Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn
Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn
Harry sagði að Archie væri á því skeiði núna að hann „hleypur um allt eins og brjálæðingur“ en segir nýfæddu dótturina vera afar afslappa. Hertoginn af Sussex (36) ljómaði þegar hann talaði um Lili, en hún fæddist þann 4. júní í Santa Barbara, Kaliforníuríki.
Sótti Harry verðlaunahátíðina ásamt Ed, sem einnig er nýbakaður faðir, en dóttir hans er 10 mánaða gömul.
Ed sagði við Harry: „Til hamingju, stelpa er það ekki? Við áttum litla stelpu fyrir 10 mánuðum Þú ert enn í skotgröfunum! Hvernig þraukarðu þetta með tvö?“
„Tvö er virkilegt púsluspil,“ sagði Harry þá.
Þegar Harry talaði við annan gest seinna sagði Harry um Lilibet: „Við höfum verið mjög heppin hingað til, hún er mjög slök og virðist ánægð með að sitja bara á meðan Archie hleypur um eins og brjálæðingur.“
Harry er nú í Bretlandi og mun afhjúpun styttu af móður hans sem hefði orðið sextug á morgun, 1. júlí, fara fram í Kensingtonhöll.
Harry kom til landsins síðasta föstudag og var í einangrun í Frogmore Cottage í fimm daga áður en hann lét sjá sig á verðlaunahátíðinni.
Harry og Meghan Markle hafa nú búið í villu í Montecito, Kaliforníuríki í heilt ár núna, en þau sögðu sig frá öllum skyldustörfum tengdum bresku konungsfjölskyldunni.