„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Eftir að hafa talað við læknana mína og rannsakað málið fannst mér að besta ákvörðunin væri að halda áfram á lyfjunum við geðhvarfasýkinni og gefa barninu mínu þurrmjólk. Hér er ástæða þess að þetta er besta ákvörðunin fyrir mig og son minn,“ segir Sarah Michelle Sherman í athyglisverðum pistli á Parents.com.

„Á góðu tímabilunum í lífi mínu gleymi ég stundum að ég er með geðhvarfasýki II. Morgunskammtarnir mínir af Abilify og Lamictal renna niður hálsinn jafn auðveldlega og vítamín, gefandi mér það sem ég þarf til að halda mér gangandi yfir daginn og það sem meira máli skiptir, að ég upplifi gleði.

Á slæmu dögunum heldur brjálæðið mér niðri og ég er meðvituð um ástand mitt, jafn meðvituð um að á kvöldin verður dimmt. Það er það einfalt og öruggt. Það tekur yfir og það er nærri ómögulegt að greina á milli hvað sé sannleikurinn og hvað sé veikindin. Ég trúi öllu sem sjúkdómurinn segir mér – og oft segir hann mér eitthvað á borð við „þú þjónar engum tilgangi.“ Hann hefur sitt eigið skipulag og staldrar við í tíma sem hann ákveður einn.

Sem betur fer fór blandan af lyfjum og meðgönguhormónum vel í mig, og ég hef verið góð í 28 vikur núna. Þrátt fyrir þetta er sjúkdómurinn mér ekki ofarlega í huga, og ég gleymi því að ég þarf að taka ákvarðanir sem ég vil ekki taka, svo sem hvort ég get gefið brjóst eða ekki. Ástandið gerir mig dálítið reiða, en ég hef ákveðið að beina reiðinni í að leysa hlutina. Það er enginn tími til að vera reið, það þarf að taka ákvarðanir vegna barnsins sem von er á í ágúst. Og hlutverk mitt er mjög ljóst þessa dagana: Passa hann vel, vernda hann, elska hann.

Ég hef tekið ákvörðun um að hann verði ekki á brjósti. Ein ástæða fyrir því er sú að ég vil ala barnið upp í stöðugleika, stjórn og með öryggi, ég þarf að vera á þessum lyfjum til að laga mig. Eftir að hafa ráðfært mig við læknana veit ég að það er möguleiki á að þau berist í mjólkina. Það er ekki vitað um áhrifin á nýbura en að lesa um möguleikann á blóðskorti og andþyngslum, er ég ekki tilbúin að taka neina sénsa.

Ég er meðvituð um að fari ég af lyfjunum get ég gefið barninu mínu „fljótandi gull“ og hugsanlega gefið honum „bestu byrjun á lífinu.“ Ég er mjög meðvituð um kosti þess að gefa barninu brjóst – bæði fyrir hann og mig. En ég veit að besta byrjun lífs sonar míns er að vera í umsjá móður á lyfjum sem hefur ekki áhyggjur af því hvort lyfin hafi áhrif á hann. Ef ég hætti á lyfjunum óttast ég að svefnleysið sem hrjáir margar mæður geti ýtt mér í hættulegt ástand, ég fer að taka órökréttar ákvarðanir, eyðandi pening sem ég á ekki og elti óraunveruleg takmörk.

Ég hef einnig áhyggjur af þunglyndinu sem kemur þegar ég hætti á lyfjunum, ég myndi verða úti á þekju og missa af mikilvægum atburðum í lífi sonar míns og setja alla ábyrgðina á eiginmann minn.

Og svo er það sjálfshatrið sem kemur með skapsveiflunum og það er eitthvað sem barnið mitt á ekki að verða vitni að, þar sem það viðkemur öllum sviðum lífs míns þegar það á sér stað. Það lætur mig hafa efasemdir um mig sjálfa, hvað ég get og tilgang minn. Og ég vil ekki – ekki í eina sekúndu – hafa efasemdir um tilgang minn um leið og barnið er komið, þar sem hann er tilgangurinn.

