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi námskeiðið þá er velkomið að senda mér tölvupóst á tinna@worldclass.is – Einnig er hægt að fylgjast með á instagram tinna_funworkout

Eitt það besta sem ég og dætur mínar fá í hádegis- eða kvöldmat þessa dagana er eggjatortilla. Það tekur ca 15 mín að útbúa hana frá grunni.

Fyrir 1

  • 1 heilveititortilla
  • 2 eggjahvítur og 1 eggjarauða
  • ½ lítið avocado
  • 1 msk salsasósa
  • 1 msk saxaður rauðlaukur
  • Lime
  • guacamolikrydd

Eggin eru þeytt saman og steikt á pönnu, ég steiki báðar hliðar. Tortillan er svo hituð yfir eggjunum eftir að þeim er snúið til að fá hana mjúka. Salsa smurt á, eggin sett ofaná og tortiunni rúllað upp. Borið fram með heimagerðu guacamole.

Guacamole

  • ½ lítið avacado stappað
  • 1 msk smátt saxaður rauðaukur
  • guacamolikrydd eftir smekk
  • smá lime kreist yfir

Njótið!

Pin It on Pinterest

Share This