Mér finnst rigningin góð! – Myndaþáttur

Mér finnst rigningin góð! – Myndaþáttur

Mér finnst rigningin góð! – Myndaþáttur

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Að láta barnafötin verða mjúk og ilma dásamlega hljómar ekki illa, en það ber að varast samkvæmt sérfræðingum. Þvottasérfræðingurinn og framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins Laundryheap, Deyan Dimitrov, segir að mýkingarefni geti minnkað eldþol fataefna, semsagt auki líkurnar á eldfimi þeirra.

Deyan segir einnig að mýkingarefni geti ert húð viðkvæmra barna og dragi verulega úr eldþoli fatnaðar vegna uppsöfnun efna. Mýkingarefni innihalda fleyti- eða ýruefni og alkóhóletoxýlat sem hvoru tveggja eru í raun eldfim.

Oft eru barnaföt framleidd úr eldþolnum efnum, vegna öryggisráðstafana. Ef mýkingarefni eru notuð, draga þau úr virkni eldþolsins sem þýðir að komist efnið í nálægð við mikinn hita eða eld er líklegra að kvikni í fötunum.

Segir Deyan að þessvegna ætti hvorki að nota mýkingarefni á barnaföt eða náttföt. Hann segir að fólk ætti einnig að skoða hvað sé raunverulega í fötum barnsins. Eldþolin efni eru t.d. velúr, bómull og silki, flísefni eða frotteefni (gróft handklæðaefni.)

Hvað er hægt að nota í staðinn?

Þó þú getir ekki notað mýkingarefni þurfa fötin samt ekki að verða hörð og lyktarlaus. Mælir Deyan með að fólk þvoi fötin á viðkvæmri eða ullarstillingu þvottavélarinnar sem þurrkar fötin ekki jafn mikið. Hröð vinda gerir það nefnilega – gerir fötin harðari og óþægilegri.

Annað ráð er að þvo fötin í köldu vatni með þvottaefni sem þolir niður í 20C°. Einnig er mælt með að láta fötin þorna á snúru í stað þurrkara.

Að þvo eldþolin efni

Best er að forðast hátt hitastig, allt yfir 50C°er of heitt.

Ekki er ráðlagt að handþvo eða láta fötin liggja lengi í vatni eða bleikja þau – þetta brýtur niður eldþol efnanna.

 

Góður og slitsterkur útivistarfatnaður fyrir börn!

Góður og slitsterkur útivistarfatnaður fyrir börn!

Hvað er yndislegra en útivist á sólbjörtum degi? Við íslendingar getum svo sannarlega fagnað því að eiga falleg fjöll og skemmtilegar gönguleiðir um allt land. Sama hvar á landinu maður er staðsettur þá er yfirleitt mjög stutt í næsta fjall eða ævintýralegar gönguleiðir. Ég og Eric Ásberg litli kúturinn minn skelltum okkur í góða sunnudagsgöngu við rætur Úlfarsfells í vikunni. Eric Ásberg er algjör orkubolti sem hefur hlaupið út um allt síðan að hann byrjaði að ganga og þrífst illa nema í þæginlegum fatnaði sem gerir honum kleift að hlaupa, klifra og hoppa út um allt. Þó svo að nátturan sé falleg og útsýnið enn betra þá byrjar oft kólna þegar ofar dregur. Köld norðanáttin getur oft leynt á sér þó að sólin skíni, það er því nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri og vindum. Að þessu sinni klæddi ég Eric Ásberg í þunna langermapeysu með hettu frá ZO-ON sem ber nafnið “Katrín”, hún er tilvalin sem síðsumar- og haustpeysa eins innan undir úlpu eða kuldagalla í vetur. Auðvitað þurfti mamman að hafa sig alla við til að halda í við orkuboltann og þá er nú gott að eiga smá “gotterí” í vasanum til að múta drengum til að sitja kyrr í smá stund. Hér má sjá fallegar myndir frá sunnudagsgöngunni okkar, húfan hans Erics er einnig frá ZO-ON.

Útivistar fatnaðurinn frá ZO-ON er og hefur verið í þónokkurt skeið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Í hitti fyrra fékk miðstrákurinn minn vetrarúlpu frá ZO-ON í jólagjöf og notaði hann úlpuna með góðu móti tvo vetur en það var eins og úlpan hreinlega stækkaði með barninu enda er hægt að lengja ermarnar að innan, algjör snilld! Eins prófaði ég í sumar fyrir yngsta og miðstrákinn minn regn- og vindfatnað frá ZO-ON, svokalla skel eða þriðja lag sem heldur frá bleytu og vindi enda heitir jakkinn BLEYTA sem hefur staðið fyrir sínu í rigningunni á suðvesturhorninu í sumar.

