Sjö hlutir sem unglingar vildu óska þeir gætu sagt við foreldra sína: Myndband

Sjö hlutir sem unglingar vildu óska þeir gætu sagt við foreldra sína: Myndband

Sjö hlutir sem unglingar vildu óska þeir gætu sagt við foreldra sína: Myndband

Það er alls ekki auðvelt að vera unglingur…að breytast úr barni í fullorðinn einstakling og það erfiðasta er kannski samskiptin við foreldrana. Unglingar halda oft að foreldrarnir skilji þá ekki, en gleyma stundum að foreldrarnir voru líka unglingar einu sinni! (og flestum finnst það ekki einu sinni langt síðan)

Hér eru sjö atriði sem unglingar vildu óska þeir gætu rætt við foreldra sína um:

 

Unglingar í ofþyngd í meiri hættu að fá sykursýki og hjartaáföll

Unglingar í ofþyngd í meiri hættu að fá sykursýki og hjartaáföll

Unglingar í ofþyngd í meiri hættu að fá sykursýki og hjartaáföll

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að of þungir unglingar eru í meiri hættu að þróa með sér sykursýki og fá hjartaáföll á fullorðinsárum. Offita barna er afar algeng í Bandaríkjunum og um hinn vestræna heim og það endar ekki þegar barnið verður að unglingi.

Unglingar sem eru í ofþyngd eiga í margvíslegum vandræðum, frá einelti til líkamlegra vandkvæða og foreldrar geta haft af þeim miklar áhyggjur. Táningar eru á þeim stað í lífinu þar sem þeir reyna að aðskilja sig frá foreldrum sínum, en foreldrar þeirra eru enn áhyggjufullir vegna heilsu þeirra og vilja reyna að hafa áhrif á útkomuna af ákvörðunum þeirra.

Samkvæmt Study Finds var niðurstaða rannsókna þeirra að unglingar í ofþyngd eru í mun meiri hættu en aðrir að þróa með sér stærri heilsufarsvanda þegar þeir eldast. Rannsóknin var framkvæmd af American College of Cardiology og má lesa hana alla HÉR.

Rannsakendur komust að því að unglingar með hátt BMI (Body Mass Index) eru líklegri til að þróa með sér hjartavandamál og sykursýki þegar þeir verða fullorðnir. Það sem var ógnvekjandi var einnig ef BMI þessara unglinga lækkaði þegar þeir urðu fullorðnir var samt enn mikil hætta fyrir hendi að fá sykursýki (II) og hjartaáföll.

Þetta þýðir að forvarnir eru afar nauðsynlegar táningum og fjölskyldum þeirra. Það er mjög mikilvægt fyrir fjölskyldur að hafa stuðningsnet og úrræði þegar kemur að því að borða hollt og lifa „aktífum“ lífsstíl.

12.300 unglingar voru skoðaðir í rannsókninni og var fylgst með þeim í 24 ár. Í byrjun rannsóknar voru unglingarnir milli 11-18 ára gamlir. Niðurstöðurnar sýndu að hátt BMI sýndi 2,6 hækkun á slæmri heilsu. Það var 8,8% líklegra að þessir einstaklingar fengju sykursýki II og 0,8% líkur á hjartaáföllum.

Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar að tengja þyngd barna við slæma heilsu á fullorðinsárum. Dr. Jason Nagata stýrði rannsókninni og sagði hann að þessar upplýsingar væru afar mikilvægar til að skilja hjarta- og æðasjúkdóma og þróun þeirra. Þessar niðurstöður ættu að hvetja lækna og heilbrigðisstarfsfólk til að nota BMI sögu einstaklingsins til að dæma um áhættu sjúklings á krónískum sjúkdómum.

Það er mikilvægt að taka með í reikningnn að þegar einstaklingur verður of þungur, hversu lengi hann er með hátt BMI, því það getur leitt til insúlínmótstöðu og hjartavanda.

 

10 leiðir að heilbrigðara og friðsælla heimili: Myndband

10 leiðir að heilbrigðara og friðsælla heimili: Myndband

10 leiðir að heilbrigðara og friðsælla heimili: Myndband

Að læra að nota klósett: Leiðbeiningar fyrir stelpur og stráka

Að læra að nota klósett: Leiðbeiningar fyrir stelpur og stráka

Að læra að nota klósett: Leiðbeiningar fyrir stelpur og stráka

Strákar og stelpur eru tilbúin að hætta að nota bleyju og fara að nota klósett eða kopp á mismunandi tímum. Einnig þarf að hafa í huga mismunandi aðferðir fyrir hvort kyn fyrir sig.