Það er samt fullt af ónærgætnu fólki þegar kemur að mæðrum sem kjósa að gefa barni sínu ekki brjóst og það eru margir sem hrista bara hausinn og segja „Brjóstið er best.“ Þetta er hindrun sem ég verð að yfirstíga og ég mun gera það. Því ég veit að ákvörðunin sem ég tók er best fyrir mig og son minn. Hann mun bara fá þurrmjólk þar sem ég er móðir sem tek ábyrgð á geðsjúkdómnum mínum, í stað þess að hunsa hann.

Verkefni mitt er að veita barninu mínu næringuna sem hann þarf til að vaxa og þrífast og ég ætla ekki að bregðast honum. Ég kann að þurfa að eiga við sektarkenndina, dómana og skömmina sem aðrir kunna að leggja á mig fyrir að gefa honum ekki brjóstið, en ég mun reyna að láta það framhjá mér fara. Þetta er ákvörðunin mín og ég mun ekki afsaka mig.

Þar sem móðurhlutverkið nálgast og ég mun taka á móti syni mínum í þennan heim, bið ég þess að ég verði stöðug eins lengi og hægt er. Ég bið þess að hið eina sem fer út í öfgar sé ánægjan af þessari nýju vegferð – þar sem ég held syni mínum nálægt mér þegar ég gef honum pelann, augu hans mæta mínum og ég segi við hann hljótt: „Mamma er hjá þér“ því ég er hjá mér.”

Heimild: Parents.com 

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Rannsóknir sýna að níu af hverjum tíu konum reyna alltaf fyrst að gefa börnum sínum brjóst. Flestar mæður vilja hafa börnin sín á brjósti. Því miður, stundum þvert á óskir okkar, vonir og tilraunir, gengur brjóstagjöf ekki upp.

Margar mæður upplifa djúpan missi þegar þær geta ekki gefið barnið sínu brjóst, annaðhvort alls ekki eða þegar þær geta það ekki jafn lengi og þær hefðu óskað.

Það er eðlilegt að vera döpur og finna fyrir sorg og samviskubiti. Það er mikilvægt að leyfa sér að upplifa þessar tilfinningar. Það getur verið að þér finnist reynslan hafa verið slæm og þú hafir ákveðið allt annað. Þrátt fyrir að þú hafir gefið barninu brjóst í stuttan tíma, jafnvel bara nokkra daga, er það dýrmæt gjöf sem þú getur verið ánægð með.

Það getur tekið einhvern tíma að ná sátt aftur. Að ræða við þína nánustu, s.s. vini, maka eða fjölskyldu um málið getur alltaf verið gott. Þú getur einnig rætt við ljósmóður eða lækni til að fá tilfinningalegan og andlegan stuðning.

Næstum allar mæður byrja á brjóstagjöf en minna en helmingur barna eru ekki 100% á brjósti eftir fjóra mánuði. Stundum er það vegna þess að konur fá ekki réttar upplýsingar eða réttan stuðning á réttum tíma.

Börn yngri en 12 mánaða þurfa brjóstamjólk eða þurrmjólk til að vaxa og þroskast. Ef þú ert ekki að gefa barni þínu brjóst getur þú:

  • Mjólkað þig
  • Notað þurrmjólk
  • Fengið brjóstamjólk frá annarri móður
  • Notað blöndu af ofangreindu

Stundum hefja mæður brjóstagjöf aftur eftir hlé. Með þolinmæði og ákveðni (og samvinnuþýðu barni) getur móðirin oft náð upp mjólkurbirgðum á ný og það getur gengið ágætlega.

Taka tvö

Margar konur geta gefið næsta barni sínu brjóst þrátt fyrir að það hafi ekki gengið upp áður.

Það sem getur hjálpað er að ræða við brjóstagjafaráðgjafa eða lært á netinu eða námskeiðum.

                                                                                               Heimild: Australian Breastfeeding Association 

Pin It on Pinterest