Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Börn eru sjaldan spennt fyrir breytingum, svo mikið vita flestir foreldrar. Að leyfa barninu að finnast það vera við stjórnvölinn getur hjálpað því að verða öruggara þegar kemur að breytingum, vissir þú það?

Þegar kemur að foreldrahlutverkinu eru margar hraðahindranir. Þegar maður heldur að allt sé á hreinu, kemur upp eitthvað nýtt og maður fer að efast. Þó það sé ákveðin barátta er það samt það sem er líka frábært við hlutverkið! Hver einasti dagur býður upp á eitthvað nýtt og foreldrar læra stöðugt með börnunum á þessu ferðalagi.

Mikið af því sem börnum finnst erfitt finnst foreldrum erfitt að skilja því þeir gera hlutina án þess að hugsa of mikið um þá.

Alla daga breyta fullorðnir um verkefni og einbeita sér að öðru. Þeir vakna, fá sér morgunmat, fara í vinnu, fara í hádegismat og svo fara þeir heim. Við hugsum ekki einu sinni um þessa rútínu því hún er inngróin í líf okkar. Við sjáum ekki að þetta eru allt breytingar, ferli. Við förum í gegnum daginn og breytum stöðugt til. Börn sjá þetta á annan hátt en við.

Hvers vegna finnst börnum erfitt að breyta til?

Samkvæmt Charlotte Parent er það ekki óþekkt að börn eigi í erfiðleikum með breytingar og geta þær framkallað sterk tilfinningaviðbrögð sem foreldrar skrifa kannski á „bræðiskast.“ Mamman staldrar ekki við og hugsar af hverju barnið er að taka kast því því var sagt að þrífa sig eftir matinn, eða setja á sig skóna og fara út. Þau eru að mótmæla breytingu á rútínunni, ekki því sem foreldrið var að biðja þau um.

Það eru margar ástæður fyrir því að börnum finnast breytingar erfiðar og það gæti verið einfaldlega að barnið vill ekki hætta að gera eitthvað sem er gaman eða gefur því eitthvað og fara að gera eitthvað annað. Barninu kann að finnast það ekki hafa neina stjórn þegar alltaf er verið að segja því að stoppa það sem það er að gera og hvenær það má.

Skoðaðu dagskrána

Það getur verið sniðugt að skoða dagskrá fjölskyldunnar. Samkvæmt NAEYC er það oftast sérstakar breytingar sem virðast skapa streitu og getur það því verið snjallt ráð að skoða hvernig hægt er að breyta þessari dagskrá til að breytingarnar verði auðveldari. Ef barnið veit hvernig dagurinn kemur til með að líta út, athugaðu hvort þú getir ekki sett myndir inn í dagskrá, upp á töflu t.a.m. svo barnið geti séð hvaða athafnir eru næstar og hvenær þær gerast.

Gefðu eftir smá stjórn

Þar sem ein af ástæðum þess barn kann ekki við breytingar er að þá er það ekki við stjórn, geta foreldrar gefið barninu smá völd. Þegar athöfnin sem barnið er í fer að taka enda, gefið barninu smá viðvörun til að undirbúa að hætta þurfi athöfninni. Þú getur sett tíma, fimm mínútur og þegar tíminn er búinn hringir tækið eða síminn. Þá á barnið að hætta athöfninni. Foreldrar geta einnig gefið barninu valkosti – ef barnið þarf að bursta tennur getur foreldrið sagt að annaðhvort bursti barnið tennur eftir þrjár mínútur eða fimm mínútur. Enn þarf að ljúka verkefninu, en barnið má ráða hvenær.

Notaðu hjálpartæki

Tónlist getur hjálpað foreldrum mikið, enda er hún óspart notuð t.d. í leikskólanum til að kenna börnum hitt og þetta. Foreldrar geta líka fundið upp lög til að syngja þegar hendur eru þvegnar, tennur burstaðar o.s.frv.

Verðlaun og hrós

Það eru ekki allir foreldrar hrifnir af verðlaunum en þau geta verið gagnleg þegar vinna þarf á vanda. Kannski fær barnið límmiða fyrir hvert skipti sem það breytir til án vandræða, og þegar það hefur fengið 10 límmiða (eða hvað sem foreldrar telja æskilegt) mega þeir fá ís eða fara í leik með foreldrum eða eitthvað annað.

Hrós er einnig mikilvægt og lætur barninu líða vel. Þegar breytingar fara illa í barn, geta foreldrar orðið pirraðir og æst sig, en þetta er ekki jákvæð kennsla og getur haft þveröfug áhrif. Í stað þess er betra að taka eftir jákvæðri hegðun og hrósa barninu í hvert skipti sem það höndlar breytingu á réttan hátt. Mundu að það er mikilvægt að hrósa þannig að þú segir barninu nákvæmlega hvað það gerði rétt og hvað þér líkaði við það.

 

Heimild: Moms.com

 

 

Pin It on Pinterest