Í olíunni er að finna rósmarín og mintu sem róa erta húð. Þessi olía eykur teygjanleika húðarinnar og minnkar þannig líkurnar á sliti á meðgöngu.
Í olíunni er að finna rósmarín og mintu sem róa erta húð. Þessi olía eykur teygjanleika húðarinnar og minnkar þannig líkurnar á sliti á meðgöngu.

Þó svo að slit séu bara falleg minning um það að þú hafir borið það dýrmætasta sem þú átt í níu mánuði þá vilja flestar konur koma í veg fyrir að slitna á meðgöngu. Slit geta komið af mörgum ástæðum, hormónar eru eitt, svo spilar líka teygjanleiki húðar inn í og eins er meiri hætta á sliti ef húðin er þurr og vannærð. En vatnsdrykkja er alltaf mikilvæg og við megum ekki vanmeta það. Eins eru olíur til inntöku mjög mikilvægar og omega olíur eru einstaklega nærandi fyrir húðina. Ekki henta samt allar vörur óléttum konum og sumar vörur geta innihaldið efni sem eru ekki heppileg á meðgöngu.

Clarins hefur um árabil boðið upp á vörur sem eru sérstaklega ætlaðar til notkunar á meðgöngu. Um er að ræða olíu sem er 100% náttúruleg og innheldur meðal annars heslihnetur sem eru einstaklega rakagefandi. Einnig er að finna í henni rósmarín og mintu sem róa erta húð. Þessi olía eykur teygjanleika húðarinnar og minnkar þannig líkurnar á sliti á meðgöngu. Það er líka gott að nota hana eftir barnsburð til að hjálpa húðinni að komast í sitt fyrra horf. Sjálf hef ég reynslu af þessari olíu því ég notaði hana á öllum mínum þremur meðgöngum og ég slitnaði ekki neitt. Fyrsta meðgangan mín var árið 2000, önnur 2005 og sú síðasta 2014 svo þessi olía er ekki ný af nálinni. Það hvarflaði því ekki að mér annað en að kaupa olíuna aftur og aftur. Lyktin getur verið sterk til að byrja með en ilmurinn af rósmarín og mintu finnst vel. Það truflaði mig aðeins fyrstu vikurnar þegar ógleðin var sem mest, því ég byrjaði að bera á mig olíuna um leið og ég fékk tvö strik á þungurnarprófinu. Á meðan ég tókst á við morgunógleði truflaði lykt mig mikið þannig að það er lítið að marka en þegar ég var komin yfir það tímabil þá fannst mér lyktin bara frískandi og góð.

Ljósmynd: Krissý

Pin It on Pinterest

Share This