Það getur munað allt að ári á börnum að tileinka sér nýja aðferð, þannig ekki hafa áhyggjur ef þér finnst barnið seint að taka við sér. Einnig fer það eftir persónuleika barnsins og fleiru.

Lykilinn hér (eins og svo oft áður) er þolinmæði, en einnig er skynsamlegt að bíða þar til barnið er raunverulega tilbúið. Stelpur virðast vera örlítið fljótari að tileinka sér nýjar reglur varðandi þvaglát og hægðir, en fúsleikinn er mun tengdari persónuleika en öðru. Hér er tekið tillit til kynja þegar þú telur barnið vera tilbúið að hætta að nota bleyju.

Strákar:

Láttu strákinn afklæða sig – strákar þurfa að læra þegar þeir þurfa að fara á klósettið að toga bæði buxur og nærbuxur niður. Byrjaðu snemma og passaðu að litli maðurinn eigi stuttbuxur eða buxur með teygju svo auðvelt sé fyrir hann að toga þær niður þegar náttúran kallar.

Byrjaðu sitjandi. Láttu hann sitja bæði til að pissa og kúka til að byrja með. Í augnablikinu er nógu erfitt bara að fara á klósettið eða koppinn, hvað þá að ákveða hvort sitja eigi eða standa.

Þegar hann er orðinn góður í þessu getur hann staðið, „alveg eins og pabbi“ ef þið óskið þess.

Miðaðu í rétta átt. Hvort sem hann situr eða stendur, sýndu syni þínum hvernig á að miða (þú gætir tekið pabbann í upprifjunarnámskeið í leiðinni.) Hann þarf að miða typpinu ofan í klósettið til að vera öruggur um að pissið fari þangað sem það á að fara. Ef hann stendur þegar hann pissar geturðu æft hann með því að setja seríós ofan í eða afrifinn klósettpappír svo hann getir æft sig að miða.

Ef hann kýs að pissa standanadi þarf hann að opna setuna alveg svo hún detti ekki ofan á hann og loka þegar hann er búinn. Ekki gleyma að sturta niður!

Stelpur:

Þær pissa og kúka auðvitað sitjandi þannig það er aðeins auðveldara en með stráka.

Leitaðu eftir merkjum að dóttir þín sé tilbúin að læra á klósettið. Þær þurfa að læra, rétt eins og strákarnir að toga þarf bæði nærbuxur og buxur (eða pils) niður að ökklum til að ekkert þvælist fyrir. Hnappar og rennilásar kunna að þvælast fyrir.

Kenndu dóttur þinni að þurrka frá framan til aftan til að breiða ekki út bakteríur. Ef það er erfitt að læra má „dúmpa“ þurrt.

Settu lítinn stól fyrir framan klósettið eða eitthvað til að fæturnir hvíli á. Stelpur eru oft tilbúnar að nota klósettið þegar þær eru orðnar nógu háar að ná á klósettið sjálfar.

Hvernig eru strákar og stelpur ólík að þessu leyti?

Strákar eiga oft í aðeins meiri vandræðum með að læra þessa nýju tækni en stelpur. Oft er það mamman sem kennir þeim, ekki pabbinn, þannig það eru færri tækifæri að sýna þeim nákvæmlega hvernig þetta er gert. Plús það að strákar þurfa að læra bæði að sitja og standa.

Læra stelpur hraðar en strákar að nota klósett?

Umfangsmiklar rannsóknir hafa sýnt að strákar læra yfirleitt sex mánuðum seinna en stelpur að læra að nota klósett. Sérfræðingar telja að það hafi eitthvað með þá staðreynd að gera að þeir eru virkari í leikskóla á þessum aldri og þeir vilja ekki stoppa til að fara á klósettið. Þeir segja þó einnig að persónuleiki og fúsleikinn til að læra hafi mikið að segja, meira heldur en bara kynið.

Þó þetta taki tíma og þolinmæði mun barnið læra þetta að lokum. Já, það kann að vera að strákurinn þinn sé seinni en stelpan þín, en svo kannski ekki. Hvort sem er mun þetta alltaf ganga!

Heimild: Whattoexpect.com

Ragnheiður Lára: Að skapa sem besta umgjörð um börn á tveimur heimilum

Ragnheiður Lára: Að skapa sem besta umgjörð um börn á tveimur heimilum

Ragnheiður Lára: Að skapa sem besta umgjörð um börn á tveimur heimilum

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir rekur fyrirtækið Tvö heimili sem er ráðgjafarþjónusta og sáttamiðlun fyrir foreldra og  börn sem búa á tveimur heimilum. Snýr ráðgjöfin að öllu því sem viðkemur fjölskyldum sem eru að skilja, hafa skilið eða vilja hafa samkomulagið sem best þegar kemur að því að ala upp börn á tveimur heimilum.

