Unglingar í ofþyngd í meiri hættu að fá sykursýki og hjartaáföll

Unglingar í ofþyngd í meiri hættu að fá sykursýki og hjartaáföll

Unglingar í ofþyngd í meiri hættu að fá sykursýki og hjartaáföll

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að of þungir unglingar eru í meiri hættu að þróa með sér sykursýki og fá hjartaáföll á fullorðinsárum. Offita barna er afar algeng í Bandaríkjunum og um hinn vestræna heim og það endar ekki þegar barnið verður að unglingi.

Unglingar sem eru í ofþyngd eiga í margvíslegum vandræðum, frá einelti til líkamlegra vandkvæða og foreldrar geta haft af þeim miklar áhyggjur. Táningar eru á þeim stað í lífinu þar sem þeir reyna að aðskilja sig frá foreldrum sínum, en foreldrar þeirra eru enn áhyggjufullir vegna heilsu þeirra og vilja reyna að hafa áhrif á útkomuna af ákvörðunum þeirra.

Samkvæmt Study Finds var niðurstaða rannsókna þeirra að unglingar í ofþyngd eru í mun meiri hættu en aðrir að þróa með sér stærri heilsufarsvanda þegar þeir eldast. Rannsóknin var framkvæmd af American College of Cardiology og má lesa hana alla HÉR.

Rannsakendur komust að því að unglingar með hátt BMI (Body Mass Index) eru líklegri til að þróa með sér hjartavandamál og sykursýki þegar þeir verða fullorðnir. Það sem var ógnvekjandi var einnig ef BMI þessara unglinga lækkaði þegar þeir urðu fullorðnir var samt enn mikil hætta fyrir hendi að fá sykursýki (II) og hjartaáföll.

Þetta þýðir að forvarnir eru afar nauðsynlegar táningum og fjölskyldum þeirra. Það er mjög mikilvægt fyrir fjölskyldur að hafa stuðningsnet og úrræði þegar kemur að því að borða hollt og lifa „aktífum“ lífsstíl.

12.300 unglingar voru skoðaðir í rannsókninni og var fylgst með þeim í 24 ár. Í byrjun rannsóknar voru unglingarnir milli 11-18 ára gamlir. Niðurstöðurnar sýndu að hátt BMI sýndi 2,6 hækkun á slæmri heilsu. Það var 8,8% líklegra að þessir einstaklingar fengju sykursýki II og 0,8% líkur á hjartaáföllum.

Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar að tengja þyngd barna við slæma heilsu á fullorðinsárum. Dr. Jason Nagata stýrði rannsókninni og sagði hann að þessar upplýsingar væru afar mikilvægar til að skilja hjarta- og æðasjúkdóma og þróun þeirra. Þessar niðurstöður ættu að hvetja lækna og heilbrigðisstarfsfólk til að nota BMI sögu einstaklingsins til að dæma um áhættu sjúklings á krónískum sjúkdómum.

Það er mikilvægt að taka með í reikningnn að þegar einstaklingur verður of þungur, hversu lengi hann er með hátt BMI, því það getur leitt til insúlínmótstöðu og hjartavanda.

 

Pin It on Pinterest