Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Að láta barnafötin verða mjúk og ilma dásamlega hljómar ekki illa, en það ber að varast samkvæmt sérfræðingum. Þvottasérfræðingurinn og framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins Laundryheap, Deyan Dimitrov, segir að mýkingarefni geti minnkað eldþol fataefna, semsagt auki líkurnar á eldfimi þeirra.

Deyan segir einnig að mýkingarefni geti ert húð viðkvæmra barna og dragi verulega úr eldþoli fatnaðar vegna uppsöfnun efna. Mýkingarefni innihalda fleyti- eða ýruefni og alkóhóletoxýlat sem hvoru tveggja eru í raun eldfim.

Oft eru barnaföt framleidd úr eldþolnum efnum, vegna öryggisráðstafana. Ef mýkingarefni eru notuð, draga þau úr virkni eldþolsins sem þýðir að komist efnið í nálægð við mikinn hita eða eld er líklegra að kvikni í fötunum.

Segir Deyan að þessvegna ætti hvorki að nota mýkingarefni á barnaföt eða náttföt. Hann segir að fólk ætti einnig að skoða hvað sé raunverulega í fötum barnsins. Eldþolin efni eru t.d. velúr, bómull og silki, flísefni eða frotteefni (gróft handklæðaefni.)

Hvað er hægt að nota í staðinn?

Þó þú getir ekki notað mýkingarefni þurfa fötin samt ekki að verða hörð og lyktarlaus. Mælir Deyan með að fólk þvoi fötin á viðkvæmri eða ullarstillingu þvottavélarinnar sem þurrkar fötin ekki jafn mikið. Hröð vinda gerir það nefnilega – gerir fötin harðari og óþægilegri.

Annað ráð er að þvo fötin í köldu vatni með þvottaefni sem þolir niður í 20C°. Einnig er mælt með að láta fötin þorna á snúru í stað þurrkara.

Að þvo eldþolin efni

Best er að forðast hátt hitastig, allt yfir 50C°er of heitt.

Ekki er ráðlagt að handþvo eða láta fötin liggja lengi í vatni eða bleikja þau – þetta brýtur niður eldþol efnanna.

 

Pin It on Pinterest