Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

„Það er bæði fallegt og skelfilegt,“ sagði pabbinn Tan France sem lesendur kannast eflaust við úr þáttunum „Queer Eye.“

Amy, sem er grínisti og stjarna úr kvikmyndum á borð við „I Feel Pretty“ og „Snatched“ póstaði pistli um tilfinningar sínar á Instagram á dögunum. Birti hún mynd af sér og syni sínum Gene, sem hún á með eiginmanni sínum Chris Fischer.

„Að vera mamma er himnaríki á jörðu og það þýðir líka að þú hefur stanslausa sektartilfinningu og finnst þú vera varnarlaus,“ segir hún.

„Þér finnst þú bera hjartað utan á þér og þú ert of gömul til að drekka í burtu tilfinningarnar eins og þú gerðir áður, þegar þú varst ástfangin og hrædd. Sendið hjálp!!!“

Foreldrar kepptust við að deila þessum áhyggjum með henni. Leikkonan Kimberly Williams-Paisley skrifaði: „Besta og erfiðasta starfið. Hljómar eins og þú sért að gera eitthvað rétt!“ Leikkonan America Ferrera tók undir og skrifaði: „Amen.”

Shumer og Fischer eignuðust Gene í maímánuði 2019. Þau ætluðu að nefna drenginn Gene Attell Fischer eftir vini Amy, grínistanum Dave Attell. Þau skiptu fljótt um skoðun þegar þau áttuðu sig á að það hljómaði alveg eins og „genital fissure“ (í. kynfæra rauf/sprunga).

Fréttamiðlar og vinir þeirra héldu þetta væri hrekkur eða grín!

Amy sagði útvarpsmanninum Howard Stern um þetta augnablik þegar hún áttaði sig á mistökunum: „Þú ert bara ný mamma, frekar þreytt en himinlifandi. Og þá – ég veit ekki hvort eitthvað nettröll skrifaði það eða einhver annar – og ég fattaði það og bara „guð minn góður!“ sagði hún í þætti Howards, Sirius XMí apríl árið 2020.

„Ég – sem er auðvitað klúr manneskja – fattaði ekki neitt,“ sagði hún. „Blóðið þaut upp í hausinn á mér og ég bara: „Chris!“ Allt sem þú vilt er að vernda barnið þitt og ég bara gerði þetta út í bláinn…fyrstu mistökin af mörgum,“ sagði hún glettin.


 

Heimild: Huffington Post

 

 

Myndaþáttur: Stjörnubörn sem eru alveg eins og foreldrarnir!

Myndaþáttur: Stjörnubörn sem eru alveg eins og foreldrarnir!

Myndaþáttur: Stjörnubörn sem eru alveg eins og foreldrarnir!

Lítil stjörnuútgáfa! Stjörnurnar í Hollywood hafa að sjálfsögðu fjölgað mannkyninu og gaman er að sjá andlit sem við þekkjum vel í gullfallegum börnum, ekki satt? Hér eru nokkrar af þeim „líkustu”:

David Beckham og synirnir Romeo, Brooklyn og Cruz

Bette Midler og Sophie Hasselberg

Chrissy Teigen og Luna

Lori Loughlin og Olivia Jade Giannulli

Cindy Crawford og Kaia Gerber

Courteney Cox og Ada

Demi Moore og Rumer Willis

Heidi Klum og Linda

Gisele og Vivian

Goldie Hawn og Kate Hudson

Gordon og Oscar

Gwyneth Paltrow og Blythe Danner

Tom Hanks og Colin

Harry (til hægri) og Archie eru nær alveg eins!

Heather Locklear og Ava Locklear

Elizabeth og Damien Hurley

Jennifer Garner og dóttir

Jerry Hall og Georgia

John Legend og Miles

Jude Law og Raff Law

Julianne Moore og Liv

Kate Beckinsdale og Lily Mo

Kate Moss og Lila Grace

Kobe Bryant heitinn og Gigi

Jennifer Lopez og Emme

Madonna og Lourdes

Matthew McConaughey og Levi

Dætur Meryl Streep

Sophie Richie og Harlow

Synir Russell Crowe

Katie Holmes og Suri Cruise

Susan Sarandon og Eva Amurri

Tina Fey og Sarah

Uma Thurman og Maya

Vanessa Paradis og Lily Rose Depp

Reese Witherspoon og Ava Elizabeth

 

Uppáhalds matur Charlotte prinsessu er ekkert venjulegur!

Uppáhalds matur Charlotte prinsessu er ekkert venjulegur!

Uppáhalds matur Charlotte prinsessu er ekkert venjulegur!

Miðjubarn Williams Bretaprins og Kate Middleton er hin sex ára prinsessa, Charlotte. Hún hefur óvenju fágaðan smekk miðað við sex ára skvísu, en grunnskólabörn sem nýverið hafa byrjað í skóla elska yfirleitt pylsur, eða grillaðar samlokur.

Kate hefur sagt í viðtali að Charlotte elski ólífur, sem er fæða af þeirri tegund að annaðhvort hatar fólk hana eða elskar.

Kate hefur einnig sagt að krakkarnir hennar elski að búa til salöt og svo búa þau oft til ostapasta sem er uppáhald allra í fjölskyldunni.

Kate hefur sjálf sagst elska ólífur þannig börnin eiga ekki langt að sækja það. Þriggja ára prinsinn Louis hefur einnig þennan fágaða smekk, en hann elskar rauðrófur! Sem mætti segja að flest börn á sama aldri hafi í flestum tilfellum hafnað ef borið fram fyrir þau…

Fjölskyldan á góðri stundu

Þegar fjölskyldan var að taka upp Mary Berry í fyrra sem er sérstakur jólaþáttur sagði hertogaynjan: „Við erum með gulrætur, baunir, rauðrófur sem er algert uppáhald Louis, hann elskar þær.“

Kate talar oft um hvað hún elski að elda heima með börnunum, meðal annars að búa til pizzur sem hún segir að börnin „fái aldrei nóg af.“

Pasta og steiktur kjúklingur er oft á borðum hjá Cambridge fjölskyldunni en þau hjónin segjast njóta þess að borða góða steik eða að fá sér „smoothie.“

Pin It on Pinterest