Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Íslandsvinurinn Ed Sheeran sagði í viðtali við Zane Lowe í New Music Daily að föðurhlutverkið hafi umbreytt honum og að hann hafi þurft að aðlagast, en hann og eiginkona hans Cherry Seaborn eignuðust dótturina Lyra Antarctica fyrir 10 mánuðum síðan, í ágúst 2020.
„Allir voru bara, þetta er það besta sem getur gerst fyrir þig. Og það eru ákveðnar væntingar í kjölfarið,” sagði Ed. „Það stærsta sem ég lærði…eða, tvennt stærsta. Samband mitt við foreldra mína hefur algerlega breyst, það var frábært fyrir, en nú er það bara endalaust þakklæti og virðing, þú veist, ég veit hvað þau gengu í gegnum og ég er enn bara að fara í gegnum þetta.”
Ed hélt áfram: „Og það er annað, enginn veit hvað þau eru að gera. Ég sé fólk og ég er bara, „guð minn góður, þessi gaur er besti pabbi í heimi,” en hann bara byrjaði eins og ég, ekki vitandi neitt. Og ég er bara að læra á hverjum degi. Svo, mér finnst það alveg æðislegt.”

Þann 1. september síðastliðinn póstaði Ed á Instagram varðandi fæðingu dóttur sinnar, sem sjá má hér að neðan:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)

 

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Að fara með barnið heim af spítalanum er heilmikið skref sem breytir öllu í fjölskyldunni. Sért þú nýbakaður faðir ertu sjálfsagt bæði spenntur og kvíðinn á sama tíma að hefja þennan nýja kafla. Í þessu myndbandi eru frábær ráð frá Jason í Dad Academy fyrir nýbakaða feður í þessari stöðu.

Feður vilja að barnið og foreldrar nærist og hvílist, en einnig að fjölskylda og vinir megi koma og samgleðjast, en á sama tíma eru þeir örþreyttir. Hvernig á að finna jafnvægi í þessu öllu?

Pin It on Pinterest