Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Söngvarinn og Íslandsvinurinn Ed Sheeran hitti Harry Bretaprins á WellChilds verðlaunahátíðinni og sagði að það væri „virkilegt púsluspil“ að eiga tvö börn en sagði samt sem áður að Lilibet væri „mjög slök.“

Harry sagði að Archie væri á því skeiði núna að hann „hleypur um allt eins og brjálæðingur“ en segir nýfæddu dótturina vera afar afslappa. Hertoginn af Sussex (36) ljómaði þegar hann talaði um Lili, en hún fæddist þann 4. júní í Santa Barbara, Kaliforníuríki.

Sótti Harry verðlaunahátíðina ásamt Ed, sem einnig er nýbakaður faðir, en dóttir hans er 10 mánaða gömul.

Ed sagði við Harry: „Til hamingju, stelpa er það ekki? Við áttum litla stelpu fyrir 10 mánuðum Þú ert enn í skotgröfunum! Hvernig þraukarðu þetta með tvö?“

„Tvö er virkilegt púsluspil,“ sagði Harry þá.

Þegar Harry talaði við annan gest seinna sagði Harry um Lilibet: „Við höfum verið mjög heppin hingað til, hún er mjög slök og virðist ánægð með að sitja bara á meðan Archie hleypur um eins og brjálæðingur.“

Harry er nú í Bretlandi og mun afhjúpun styttu af móður hans sem hefði orðið sextug á morgun, 1. júlí, fara fram í Kensingtonhöll.

Harry kom til landsins síðasta föstudag og var í einangrun í Frogmore Cottage í fimm daga áður en hann lét sjá sig á verðlaunahátíðinni.

Harry og Meghan Markle hafa nú búið í villu í Montecito, Kaliforníuríki í heilt ár núna, en þau sögðu sig frá öllum skyldustörfum tengdum bresku konungsfjölskyldunni.

 

Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Íslandsvinurinn Ed Sheeran sagði í viðtali við Zane Lowe í New Music Daily að föðurhlutverkið hafi umbreytt honum og að hann hafi þurft að aðlagast, en hann og eiginkona hans Cherry Seaborn eignuðust dótturina Lyra Antarctica fyrir 10 mánuðum síðan, í ágúst 2020.
„Allir voru bara, þetta er það besta sem getur gerst fyrir þig. Og það eru ákveðnar væntingar í kjölfarið,” sagði Ed. „Það stærsta sem ég lærði…eða, tvennt stærsta. Samband mitt við foreldra mína hefur algerlega breyst, það var frábært fyrir, en nú er það bara endalaust þakklæti og virðing, þú veist, ég veit hvað þau gengu í gegnum og ég er enn bara að fara í gegnum þetta.”
Ed hélt áfram: „Og það er annað, enginn veit hvað þau eru að gera. Ég sé fólk og ég er bara, „guð minn góður, þessi gaur er besti pabbi í heimi,” en hann bara byrjaði eins og ég, ekki vitandi neitt. Og ég er bara að læra á hverjum degi. Svo, mér finnst það alveg æðislegt.”

Þann 1. september síðastliðinn póstaði Ed á Instagram varðandi fæðingu dóttur sinnar, sem sjá má hér að neðan:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)

 

Justin Timberlake deildi fyrstu myndinni af syni sínum á Instagram

Justin Timberlake deildi fyrstu myndinni af syni sínum á Instagram

Justin Timberlake deildi fyrstu myndinni af syni sínum á Instagram

Phineas litli, sonur leikaraparsins Jessicu Biel og Justins Timberlake, er stundum kallaður „leyni-Covid barnið” þar sem þau héldu fæðingu hans leyndri afar lengi. 

Hann er nú orðinn 11 mánaða gamall og hafa þau aldrei deilt mynd af honum á samfélagsmiðlum…fyrr en á feðradaginn í Bandaríkjunum! Það sést nú ekki mikið í hann, en aðdáendur voru himinlifandi. Myndina má sjá hér að neðan:

„Að vera pabbi er betra en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Ég er þakklátum pöbbum mínum og öfum fyrir að hafa rutt veginn, fært þær fórnir fyrir mig svo ég gæti lifað drauma mína og kennt mér að ALVÖRU LÍF gerist í öllum litlu augnablikunum. Gleðilegan feðradag til allra pabbanna þarna úti!!!”

