Enginn sefur á heimili Jessicu Biel og Justins Timberlake
Enginn sefur á heimili Jessicu Biel og Justins Timberlake
Leikkonan Jessica Biel opnaði sig á dögunum í þætti Ellenar DeGeneres um foreldrahlutverkið og syni sína tvo Phineas og Silas.Jessica er, sem kunnugt er, eiginkona leikarans Justins Timberlake.
Þau buðu soninn Phineas velkominn í heiminn í júlí 2020, öllum að óvörum, enda héldu þau meðgöngunni leyndri og sögðu engum frá því fyrr en í janúar á þessu ári.
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera foreldri, eins og flestir foreldrar kannast við og það eru engar undartekningar gerðar, þó þú sért Hollywoodstjarna!
Eitt af erfiðleikunum voru svefn og tanntaka og sagði Jessica við Ellen: „Honum gekk svo vel og svo fóru tennurnar að koma“
„Nú sefur enginn á heimilinu,“ sagði hún.
Jessica segir að þau hafi notað svefnþjálfun sem felst í að barnið grætur sig í svefn. Segir hún að það hafi verið „mjög erfitt“ að horfa upp á sem móðir.
„Það er svo erfitt að láta þau gráta bara í nokkrar mínútur. Og það er svefnþjálfunin sem við erum að nota sem er…þú bara lætur þau gráta í nokkrar mínútur og svo ferðu inn og segir: „Það er allt í lagi, þú ert góður,“ og bætti við að Phineas sé að standa sig mjög vel.
Bætti hún við að eiga tvö börn væri erfiðara en hún hafði búist við og kallaði reynsluna „brjálaða, skemmtilega rússíbanareið.“
„Vitur vinur minn sagði um börn: „Eitt er mikið, tvö er eins og þúsund,““ sagði Jessica og grínaðist með það. „Það er nákvæmlega eins og það er.“
Hið góða segir Jessica að þeim bræðrum kemur vel saman, en Silas er sex ára: „Það er svo sætt að sjá þá tvo saman, því þeim finnst þeir svo fyndnir. Silas er „skemmtikrafturinn“ og vill alltaf vera svo fyndinn og öll athyglin á að vera á honum. Phineas er meira opinn og hlédrægur og elskar stóra bróður sinn. Alls sem Silar gerir er sjúklega fyndið og svo allt sem Phin gerir er fyndið. Svo hlæja þeir bara saman allan daginn!“
Heimild: UsaToday