Það kannast örugglega allir við það að langa í eitthvað ótrúlega fljótlegt og gott en þó í hollari kantinum og enda á fá sér grillaða samloku eða eitthvað í þá áttina.

Hér kemur uppskrift af vefju sem uppfyllir öll hollustuskilyrðin ásamt því að vera eldsnögg í vinnslu og svakalega fersk og góð.

 

Hráefni:

  • iceberg
  • kirsuberjatómatar
  • gúrka
  • avókadó
  • hamborgarhryggur í sneiðum
  • ostur
  • egg

 

Dressing:

  • 3 msk sýrður rjómi eða grísk jógúrt
  • ½ tsk Dijon sinnep
  • ½ hvítlauksrif
  • ½ tsk hunang
  • smá salt
  • smá svartur pipar, mulinn
  • steinselja

Öllu hrært saman og kryddað eftir smekk. Dressingin er einnig sjúklega góð með steiktum kjúklingi og fiski.

Hráefnunum raðað á icebergið sem er sett fyrst á vefjuna, hella smá dressingu yfir, og rúlla svo upp og njóta.

Höfundur 

Elsa Kristinsdóttir

 

 

 

Pin It on Pinterest

Share This