Frá því að Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir var lítil stelpa langaði hana að starfa sem félagsráðgjafi eða sálfræðingur: „Mér fannst það ótrúlega heillandi framtíðarsýn að vinna við að hjálpa börnum. Ég hef alltaf verið upptekin af rétti barna til að hafa áhrif á eigin aðstæður og líf, hafa rödd og hvaða leiðir við fullorðnu getum farið til að haga hlutum út frá sjónarhorni barna.”

Aðspurð um námsferilinn segir Ragnheiður: „Eftir að grunnskóla lauk fór ég í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þar námi af félagsfræðibraut. Fór svo í BA nám í félagsráðgjöf og í framhaldinu af því í meistaranám í félagsráðgjöf til starfsréttinda og lauk því námi árið 2013. Meðfram námi starfaði ég á skammtímaheimili fyrir unglinga hjá barnavernd Reykjavíkur. Eftir útskrift hóf ég starf í búsetuúrræði fyrir unga menn með félags – og fíkniefnavanda. Vann að undirbúningi og opnun á frístundarheimili í Laugardal og starfaði svo sem félagsráðgjafi hjá félagsþjónustu. Fékk starf sem sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 og starfa þar enn í hlutastarfi meðfram störfum á stofunni minni Tvö heimili sem opnaði í febrúar 2020.”

Í starfi Ragnheiðar nýtir hún ýmiskonar hugmyndafræði og nýtir það sem við á s.s. jákvæða sálfræði, tengslaeflandi nálgun, áfallamiðaða nálgun og lausnamiðaða nálgun: „Ég er almennt lífsglöð og nálgast fólk af virðingu og auðmýkt og hef ánægju af starfinu mínu. Hugsa að það viðhorf smiti út frá sér til skjólstæðinga. Ég vona það allavega.”

Ragnheiður heldur áfram: „Ég legg mikið upp úr því að skapa notalegt andrúmsloft á stofunni minni og vil að þeim sem til mín leita líði eins vel og hægt er þegar það er að takast á við, oft á tíðum, sína mestu erfiðleika í lífinu. Undirbúningur fyrir viðtöl skiptir miklu máli, bæði hvað varðar aðstæðurnar sem viðtalið fer fram í en einnig varðandi mig sjálfa sem er verkfærið sjálft. Þess vegna huga ég vel að svefni, næringu og andlegri líðan til að vera vel í stakk búin að mæta fólki í erfiðri stöðu og mæta þörfum þeirra um samhyggð, hlustun og ráðgjöf.”

Hverjir leita helst til þín og á hvaða forsendum?

Til mín leita fyrst og fremst foreldrar sem búa ekki saman og þurfa aðstoð og ráðgjöf við að bæta foreldrasamstarf sitt. Ég veiti einnig sáttameðferð skv. 33. gr. barnalaga nr. 76/2003 og fara slík mál í ferli skv. reglum um sáttameðferð.

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Til mín leita foreldrar vegna ýmissa ástæða er varðar aðstæður þeirra og barna eftir skilnað/sambandsslit. Sem dæmi foreldrar og/eða stjúpforeldrar sem leita einstaklingsráðgjafar vegna samskipta við barnsforeldri, foreldrar sem koma saman til að bæta samskipti sín á milli og verklag, foreldrar sem eru að slíta sambandi sínu og vilja gera sitt besta til að hlífa barni sínu við breyttum aðstæðum. Þá koma foreldrar með börn sín í viðtal sem þau upplifa að líði ekki nægjanlega vel í aðstæðum sínum.

Íslenskar fjölskyldur: Hafa þær breyst á undanförnum áratugum? Hversu algengar eru fjölskyldur sem búa ekki saman/foreldrar hafa skilið?

Fjölskyldur hafa breyst að því leytinu til að það er samfélagslega viðurkenndara í dag að skilja eða slíta sambandi þegar börn eru í spilinu en þótti hér áður fyrr. Áður var lögð ríkari áhersla á að hjónabandið héldi og var það talið gæfuríkara fyrir börn. Því var lögð áhersla á forvarnarvinnu til að koma í veg fyrir að skilnað hjá foreldrum. Þegar farið var að framkvæma rannsóknir á þessum málefnum kom í ljós að börnum vegnaði betur eftir skilnað foreldra þegar samskipti voru góð heldur en börnum sem ólust upp í hjá foreldrum sem voru óhamingjusamir og/eða í stormasömu sambandi.

