Kynlíf eftir barnsburð
Kynlíf eftir barnsburð
Hvenær er óhætt að stunda að kynlíf að nýju eftir barnsburð?
Það er einfaldast að segja að þegar þú og makinn teljið að rétti tíminn sé fyrir ykkur. Stundum er sagt að bíða þurfi í sex vikur eða þar til þú ferð í læknisheimsókn til að athuga hvort allt sé í lagi, en sumir segja að í lagi sé að stunda kynlíf fyrir þann tíma til að athuga hvort einhver vandkvæði geri vart við sig sem hægt er þá að ræða í heimsókninni.
Mörg pör stunda kynlíf innan mánaðar eftir að barnið er fætt, flestir innan þriggja mánaða en svo er það minnihluti sem bíður í hálft ár eða ár. Það er ekkert sem er „rétt“ í þessum efnum.
Nýjar mæður upplifa kannski hik eða eru ekki spenntar og fyrir því eru margar ástæður. Ein augljósasta er fæðingin sjálf, saumar eða keisari. Þrátt fyrir að allt hafi gengið vel fyrir sig er líklegt að konan sé marin eða viðkvæm í einhvern tíma á eftir. Það er skynsamlegt að bíða þar til sárin gróa eða saumarnir hverfa þar til konan hefur samfarir.
Þreyta er annar þáttur sem stundum er allsráðandi. Að hugsa um barn 24 tíma á dag er þreytandi, líkamlega, andlega og tilfinningalega. Þegar þið farið í rúmið kann svefn vera það eina sem þið hugsið um.
Líkamsvitund konunnar getur aftrað henni – henni getur hún fundist hún breytt og það líði einhver tími þar til hún finnst hún „hún sjálf“ á ný.
Margar konur segja að á þessu tímabili sé kynhvötin í lágmarki – þeim finnst þeim ekki vera kynþokkafullar.
Hvað ef makinn vill kynlíf en ekki ég?
Ef sú staða kemur upp – sem hún gerir oft, þarf mikið af ást og skilningi frá báðum aðilum til að koma í veg fyrir að þetta verði að vandamáli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt fyrir ykkur að tala um tilfinningar hvors annars. Maki þinn kann að finna fyrir höfnun ef þú vilt ekki kynlíf, þannig það er þitt að útskýra ástæðurnar (líkamlegar, kvíði, o.s.frv.)
Kannski ætti tími fyrir ykkur að vera í forgangi – mörg pör kvarta vegna þess það er bara enginn tími fyrir hvort annað þessar fyrstu vikur og mánuði með nýtt barn. Orð og knús geta gert mikið til að sýna ást og tilfinningar og þið munuð bæði græða á því. Hvað kynlífið varðar, þarf ekki endilega að stunda hefðbundið kynlíf (limur í leggöng) heldur er margt annað hægt að gera! Snerting í sjálfu sér getur verið mjög kynferðisleg. Prófið ykkur áfram.
Athugið að sleipiefni getur verið mikilvægt því leggöngin geta verið þurr og viðkvæm.
Við samfarir þarf að velja stellingu sem eykur ekki á sársauka og viðkvæmi konunnar, ef hann er til staðar. Ef þreyta er það sem er vandinn, er hægt að njóta ásta meðan barnið er sofandi.
Borðið vel, drekkið nægan vökva og hvílist þegar hægt er. Að hugsa um nýfætt barn er mjög krefjandi og til að auka orkuna er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni.
Önnur vandkvæði
Ef samfarir hætta ekki að vera sársaukafullar þrátt fyrir að varlega sé farið, er best að ræða það við lækni. Stundum geta saumar valdið óþægindum lengi, sem hægt er að laga með lítilli aðgerð. Ef útferð lyktar illa gæti verið um sýkingu að ræða. Ef blæðingar gera enn vart við sig, fjórum vikum eftir fæðingu, eða þær aukast skaltu strax hafa samband við lækni.