 

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake)

 

Naomi Campbell er orðin móðir!

Naomi Campbell er orðin móðir!

Naomi Campbell er orðin móðir!

Hin fimmtuga ofurfyrirsæta, Naomi Campbell, hefur eignast sitt fyrsta barn og tilkynnti það á Instagram ásamt mynd af pínulitlum fótum í höndum móður sinnar.

Naomi hefur þráð að vera móðir lengi, eins og nafnlaus heimildarmaður segir í viðtali við People: „Hana hefur lengi langað í barn, í meira en 10 ár.“ Hann heldur áfram: „Og allir þeir sem eru hissa á að Naomi sé að eignast barn ein, á hennar hátt, á hennar tíma þekkja ekki Naomi Campbell. Hefur hún ekki endurskapað allt sem hún hefur komið nálægt hingað til?“

Naomi deildi gleðifréttunum á Instagram með fallegri mynd þar sem hún heldur á fótum litlu stúlkunnar: „Falleg lítil blessun hefur kosið mig til að vera mamma sín. Ég er heiðruð að hafa þessa blíðu sál í líf mínu og það eru engin orð til að lýsa þeirri eilífðarskuldbindingu sem ég deili nú með þér engillinn minn. Það er engin fallegri ást.“

Margir af frægu vinum hennar skrifuðu athugasemd við færsluna, m.a. Donatella Versace sem sagðist ekki geta beðið eftir að hitta hana.

Naomi hefur ekki sagt hvað litla daman á að heita.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Naomi Campbell (@naomi)

Naomi hefur verið opin hvað varðar þrána að verða foreldri, t.a.m. í viðtali við Vogue Arabia árið 2018 þar sem hún sagði börn draga fram fjörugu hliðina á henni: „Ég myndi elska að eiga börn. Það er enginn afsláttur af því. Ég elska börn og mun alltaf gera það. Þegar ég er í kringum börn breytist ég sjálf í barn. Það er litla stelpan sem ég vil ekki missa.“

Einnig sagði hún í viðtali við Evening Standard í maí 2017 að hún hugsaði „stöðugt um“ að eignast börn. „Vísindin bjóða nú upp á að það er hægt hvenær sem er.“

 

Cameron Diaz geislar í móðurhlutverkinu

Cameron Diaz geislar í móðurhlutverkinu

Cameron Diaz geislar í móðurhlutverkinu

Leikkonan dáða, Cameron Diaz, hefur loksins eignast langþráð barn, dótturina Raddix og hefur hún bara einbeitt sér að móðurhlutverkinu síðan þá.

Cameron gerði þó undantekningu í vikunni fyrir gott málefni og má sjá að hún hreinlega geislar af hamingju!

Cameron klæddist bol sem hannaður var af vinkonu hennar, Stellu McCartney, til að safna fé fyrir Greenpeacesamtökin í Bretlandi.

Cameron setti mynd af sér í Instagram Stories þar sem hún var í bolnum sem á stóð: „Save The Amazon.“

Stella setti einnig myndina á eigin Instagramreikning.

Cameron hefur haldið sig til hlés frá því hún lék í myndinni Annie árið 2014 þar sem hún vildi eyða tíma með eiginmanninum, Benji Madden, og þeim báðum ásamt dótturinni Raddix.

„Að vera eiginkona og móðir er bara það, hvað er orðið sem ég er að leita að…? Gefandi. Takk. Þetta hefur verið besti hluti lífs míns hingað til. Ég vorkenni svo mömmum sem þurfa að fara frá börnum sínum í vinnuna. Ég er mjög heppin að ég get verið með barninu mínu og, þú veist, að vera mamman sem ég er. Ég er bara mjög, mjög þakklát.“

 

Pin It on Pinterest