Hvernig á að þrífa og sótthreinsa leikföng á umhverfisvænan hátt
Hvernig á að þrífa og sótthreinsa leikföng á umhverfisvænan hátt
Þannig verða þau gróðrarstía fyrir allskonar bakteríur og auðvitað verða þau skítug í leiðinni. Þetta er ástæðan þau verða vera hreinsuð reglulega, en það þýðir samt ekki að hin þurfi ekki þrif líka, því best er að hafa röð og reglu öllu.
Í fyrsta lagi er best að sótthreinsa öll leikföng um leið og þau koma úr búðinni. Oftast eru þrifleiðbeiningar á kassanum en ef ekki eru hér ráð til að þrífa og sótthreinsa leikföng.
Heitt vatn
Algengasta þrifaðferðin er heitt vatn og ekkert annað. Það drepur bakteríur sem þola ekki of háan hita. Látið aðeins leikföng sem þola vatn liggja í vatni og látið liggja þar til vatnið kólnað. Þurrkaðu með handklæði og þau verða tilbúin í ný ævintýri með barninu þínu. Þú getur einnig þvegið þau í uppþvottavél eða þvottavél.
Sápuvatn
Önnur leið til að losna við sýkla er að þrífa með sápuvatni, en ekki láta vatnsþolin leikföng liggja of lengi. Þetta er gott fyrir viðarleikföng og leikföng sem þola ekki mjög heitt vant, því það getur eyðilagt þau. Alltaf þurrka þau á eftir það sem þau gætu myglað.
Matarsódi
Að setja tauleikföng í þvottavél er yfirleitt í lagi, en ef þú ert hrædd/ur um að þau eyðileggist er hægt að velta þeim uppúr matarsóda, láta þau sitja í 20 mínútur og hrist svo af eða ryksugað þar til ekkert er eftir.
Edik
Ef þér finnst vatnið ekki nægja er hægt að nota borðedik (einn á móti einum). Þú getur þurrkað leikföngin af með blöndunni og látið þau svo þorna úti til að losna við lyktina.
Þvottavélin
Fyrir dúkkuföt er best að þvo þau í þvottavélinni eins og venjuleg föt. Ekki gleyma þeim, sama hversu lítil þau kunna að vera! Þú getur líka sett þau í þurrkarann.
Það eru ýmsar leiðir til að láta leikföngin verða eins og ný. Passaðu upp á að leikföngin séu örugg fyrir barnið og fylgstu með hvort sum eru orðin brotin eða ónýt. Ekki sótthreinsa samt of oft, því gerlar og bakteríur eru góð fyrir þróun ónæmiskerfis barnsins.
Mælt er með að þrífa þau tvisvar í mánuði, eða eftir þörfum.
Heimild: Veryanxiousmommy.com