Fyrstu einkenni krabbameins í eggjastokkum
Fyrstu einkenni krabbameins í eggjastokkum
Í mörg ár var eggjastokkakrabbamein kallað „hinn hljóðláti sjúkdómur“ vegna þessa. Ef þú þekkir hinsvegar einkennin geta þú og læknirinn þinn borið kennsl á einkennin snemma.
Algeng einkenni eggjastokkakrabbameins
Það eru fjögur aðaleinkenni þessa krabbameins. Þú gætir fengið þau snemma, þannig gott er að hafa vakandi auga fyrir:
- Bjúgmyndun
- Verk í maga/grindarholi/mjaðmagrind
- Erfiðleika við að næra þig eða finnast þú södd mjög fljótt
- Að þú þurfir að pissa (í skyndi) eða að þú þurfir oft að pissa
Margt annað en eggjastokkakrabbi getur orsakað þessi einkenni. Íhugaðu hvort þau séu óvenjuleg fyrir þig, og hvort þau eigi sér stað oft eða eru að versna.
Önnur einkenni:
- Mikil þreyta, að þreytast fljótt
- Sársauki í kynlífi
- Bakverkur
- Brjóstsviði eða uppþemba
- Hægðatregða
- Bólginn magi
- Þyngdartap eða -aukning án skýringar eða bjúgmyndun sem virkar eins og þyngdaraukning
- Blóð eða útferð frá leggöngum, sérstaklega eftir breytingaskeið
Hafið samt í huga að þó þessi einkenni geti verið eggjastokkakrabbamein er líklegra að eitthvað annað sé að valda þeim.
Hvenær skal hafa samband við lækni
Vegna þess að mörg þessara einkenna eru algeng og kannski væg, er erfitt að vita hvenær best er að hafa samband við lækni. Mælt er þó með að kíkja til hans ef einkennin eru:
- Ný fyrir þér
- Gerast oftar en 12 sinnum í mánuði
- Fara ekki þó þú hvílist, hreyfir þig, breytir mataræði
Segðu lækninum hvort brjósta- eða eggjastokkakrabbamein er í fjölskyldunni
Einkenni sem vara lengur en í tvær vikur eru lykilinn að bera kennsl á krabbann. Aðeins um 15% meinsins greinist snemma. Margar konur taka ekki eftir neinu fyrr en æxlið er orðið stærra og alvarlegra.
Aðrir kvillar í eggjastokkum
Mörg heilkenni geta orsakað bólgur eða óþægindi á grindarsvæðinu. Þau geta verið góð – eða illkynja. Þú veist ekki hvort þú hefur fyrr en læknir hefur rannsakað þig.
Eggjastokkablöðrur valda oft miklum óþægindum, einnig legslímuflakk og bandvefsæxli í legvegg. Þetta getur einnig orsakað óþægindi og verki í grindarsvæði, bjúgmyndun eða bólgur á magasvæði, mikil þvaglátaþörf, ógleði og uppköst, verk í mjóbaki og lærum, erfiðleikar við að losa hægðir eða þvag, sársauka í kynlífi, þyngdaraukning án sjáanlegrar ástæðu, óvenjuleg blæðing frá leggöngum og viðkvæmni í brjóstum.
Heimild: WebMd