Þátttaka ferða hefur einnig aukist með auknu jafnrétti kynjana. Hér áður fyrr var það venjan við skilnað foreldra að börnin byggju áfram hjá mæðrum sínum en fóru í heimsóknir til föður síns eða dvöldu aðra hverja helgi. Rannsóknir sýndu fram á mikilvægi tengsla barns við báða foreldra sína og því hafa verið stigin skref í átt að jafnari stöðu kynjana hvað þetta varðar. Sem betur fer. Mikilvægt er fyrir börn að eiga ríkuleg tengsl við báða foreldra sína og að þeir báðir taki virkan þátt í hversdagslegri umönnun þeirra.

Talið að um 40% hjónabanda endi með skilnað en svo eru auðvitað fjöldi barna sem eiga foreldra sem aldrei voru í sambandi. Það er gífurlega mikilvægt að foreldrar fái viðeigandi ráðgjöf og þjónustu við skilnað eða þegar barn er að koma í heiminn og foreldrar eru ekki saman. Rannsóknir sýna að börnum sem alast upp við jákvæða foreldrasamvinnu vegnar nánast jafn vel í lífinu og börnum sem alast upp í hamingjusamri sambúð foreldra. Slík samvinna virðist hafa svo mikil áhrif á á framtíð barna að mögulega ættum við sem samfélag að taka málefni barna sem búa á tveimur heimilum fyrir sem lýðheilsumál.

Hvað er foreldrasamvinna? Hvernig er best að fá foreldra til að vinna saman? Hvaða þættir er það einna helst sem foreldrar þurfa aðstoð við?

Með foreldrasamvinnu er átt við samstarf foreldra er varðar uppeldi og umönnun barns á tveimur heimilum. Mikilvægt er að foreldrar ræði strax í upphafi hvernig þeir sjái samstarfið fyrir sér og hvert markmiðið með því sé. Marmiðið hlýtur þá að snúa að því að skapa sem bestu umgjörð um líf barns á tveimur heimilum til að lágmarka skaðlegar afleiðingar þess að eiga foreldra sem hafa farið í sundur. Verkaskipting, skipting ábyrgðar og samskiptaleiðir þarf að ræða og ákveða hvernig skal haga því í samstarfinu. Þá er einnig gott að tileinka sér jákvætt hugarfar gagnvart hinu foreldrinu og aðstæðum. Vera auðmjúkur, þakklátur og einlægur í breyttum aðstæðum.

Hvernig virkar sáttamiðlun?

Sáttamiðlun fer fram skv. 33.gr. a barnalaga nr. 76/2003 og þeim reglum sem fjalla um sáttamiðlun skv. fyrrgreindum lögum. Hugmyndafræði sáttamiðlunar er sú að aðilar verði að taka sjálfviljugir þátt. Með aðstoð óháðs og hlutlauss sáttamiðlara er markmiðið að aðilar komist sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins sem þeir meta viðunandi fyrir alla aðila, í gegnum skipulagt og mótað ferli.

Á Tveimur heimilum er unnið út frá aðferð sem kallast barnamiðuð sáttamiðlun (e. child focused og child inclusive mediation). Þá miðast sáttameðferðin út frá sjónarmiðum barnins sem ekki er á svæðinu og hvað kann að vera best fyrir það. Barninu er boðið að tjá afstöðu sína við sáttamiðlara sem í framhaldinu nýtur afstöðuna sem vegvísi í áframhaldandi sáttaferli.

Hversu mikið vægi hafa óskir barnsins í ferlinu, er barnið þátttakandi í öllu?

Út frá faglegu sjónarmiði sem og réttindum barns er mikilvægt að það sé hluti af ferli þegar verið er að taka ákvarðanir um líf þess. Í sumum tilvikum hefst ferli á að rætt er við barnið og líðan þess og upplifun af aðstæðum þess á tveimur heimilum könnuð. Viðtalið er svo notað í áframhaldandi ráðgjöf foreldranna sem snýr þá að því að bæta aðstæður barnsins með því t.d. að breyta umgengni, aðstæðum á heimilum, samskiptum foreldra. Stundum er unnið barnið og foreldri saman eftir aðstæðum, aldri og þroska barnsins.

Smellið á samfélagsmiðlahnappana að neðan til að fara inn á síður Tveggja heimila! 

