Svona vilja krakkar að pabbar séu
Svona vilja krakkar að pabbar séu
Dæmigert var að börn lýstu skemmtilegum hlutum til að gera með pabba sínum eða hvernig hann sýndi þeim ást og umhyggju. Í lokin sögðu mjög mörg börn: „Ef það er eitt sem ég vildi að væri öðruvísi við pabba minn væri að við gætum gert meira saman.“
Ef við eigum að vera hreinskilin geta margir pabbar játað að þeir vildu gefa börnunum sínum meiri tíma.
Feður spila óendanlega stórt hlutverk í lífum barna sinna og því meiri tíma sem þeir verja með þeim, því meira hagnast þau á samverunni. Það koma stundir til kennslu, að móta persónuleikann, bindast sterkum böndum og koma á framfæri gildum og skoðunum…allt sem frábærir feður gera.
Það sem skapar minningar er samveran. Það sem skapar minningar eru samtölin. Því meiri samvera, því betra.
Best er að búa til plan, vikuplan eða dagsplan, til að koma samveru með börnunum að til að þessar dýrmætu stundir verði ekki útundan. Fara á sérstaka staði með dótturinni eða syninum og búa til rútínu. Þau þurfa á óskiptri athygli pabbans að halda.
Hafið samverstundirnar stundum öll saman, stundum bara tvö. Fáið ykkur ís, farið í fótbolta eða bara í göngutúr. Að fara yfir nótt eitthvert er ævintýri út af fyrir sig. Best er að slökkva á símanum til að athyglin fari öll á stundina ykkar saman. Það skiptir í raun ekki máli hvað er gert, svo lengi sem þið eigið gæðastund saman.
Heimild: Fathers.com