ZO-ON vörurnar eru á góðu verði og mikið er lagt upp með gæði vörurnar. Nú þegar hausta tekur er svo bráðnauðsynlegt að eiga góða flíspeysu til að skella krökkunum í þegar það fer að kólna. Einnig verð ég að mæla með ullarnærfatnaðinum frá ZO-ON sem er svo góður undir kuldagallann í vetur hvort sem það er í leikskólann eða skólann en hann verður einmitt á tilboði á svokölluðum Krakkadögum í ZO-ON!

En dagana 17.-21. ágúst verða einmitt “Krakkadagar” í ZO-ON á Nýbýlavegi 6 og í Kringlunni. Þá verður hægt að gera góð kaup á vönduðum útivistar- og kuldafatnaði fyrir börn. Endilega kíkjið við í ZO-ON!

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við ZO-ON.

Auður Eva Ásberg

Kertaljós og Kósýheit!

Kertaljós og Kósýheit!

Þessa dagana er mér bara alltaf kalt! Kalt á tám og fingrum og á nefbroddinum. Helst langar mig að vera í kósýgallanum allan daginn og strákunum mínum líka. Stundum er bara allt í lagi að vera í kósýgallanum allan daginn, sérstaklega um helgar eða á veikindadögum sem eru oft margir á stórum heimilium. Lindex klikkar ekki í þessari deild frekar en neinni annarri og er úrvalið af náttfötum, hlýjum heilgöllum og sloppum mikið í barnadeild Lindex. Eins er tilvalið að gefa falleg náttföt eða kósýgalla í jólagjöf. Hér má sjá brot af því úrvali sem Lindex býður uppá af kósýgöllum, sloppum og náttfötum.

 

Elsu náttföt 3.695 kr.

Spiderman náttföt 3.695 kr. 

Heilgalli 4.495 kr. 

Mynd: Heilgalli 4.595,- kr. Náttföt bleik/blá 3.695,- kr. Prinsessuspöng 1.095,- kr. Grár sloppur 4.995,- kr. Hárspennur 555,- kr. Sokkar 1.495,-

Fyrstu skórnir

Fyrstu skórnir

Við kaup á fyrstu skónum þarf að huga að ýmsu. Við spurðum því hana Kristínu Johanssen eiganda skóverslunarinnar Fló um hvað hafa ber í huga við fyrstu skókaupin.

Hvað ber að hafa í huga við kaup á fyrsta skóparinu fyrir barnið? 

Við kaup á fyrstu skóm er gott að þreifa á skónum til að ganga úr skugga um að þeir séu úr mjúku og góðu leðri, nái upp á ökklann og séu með mátulega sveigjanlegan sóla. Sólinn má ekki vera of stífur og ef barnið er enn valt á fótunum er betra að hafa sólann sveigjanlegri þar sem það er enn að skríða heilmikið. Einnig þarf sólinn að vera stamur til að börnin renni ekki á sléttum gólfflötum. Skórnir þurfa að vera rúmir en þó má ekki muna meira en 1cm á lengdina..Það er mikilvægt að kaupa skó sem passa, því þá eru börnin örugg á fótunum og beita þeim síður rangt. Svo skoðar maður hvernig börnin bera sig í skónum og ef þau bera sig vel og eru glöð er það yfirleitt merki um að þeim líði vel í þeim. Ef þau eru hikandi að ganga eða setjast alltaf niður þegar þau eru í skónum þá þarf að finna aðra.

Er einhver litur að koma sterkur inn fyrir vor og sumar þetta árið?

Mér finnst klassískir litir vera ráðandi fyrir strákana eins og cognac brúnn og dökkblár, og fölbleikur, silfur og gull hjá stelpunum. Í sumar verða sandgrár og mintugrænn einnig áberandi.

Eru miklar tískubylgjur í skófatnaði barna?

Ekki kannski eins miklar og hjá fullorðnum en auðvitað eru viss snið vinsælli en önnur og helst það þá oft í hendur við þann fatnað sem er í tísku. Annars finnst mér gaman að reyna að halda í fjölbreytnina því hún er mikil en svo er alltaf smekkur fólks misjafn.

Einhver “tips” sem þið viljið gefa að lokum?

Það er alltaf gott að minna á að góðir skór eru einn af undirstöðuþáttum vellíðunar, ef þú ert í óþægilegum skóm líður þér ekki vel. Það er því mikilvægt að vanda valið þegar kemur að skóm.

Pin It on Pinterest