 

 

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Foreldrar í dag lifa í allt öðrum heimi en þeirra foreldrar gerðu og rafræn nálægð er nú æ vinsælli. Það er augljóst hvers vegna – fjölskyldur búa sitthvoru megin á hnettinum eða landinu og vilja vera í samskiptum og deila myndum og minningum með fjölskyldumeðlimum. Mömmur setja myndir af fyrstu hjólaferðinni, nýja barninu og unglingnum að útskrifast og um leið sjá allir vinir og fjölskylda myndirnar.

Það eru hinsvegar hættur í þessu öllu saman.

Að deila myndum, myndböndum og upplýsingum um börnin okkar hefur verið í gangi í um áratug. Það sér ekki fyrir endann á því og ef eitthvað, eru foreldrar orðnir sáttari við að deila myndum af börnunum sínum á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt Security, varWall Street Journal fyrst til að nota orðið „sharenting“ (engin góð íslensk þýðing tiltæk!) árið 2012. Foreldrar eru nú orðnir svo vanir þessu að þeir hugsa sig ekki tvisvar um lengur.

Könnun var gerð af Security varðandi venjur foreldra á netinu og um 80% foreldra notuðu full og raunveruleg nöfn barna sinna. Hví ekki, myndir maður spyrja? Foreldrar telja að síðurnar þeirra séu aðeins skoðaðar af vinum og ættingjum, en staðreyndin var einnig sú að átta af hverjum 10 foreldrum voru með fólk á vinalistanum sínum sem það hafði aldrei hitt.

Friðhelgisstillingar

Það er mikilvægt að ræða friðhelgisstillingar (e. privacy settings) á samfélagsmiðlum því þær veita öryggistilfinningu þegar myndum af börnum er dreift á netinu. Þó er aldrei 100% öruggt að myndum af barninu þínu kunni að vera deilt með ókunnugum. Samt sem áður er mikilvægt að þú skoðir þessi mál reglulega, því oft er efni stillt á „public“ af sjálfu sér. Það er alltaf möguleiki á að einhver hafi vistað myndina sem þú deildir og getur svo deilt henni áfram. Góð þumalputtaregla er að hafa í huga að allt sem þú deilir á netinu getur gengið þér úr greipum og verið deilt opinberlega án þinnar vitundar eða stjórnar.

 

Athugaðu smáatriðin

Ef þú vilt deila myndum og upplýsingum af börnunum þínum á netinu, haltu smáatriðunum utan deilingarinnar. Samkvæmt NBCer einnig möguleiki á að einhver gæti stolið auðkenni barnsins þíns og þetta er hægt að gera með því að skoða hvenær barnið er fætt. Annað sem ber að hafa í huga er þegar barnið fer (aftur) í skólann. Foreldrar elska að deila þeim myndum af börnunum en oft fylgir með í hvaða skóla barnið gengur. Þetta geta verið upplýsingar sem þú vilt ekki að hver sem er hafi.

Þessar myndir eru skemmtilegar, en þurfa þær að vera á samfélagsmiðlum?

Þrennt sem þú vilt forðast að deila um barnið þitt á samfélagsmiðlum:

  • Fullt nafn barnsins
  • Fæðingardagur
  • Nafn skólans

 

Allt þetta getur sett barnið í hættu.

Íhugaðu sérstakan aðgang

Þegar foreldrar vilja deila einhverju um barnið á netinu er skynsamlegt að takmarka aðgang að efninu. Það eru stillingar, líkt og á Facebok, sem leyfa þér að velja með hverjum þú vilt deila efninu. Það gæti t.d. verið nánasta fjölskylda. Þetta getur þó tekið tíma og ekki nenna allir foreldrar þessu, eða muna eftir því í hvert skipti. Það gæti verið sniðugt að búa til sér aðgang fyrir barnið. Þú getur sett fullt af efni þar inn, sem barnið hefur gaman af að skoða þegar það verður eldra. Þannig getur þú verið viss um að enginn ókunnugur hafi aðgang að upplýsingum og myndum.

Biddu um leyfi

Að fá samþykki er mjög mikilvægt og foreldrar kenna börnum sínum það. Það þarf samt að minna foreldrana á að stunda það sjálfir! Þegar kemur að því að pósta um eldri börn og unglinga ættu foreldrar að hafa það fyrir reglu að spyrja þau hvort megi deila myndinni á samfélagsmiðla. Að spyrja barnið hvað þú mátt og hvað ekki lætur því finnast að þú virðir það og það hjálpar því að hafa eitthvað um það að segja.

Heimild: Moms.com

Pin It on Pinterest